Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Side 70

Fréttatíminn - 13.06.2014, Side 70
— 2 — 13. júní 2014 Minnka sýklalyfja- notkun á Norður- löndum Gangi tillögur sænska stjórn- málamannsins Bo Könberg eftir mun sýklalyfjanotkun á Norðurlöndunum vera sú minnsta í Evrópu að fimm árum liðnum. Í vikunni afhenti hann Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra skýrslu sína með tillögum til norrænna félags- og heilbrigðisráð- herra um framtíðarsýn og brýnustu verkefni norræns samstarfs á sviði heilbrigðismála. Kristján Þór tók við skýrslunni fyrir hönd Íslands sem gegnir nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Tillögurnar fjalla um uppáskriftir sýklalyfja, mjög sérhæfðar með- ferðir, sjaldgæfa sjúkdóma, rannsóknir byggðar á gögnum úr sjúkraskrám, lýðheilsu, misrétti í heilbrigðismálum, hreyfanleika sjúklinga, rafræna heilbrigðisþjón- ustu og tæknimál, geðlækningar, viðbúnað í heilbrigðismálum, lyf, starfsmannaskipti og sérfræðinga í löndum ESB. Við afhendinguna sagði Bo Könberg að brýnasta verkefnið væri að bregðast á kröftugan hátt við sýkla- lyfjanotkun og koma þannig í veg fyrir að þau tapi virkni sinni. „Því miður er sú þróun þegar hafin. Þó að notkun sýklalyfja sé ekki mikil á Norðurlöndum er ástæða til að við tökum ákvörðun um að draga úr uppáskriftum fyrir sýklalyfjum þannig að þær verði fæstar miðað við önnur Evrópulönd að fimm árum liðnum.“ Könberg lagði til að Norðurlöndin myndu beita sér í þessum efnum á alþjóðavísu og að auðugustu löndin verji 75 milljörðum sænskra króna á næstu 5 árum til þróunar á nýjum sýklalyfjum.  Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is. Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is. Fram- kvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgis- son valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gef- inn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir. Farsímar geta minnkað frjósemi Karlar sem geyma farsímann í buxnavasanum gætu með minnkað líkur á að eignast barn, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar hjá Exeter háskóla og birtar voru í tímaritinu Environment Inter- national. Eldri rannsóknir einnig hafa sýnt fram á að tíðni rafsegul- geislunar frá slíkum tækjum geti haft skaðleg áhrif á frjósemi karla. Fyrir rannsókninni fór dr. Fiona Mathews og að hennar sögn benda niðurstöðurnar sterklega til þess að geislar frá farsíma hafi neikvæð áhrif á gæði sæðis. „Niðurstöð- urnar eru sérstaklega mikilvægar fyrir karla sem eru þegar í áhættu að glíma við ófrjósemi,“ segir hún. Flestir karlar í heiminum eiga farsíma og er talið að um 14 pró- sent para í hinum vestræna heimi glími við ófrjósemi. Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir S amkvæmt niðurstöðum nýrra bandarískra rannsókna þarf að endur-skoða skammtastærðir lyfja því áhrif þeirra eru ekki þau sömu á kon-ur og karla. Hingað til hafa lyfjarannsóknir að mestu verið gerðar á körlum eða karlkyns tilraunadýrum því það var talið hentugra því prófanir truflast vegna hormónaflæðis kvenna og kvenkyns tilraunadýra. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum 60 Minutes í febrúar síðastliðn- um. Í þættinum kom fram að í lyfjarannsóknum sé munurinn á milli kynjanna stórlega vanmetinn og að lyf geti haft gjörólík áhrif á konur og karla. Í fram- haldi af umfjöllun 60 Minutes tilkynnti Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið að búið væri að minnka ráðlagða skammta af Ambien, algengasta svefnlyfinu þar í landi, um helming fyrir konur. Lyfið er þekktast undir heitinu Zolpidem. Rannsóknir höfðu sýnt að karlar og konur vinna á ólíkan hátt úr lyfinu. Að morgni dags er því meira eftir af lyfinu í líkama kvenna. Afleiðingarnar geta verið hættulegar og meðal annars þær að hættulegt getur verið fyrir konur að aka bifreið. Búist er við því að í ágúst á þessu ári muni Bandaríska matvæla- og lyfja- eftirlitið senda frá sér aðgerðaáætlun um hvernig betur megi standa að lyfja- prófunum með tilliti til þessa munar á kynjunum. Í tilkynningu frá stofnun- inni kemur fram að fyrirséð sé að aðgerðaáætlunin muni hafa veruleg áhrif. Í þættinum kom fram að afleiðingin gæti orðið sú að framkvæma þurfi á ný rannsóknir á mörgum lyfjum sem lengi hafa verið á markaðnum. Endurskoða skammta- stærðir lyfja eftir kynjum Lyf hafa ekki sömu áhrif á karla og konur og því er þörf að rannsaka á ný lyf sem lengi hafa verið á markaðnum. Hingað til hafa rannsóknir á lyfjum að mestu leyti verið gerðar á körlum eða karlkyns tilraunadýrum því hormónar kvenna trufla niðurstöður. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum 60 Minutes og í framhaldinu tilkynnti Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið að búið væri að minnka ráðlagða skammta til kvenna af algengasta svefnlyfinu þar í landi. Lesley Stahl fjallaði um mismunandi áhrif lyfja á kynin í sjónvarpsþættinum 60 Minutes fyrr á árinu. í þættinum kom fram að mismunandi áhrif lyfja á kynin hafi verið stórlega vanmetin. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages Bandaríska matvæla- og lyfja- eftirlitið hefur nú minnkað ráð- lagðan skammt af svefnlyfinu Ambien um helming fyrir konur. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.