Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Qupperneq 72

Fréttatíminn - 13.06.2014, Qupperneq 72
— 4 — 13. júní 2014 Hægt er að þjálfa hunda til að þefa af þvagi og komast að því hvort fólk sé með blöðruhálskirtilskrabba- mein, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var á Humanitas Research spítalanum í Mílanó á Ítalíu. Við rannsóknina voru tveir hundar sérstaklega þjálfaðir til að þefa uppi blöðruhálskirtilskrabbamein og höfðu þeir rétt fyrir sér í 98 prósent tilfella. Notuð voru þvagsýni úr 677 manns. Þar af voru 320 með blöðruhálskirtilskrabbamein á mismunandi stigum en 357 ekki. Meinið gefur frá sér efni og nema hundar lyktina af því. Að sögn vísindamanna sem að rannsókninni stóðu sýna niðurstöðurnar að þefskyn hunda geti komið að góðum notum við greiningu á blöðruhálskirtils- krabbameini. Aðferðin kosti lítið og feli ekki í sér nein inngrip fyrir sjúklinginn. Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir S veinn Guðmundsson, doktors-nemi í mannfræði við Háskóla Íslands, leggur nú lokahönd á rannsókn sína á læknum og hjúkrunarfræðingum sem einnig beita óhefðbundnum lækningaaðferðum við störf sín. Niðurstöðurnar gefa til kynna að hluti hjúkrunarfræðinga og lækna á Íslandi hafi opinn huga gagnvart sam- bandi hugar og líkama. Í BA-verkefni sínu í mannfræði skrif- aði Sveinn um nýaldarfræði og í MA- verkefninu tók hann viðtöl við fólk sem vinnur við óhefðbundnar lækningar. „Það vakti athygli mína að meðal fólks sem starfaði við óhefðbundnar lækning- ar voru nokkrir hjúkrunarfræðingar og því ákvað ég að doktorsverkefnið yrði rannsókn á læknum og hjúkrunarfræð- ingum sem nota einnig óhefðbundnar aðferðir,“ segir hann. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hjúkrunarfræðingar eru óhrædd- ari við gagnrýni á aðferðir sínar en læknarnir. Árið 2010 var til að mynda stofnuð fagdeild um viðbótarmeðferð í hjúkrun sem stuðlar að notkun annars konar meðferða sem rannsóknir hafa sýnt fram á að geta gagnast til viðbótar við hefðbundnar, til dæmis fyrir krabba- meinssjúklinga. „Margir læknanna ótt- ast að fá á sig þann stimpil að vera óvísindalegir og halda sig því alltaf innan ákveðins ramma. Þeir studdust því frekar við niðurstöður vísindalegra rannsókna í viðtölunum.“ Sveinn segir að fólkið í geirunum tveim- ur, óhefðbundnum og hefðbundnum lækningum, sé oft að ræða um sömu hlutina þó það noti sitt hvort tungumál- ið. Það sé hluti af ágreiningnum þó til staðar sé sameiginlegur grunnur. „Mig langar að skilja báða hópana. Það er ekki þannig að annar hafi rétt fyrir sér en hinn rangt. Þetta er miklu flóknara en svo.“ Læknarnir sem Sveinn ræddi við voru óviljugir að ávísa sjúklingum lyfj- um þegar þeir vissu fyrir víst að aðrar aðferðir væru betri til langframa, eins og til dæmis lífsstílsbreytingar. „Til að koma óhefðbundnu aðferðunum að þurfa læknarnir að ná góðum tengslum við skjólstæðinga sína og það getur tekið tíma. Þeir þurfa að fá fólk til að skynja að þeir séu með þeim í þessu. Oft er mannekla á heilbrigðisstofnunum og frammi bíða margir svo ekki er alltaf tími til að mynda þessi tengsl.“ Stefna á vinnustaðnum, yfirmenn og viðhorf ræður því hvernig læknum og hjúkrunarfræðingum gengur að inn- leiða óhefðbundnar lækningaaðferðir. Margir hjúkrunarfræðinganna vinna við óhefðbundnar lækningar í hluta- starfi og eru með sína eigin stofu. Óhefðbundnu aðferðirnar sem lækn- arnir og hjúkrunarfræðingarnir beita eru af ýmsum toga, til dæmis nálar- stungur, dáleiðsla, slökunarnudd og samtal um lífssöguna. „Sumir viðmæl- endanna ræddu einnig um að streita hafi áhrif á vöðvabólgu og öllum var þeim samband hugar og líkama hug- leikið. Nokkrir þeirra ráðleggja fólki að kynna sér jóga og hugleiðslu. Einn læknirinn ráðleggur stundum að lesa ákveðnar sjálfshjálparbækur til að ná stjórn á lífinu og breyta hegðunar- mynstri.“ Sveinn segir breyttar áherslur þeirra lækna og hjúkrunarfræðinga sem hann ræddi við í takti við viðhorfsbreytingar almennt hér á Íslandi. „Með aukinni áherslu á heilbrigðan lífsstíl, jóga og hugleiðslu eru óhefðbundnar lækningar ekki eins langt úti á jaðrinum og áður. Það talar enginn lengur um fólk sem stundar jóga sem nýaldarhippa. Það er almennt talið hið eðlilegasta mál.“ Yfirleitt er orðið óhefðbundnar lækn- ingar notað yfir hugtakið sem Sveinn rannsakar en hann segir marga ósátta við það heiti því það sé mjög ónákvæmt og nái yfir margar mjög ólíkar með- ferðir. „Aðferðirnar eru óhefðbundnar miðað við það sem viðurkennt er í dag. Þó komu jurtalækningar fram á undan læknavísindunum. Það er því skilgrein- ingaratriði hvað er óhefðbundið og hvað ekki. Í Gíneu-Bissá er þetta til dæmis öf- ugt. Grasa- og andalækningar eru álitn- ar hefðbundnar en hitt óhefðbundið.“ Hundar finna blöðruhálskirtilskrabbamein Sveinn Guðmundsson, doktorsnemi í mannfræði, hefur tekið viðtöl við sextán lækna og sextán hjúkrunarfræðinga sem einnig beita óhefðbundnum lækningaaðferðum í störfum sínum. Ljósmynd/Hari Rannsakar óhefðbundnar lækningaaðferðir Doktorsnemi í mannfræði rannsakar hjúkrunarfræðinga og lækna sem einnig beita óhefðbundnum lækningaaðferðum. Læknarnir óttast frekar en hjúkrunarfræðingarnir að vera álitnir óvísindalegir og halda sig því innan ákveðins ramma. Einn læknir- inn ráð- leggur lestur á ákveðnum sjálfshjálp- arbókum til að ná stjórn á lífinu og breyta hegð- unarmynstri. Meiri líkur eru á að fólki takist að hætta að reykja noti það rafrettur en aðrar aðferðir, sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í University College í London. Niðurstöðurnar voru birtar á dögunum í tímaritinu Addiction og sýndu að 20 prósent þátttakenda tókst að hætta að reykja með því að nota rafrettur í stað hefðbundinna sígarettna. 10,1 prósent þeirra sem notuðu nikótín-vörur eins og plástra, tókst að hætta en 15,4 prósent tókst að hætta með viljastyrkinn einan að vopni. Í rannsókninni var fylgst með tæplega 6000 reykingamönnum á árunum 2009 til 2014 og reyndu allir þátt- takendur að hætta án faglegrar hjálpar eða lyfseðilsskyldra lyfja. Að sögn vísindamanna benda niðurstöðurnar til þess að rafrettur séu hentug lausn til hjálpa fólki að hætta að reykja. Þær innihalda nikótín sem fólk andar að sér í gegnum vatnsgufu en ekki reyk. Góður árangur með rafrettum 100% náttúruleg vara unnin úr macarót. Rannsóknir sýna að Femmenessence getur bætt líðan kvenna á breytingaskeiði. Femmenessence styður við hormóna- framleiðslu líkamans. Finnur þú fyrir breytingaskeiðseinkennum? Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Við erum á facebook Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna www.facebook.com/Femmenessence.is www.facebook.Revolution-Macalibrium www.vistor.is AHC samtökin óska eftir styrkjum til að vinna að grunn- rannsóknum á Alternating Hemi- plegia of Childhood auk þess að stuðla að kynningu á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Reikningsnúmer samtakanna er 0319-13-300200 kt. 5905091590 Upplýsingar um AHC er að finna á heimasíðu AHC sam- takanna www.ahc.is Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.