Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Qupperneq 77

Fréttatíminn - 13.06.2014, Qupperneq 77
Við léttum þér lífið Fastus ehf. býður upp á mikið úrval af stuðningshlífum, vinnustólum og hjálpartækjum fyrir þá sem eru með stoðkerfisvandamál. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á réttu lausninni fyrir þig. F A S TU S _H _3 0. 06 .1 4 Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn Stuðningshlífar Hnakkastólar Stuðningspúðar í stóla Stuðningshlífar fást einnig í Lyfju, Reykjavíkurapóteki og Apóteki Vesturlands 13. júní 2014 var sólbruni í æsku ekki tíðari meðal flugfólks en annarra. Það hefur verið nánast gengið út frá því sem vísu að flugfólk fari oftar í sólbað en aðrir en sólargeislun, það er að segja útsetn- ing fyrir útfjólubláu ljósi, er beintengd hættunni á að fá húðkrabbamein. Þetta verður hægt að skoða nákvæmar í nýju rannsókninni.“ Óljós áhrif vaktavinnu Á undanförnum árum hafa vísinda- menn velt vöngum yfir því hvort krabbameinshætta geti hugsanlega fylgt vaktavinnu. „Flugáhafnir eru vegna þessa áhugaverður hópur því ekki aðeins vinna þær á undarlegum tímum sólarhringsins miðað við heima- byggðina, heldur fljúga þær yfir tíma- belti. Þetta er ekki venjuleg vaktavinna. Það er því sérstakur ruglingur sem getur komið á hina líffræðilegu tíma- klukku líkamans. Okkur hefur ekki verið unnt, í fyrri rannsóknum, að taka fullt tillit til þessa.“ Allt upp undir helmingur af flugi frá Íslandi vestur um haf fer yfir fimm eða fleiri tímabelti, en flug til Evrópu fer yfirleitt ekki yfir fleiri en tvö tímabelti. Vilhjálmur segir því erfitt að greina á milli hvort vélar hafi verið að fljúga austur eða vestur því þær fari sitt og hvað og flugfólkið sömuleiðis. Góðar aðstæður á Íslandi Hér á Íslandi eru góðar aðstæður til að rannsaka tíðni krabbameina hjá flug- áhöfnum því krabbameinsskráin er mjög nákvæm og góð. Í sameiningu gera Norðurlöndin rannsóknir á starfs- stéttum. Í hverju landi er tiltölulega fátt flugfólk en ef fjöldinn er lagður saman verður úr nokkuð stór hópur. Á Norð- urlöndunum eru til samans um 10.000 flugmenn og 20.000 til 30.000 flugfreyj- ur og flugþjónar. Á Norðurlöndunum eru öll krabba- mein skráð, hvort sem unnt er að lækna þau eða ekki og gerir það rannsóknir enn nákvæmari. Í sumum löndum er að- eins hægt að skoða tíðni krabbameins eftir dánarmeinaskrám og verða rann- sóknirnar þá ekki eins nákvæmar því þá fara ekki inn mein sem tekist hefur að lækna. Brjóstakrabbamein og húð- krabbamein, sem eru tíðari meðal flug- fólks, eru í flestum tilvikum læknanleg. Um 90 prósent kvenna hér á landi sem fá brjóstakrabbamein lifa í fimm ár eða lengur eftir greiningu en oft er miðað við þau tímamörk. „Því er ekki síst að þakka að greiningin er yfirleitt fyrr á ferðinni núna en áður var og meðferðin árangursríkari. Sama á við um húð- krabbameinin og gildir það einnig um illkynja mein eins og sortuæxli,“ segir Vilhjálmur. Frekari rannsóknir á næstu árum Háskóli Íslands hefur auglýst launaða stöðu doktorsnema til að rannsaka hættu á krabbameini hjá flugáhöfnum enn frekar og er umsóknarfrestur til 20. júní næstkomandi. Doktorsverk- efnið mun byggja á hópsafni atvinnu- flugmanna, flugfreyja og flugþjóna sem byrjað var að vinna með hér á landi árið 1996 og hefur verið tengt dánarmeina- skrá og krabbameinskrá. Fyrirhugaðar rannsóknir á íslensk- um flugáhöfnum verða betri en fyrri rannsóknir, einkum vegna þess að unnt verður að meta betur starfstíma og geislaálag, og eftirfylgnin verður lengri, sem eykur tölfræðilegan styrk. Það sem einkum munar um er að hægt verður að meta þýðingu ákveð- inna lífsstílsþátta. Í fyrri rannsóknum var ekki að fullu hægt að taka tillit til frjósemisþátta kvennanna en þeir tengjast brjóstakrabbameinshættu og verða upplýsingar um frjósemiþættina fengnar úr barneignaskrá. Með upp- lýsingum um sólbaðsvenjur og sólar- landaferðir flugáhafna, sem var aflað með spurningalistum árið 2001, verð- ur hægt að ákvarða og taka tillit til út- setningar fyrir útfjólubláu ljósi sem er áhættuþáttur húðkrabbameina. Verk- efnið er fjármagnað af styrk frá sjóðum ISAVIA undir umsjón Rannsóknarsjóðs Háskóla Íslands. „Við viljum rannsaka hvort f lug- áhafnirnar eru sambærilegar við aðra hvað varðar barneignir, sólböð og fleiri þætti sem skipta máli fyrir til- urð krabbameina þegar við erum að skoða þýðingu starfstíma, geislaálags og vaktavinnu í þessari flóknu spurn- ingu,“ segir Vilhjálmur. Flugmenn eru tvöfalt líklegri til að fá sortu- æxli í húð en karlar almennt. Hjá flugfreyjum er brjóstakrabbamein helmingi algengara en hjá konum almennt. Hrotu-Baninn heldur efri öndunarvegi opnum og þannig eiga hroturnar að minnka eða hverfa alveg. Þú ættir að finna mun strax eftir fyrstu nóttina. Leiðbeiningar fylgja bæði á íslensku og ensku. Þú getur skilað Hrotu-Bananum innan 45 daga frá afhendingu ef þér finnst hann ekki standa undir væntingum og fengið endurgreitt. (Að frádregnum pökkunar- og sendingarkostnaði). Eftirtalin apótek og www.heilsubudin.is selja Hrotu-Banann: Akureyrarapótek, Kaupangi Lyfjaver, Suðurlandsbraut 22 - Borgarapótek, Borgartúni 28 - Garðsapótek, Sogavegi 108 Urðarapótek, Grafarholti - Árbæjarapótek, Hraunbæ 115 - Apótek Garðabæjar, Litlatúni 3 Reykjavíkurapótek, Seljavegi 2 - Apótek Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11. — 9 —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.