Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 2
Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is Hluti af öruggri vetrarumferð F ólk hefur sagt af sér fyrir minna. Afsagnir eru algeng-ari erlendis, þar sem formenn flokka þrýsta oft á ráðherra til að segja af sér,“ segir Stefanía Óskars- dóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkis- ráðherra eftir að Gísli Freyr Val- dórsson, aðstoðarmaður hennar, játaði að hafa lekið upplýsingum úr ráðuneytinu og hefur verið dæmdur í skilorðsbundið 8 mánaða fangelsi vegna þess. „Ein helsta skýringin á því er sú,“ segir Stefanía, „að hér fá kjörnir þingmenn sæti sín í gegnum próf- kjör, svo það er á grundvelli pers- ónufylgis sem þeir fá sæti á þingi. Af því leiðir að formenn flokka á Íslandi hafa miklu minna vald yfir sínum flokksmönnum en til dæmis í Bretlandi. Hanna Birna er undir pressu frá kjósendum að segja af sér og þá getur maður spurt sig hvaðan hún þiggur valdið til að sitja, jú það er frá kjósendum. En það er í raun ekki hægt að koma henni í burtu nema formaður hennar flokks veiti henni tiltal, en hún er líka varaformaður í flokknum og því í mjög sterkri stöðu.“ Eftirleikurinn skiptir mestu Stefanía bendir á að brotið hafi verið alvarlegt en það sé í raun eftirleik- ur málsins sem sé enn alvarlegri. „Í upphafi er feluleikur, sem vind- ur upp á sig og endar svo með lög- reglurannsókn. Verðmætum tíma lögreglunnar er eytt til einskis af manni sem er aðstoðarmaður dóms- málaráðherra. Svo tekur dómsmála- ráðherra, Hanna Birna, upp hansk- ann fyrir hann og tekur þátt í því að gagnrýna löggæsluna í landinu. Prinsippin í réttarríkinu eru dregin í efa af dómsmálaráðherra. Á þessu ári sem liðið er frá upphaflega brotinu hefur margt gerst sem fólki finnst sérstakt.“ Pólitísk ábyrgð „Þetta er eiginlega spurning um tvennskonar ábyrgð,“ segir Grétar Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófess- or við Háskólann á Akureyri. „Annarsvegar lagalega og hins- vegar pólitíska. Lagalega séð hef- ur Hanna Birna ekki brotið af sér, heldur aðstoðarmaður hennar. En Hanna Birna ber pólitíska ábyrgð. Hún ber ábyrgð sem ráðherra á ráðuneytinu og sínu starfsfólki. Svo ber hún líka pólitíska ábyrgð gagn- vart sínum kjósendum.“ Grétar bendir á að á Íslandi sé ekki mikil hefð fyrir afsögnum. „Það virðist sem afsögn ráðherra á Íslandi þýði að það sé verið að viðurkenna einhverja sekt, en ekki að það sé gert til að axla ábyrgð. Menn hafa sagt af sér á Íslandi, og menn hafa verið þvingaðir til þess. En það er enginn sem virðist ætla að þvinga Hönnu Birnu úr starfi. Það virðist liggja alfarið hjá henni sjálfri að meta stöðuna.“ „Hanna Birna fór inn á grátt svæði með afskiptum sínum af lögreglu- rannsókninni og það vekur upp margar spurningar varðandi þessa pólitísku ábyrgð,“ segir Grétar og bætir því að það séu kjósendur sem verði að leggja dóm á málið í næstu kosningum, segi Hanna Birna ekki af sér. „Flokkurinn lýsir yfir stuðn- ingi við hana, hann er ekki alger en er sagður vera breiður. Það er í raun í hennar höndum að meta hvort henni sé stætt á því að sitja áfram eftir allt sem á undan hefur gengið. En ef flokkurinn hefði ekki lýst yfir stuðningi við hana þá væri hún í mjög vondum málum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Fjölskylda Ólafar Birnu Kristínardótt- ur. Tónleikarnir eru til styrktar ungum dætrum hennar en Ólöf Birna var aðeins 32 ára er hún lést í nýliðnum september af völdum erfða- sjúkdóms.  Tónleikar STyrkTarTónleikar kirkjukórS lágaFellSkirkju Ungar dætur Ólafar Birnu heitinnar fá ágóðann Það hefur alltaf verið markmið- ið að styðja við bakið á fólki úr Mosfellsbænum og í ár er engin undantekning á því,“ segir Arn- hildur Valgarðsdóttir organisti en Kirkjukór Lágafellssókn- ar heldur styrktartónleikana „Jólaljós“ á sunnudaginn í Guðríðarkirkju að Kirkjustétt 8 í Reykjavík. Að þessu sinni verður stutt við börn Ólafar Birnu Kristínardóttur, rúm- lega þrítugrar konu frá Bessa- stöðum í Húnaþingi vestra, sem lést í haust af völdum erfðasjúk- dóms. Hún lét eftir sig tvær ungar dætur. „Þetta er í 15. sinn sem kór- inn heldur þessa tónleika og þetta hefur alltaf gengið alveg rosalega vel,“ segir Arnhildur Valgarðsdóttir organisti sem hefur stýrt kórnum frá árinu 2010. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Ragnar Bjarnason, Bjarni Arason, Birg- ir Haraldsson, Kristín R. Sig- urðardóttir sópransöngkona og Áslaug Helga gospelsöngkona. „Það er alveg ótrúlega þakk- látt að fá svona marga til þess að koma fram og ekkert sjálf- gefið að fólk gefi vinnu sína í gott málefni og fyrir það erum við mjög þakklát,“ segir Arn- hildur. Ólöf Birna Kristínardóttir fæddist 1982 en lést á gjör- gæsludeild Landspítalans 8. september síðastliðinn. Hún var jarðsett á heimaslóð, í kirkjugarðinum á Melstað. Tón- leikarnir hefjast klukkan 16 á sunnudaginn og er miðaverðið 3.000 krónur.  STjórnmál aFSögn ráðherra algengari í öðrum löndum en hér Afsögn ráðherra á Íslandi virðist snúast um sekt, en ekki ábyrgð Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að sitja áfram sem innanríkisráðherra þrátt fyrir að að- stoðarmaður hennar hafi játað lögbrot í starfi og verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir. „Það virðist sem afsögn ráðherra á Íslandi þýði að það sé verið að viðurkenna einhverja sekt, en ekki að það sé gert til að axla ábyrgð,“ segir Grétar Eyþórsson, stjórnmálafræðingur. Fólk hefur sagt af sér fyrir minna, segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðiprófessor. Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðar- maður Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, hefur verið dæmdur í átta mánuða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir að leka trúnaðar- gögnum. Hann hélt fram sakleysi sínu allt þar til ný gögn komu fram sem saksóknari telur sanna aðkomu hans að lekanum. Árleg Réttindaganga barna fer fram um miðborgina í dag. Þá fagna börnin á frí- stundaheimilum Kamps 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuð þjóðana, minna á réttindi sín, að þau hafa rétt til að tjá sínar skoðanir og vilja. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl. 15.00 og mun göngunni ljúka í Ráð- húsinu þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur á móti börnunum. Í ráðhúsinu verður opnuð sýningin „Öll börn eru mikilvæg“ þar sem sýnd eru verk eftir börn sem þau hafa gert í vinnu með Barnasáttmálann. Þá verður gestum boðið upp á verkefni sem fjöl- skyldan getur öll tekið þátt í að leysa, svo sem Réttindaspilið og að skrifa friðarósk á óskatré Yoko Ono. Sýningin verður opin til 18. nóvember og eru allir velkomnir. Hugmyndaríkir Reykvíkingar Aldrei hafa fleiri hugmyndir borist borginni í verkefninu Betri Hverfi en þetta árið. Alls bárust 690 hugmyndir á samráðsvefinn. Nú hefst vinna hjá sér- stöku fagteymi borgarinnar við að fara yfir allar innsendar hugmyndir og meta hvort þær séu framkvæmanlegar eða ekki. Íbúar geta skoðað allar hugmynd- irnar inni á vefsvæðinu Betri hverfi 2015 á Betri Reykjavík og tekið þátt í rökræðum með eða á móti þeim. Þá geta þeir deilt hugmyndum á samfélagsmiðlum og beðið fólk um að styðja tilteknar hugmyndir. Reykjavíkurborg hvetur íbúa í hverfum borgarinnar til að heimsækja vefinn og ræða þær hugmyndir sem þar er að finna. Lestur Fréttatímans eykst milli mánaða Lestur á Fréttatímann jókst í október, samkvæmt mælingum Capacent. Frétta- tíminn er næst mest lesna blað landsins og lesa yfir 100.000 manns blaðið í viku hverri. Athygli vekur að lestur á DV dróst saman um 24% á höfuðborgarsvæðinu á milli mánaða. Verðlaunahönnun ökuskírteinisins Hönnun íslenska ökuskírteinisins fékk á dögunum bronsverðlaun í hönnunarkeppni prentiðnaðarins í Ungverjalandi, Pro Typographia 2014, en ungverska fyrirtækið ANY Security Printing sá um hönnunina. Á Lögregluvefnum kemur fram að bronsverðlaunin séu mikill heiður enda eigi Ungverjar ríka listahefð og ANY Security Printing hátt í tveggja alda sögu í prentiðnaði. - eh Börn minna á réttindi sín 2 fréttir Helgin 14.-16. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.