Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 66
breyta hugarfari okkar varðandi neyslu og bera virðingu fyrir því sem við setj- um ofan í okkur, því okkur finnst öllum gott að borða,“ segir Eirný. Matarmarkaður Búrsins verður í Hörpu um helgina og er opið frá klukkan 11 til 17 bæði laugardag og sunnudag. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 66 matur & vín Vín vikunnar S ósur, krydd og jurtir geta oft á tíðum verið ráðandi þáttur í máltíðinni. Í þannig tilfellum þarf að para vínið sam- an við kjötið eða fiskinn og líka saman við sósurnar, kryddið eða jurtirnar sem máltíðin byggir á. Þetta getur verið flókið og einfald- ara að halda sig við annað hvort. Hins vegar er sniðugt þegar prót- ínið er einfalt og létt eins og hvítur fiskur og kjúlli eða jafnvel kálfa- kjöt að byggja valið á víni á sós- unni eða meðlætinu. Til dæmis væri ávaxtaríkt hvítvín frábært með pönnusteiktri kjúklinga- bringu með hollandaise-sósu en sama kjúklingabringa grilluð með spæsí barbekjú-sósu væri full- komin með krydduðu rauðvíni. Auðvitað er þetta undir smekk hvers og eins komið en það er gott að hafa í huga að val á víni er ekki alltaf beint af augum og það marg- borgar sig að prófa sig áfram. Áhugaverð blanda hér á ferð frá Suður Afríku. Hlýlegt og milt vín með krydduðum tónum. Klárlega dökk ber eins og kirsuber og dökkir ávextir í bragðinu. Ekta vín með vel krydduðum og bragð- sterkum mat þó ekki spæsí mat heldur grillmat, pottréttum o.þ.h. með miklu kryddi og jurtum. Casillero del Diablo Reserva Privada Casillero del Diablo eða í kjall- ara djöfulsins er skemmtilegt undirmerki Concha Y Toro. Sag- an segir að stofnandi Concha hafi komið þeirri sögu af stað að djöfullinn byggi í vínkjallaranum þar sem hann geymdi sín betri vín og þaðan komi nafnið. Þetta er tiltölulega mikið og þétt vín, tannínríkt með dökkum ávexti og sólberjum og kryddi sem gerir það gott með rauðu kjöti sérstaklega ef sósan er kraft- mikil, jafnvel með gráðosti. Sósan ræður Þetta er léttfetinn í hópnum. Milt berjavín sem móðgar engan. Í raun ekki mikið um það að segja annað en að það er á góðu verði og mjög auðdrukkið. Þetta er upplagt vín til að nota í grunn að góðu jólaglöggi. Fullt af rúsínum, kanel, negulnöglum og smá sykri blandað saman (og smá sterkt vín ef þú treystir þér í það). Flaska af Brisa Merlot útí, láta malla smá og jólapartíinu er reddað. Virkilega áhugavert vín frá Suð- ur Afríku. Baristanafnið er bein tenging við kaffitóna þessa víns. Þetta vín er líklega það næsta sem þú kemst með að upplifa espresso í vínglasi. Að því sögðu er bragðið dökkt, dökk ber og dökkur ávöxtur með smá súkkulaðitónum en töluvert tannínríkt. Þolir vel pörun með bragðmiklu kjöti en áhugavert líka með ostum og jafnvel vel dökku súkkulaði. Longbeach Grenache Syrah Mourvedre Gerð: Rauðvín Uppruni: Suður Afríka, 2012 Styrkleiki: 14% Þrúga: Grenache, Syrah og Mourvedre Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.999 Barista Pinotage Gerð: Rauðvín Uppruni: Suður Afríka, 2012 Styrkleiki:13,5% Þrúga: Pinotage Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.999 Vistamar Brisa Merlot Gerð: Rauðvín Uppruni: Chile, 2013 Styrkleiki: 12,5% Þrúga: Merlot Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.399 Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Helgin 14.-16. nóvember 2014 Nýtt tilboð alla daga til jóla 7. NÓVEMBER AÐEINS Í DAG ALLT KAFFI 35%afsláttur Fylgstu með nýjum tilboðum daglega á kronan.is og sparaðu stórt alla daga til jóla einstakur jólamat- seðill asian cuisine & lounge Sími: 517-0123 - Borgartúni 16 - 105 Reykjavík - www.bambusrestaurant.is Gerð: Rauðvín Uppruni: Chile, 2012 Styrkleiki: 14,5% Þrúga: Cabernet Sau- vignon og Syrah Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.999 Þ etta hefur bara aukist á þessum árum frá því að við byrjuðum. Á fyrsta markað- inum var erfitt að ná saman 20 til 30 framleiðsluaðilum. Í dag erum við leikandi með 50 til 60 framleiðendur á markaðnum um helgina,“ segir Eirný. „Það er einhver sprenging í gangi. Það eru alltaf fleiri og fleiri að fara út í framleiðslu á ótrúlega áhugaverðum hlutum. Auðvitað sparkaði kreppan í rassinn á fólki og gaf því fleiri hugmyndir til þess að auka tekjur sínar. Þetta byrjaði með sultugerðinni og hefur svo þróast jafnt og þétt.“ Á markaðnum um helgina kennir ýmissa grasa og segir Eirný margt áhugavert að gerast í kjötiðnaðinum ásamt auðvitað öllu hinu græna og góða. „Það sem er mjög spennandi um helgina er það að við frumsýnum kanínukjöt í fyrsta sinn, sem fram- leitt er í Borgarfirði með velferðina í fyrirrúmi. Eins finnst mér vistvænt velferðar svínakjötið mjög spennandi og svo sannarlega eitthvað sem gæti hentað mörgum í jólamatinn,“ segir Eirný. „Við ætlum að halda okkur við þrjá markaði á ári. Það má ekki vera meira sökum stærðarinnar og fram- leiðslunnar. Einnig ráða bændurnir mikið ferðinni og þeir komast ekki frá á öllum tímum ársins. Fyrst og fremst er markaðurinn liður í því að  Matur Eirný Sigurðardóttir hEldur MatarMarkað í hörpu Kanínukjöt á matarmarkaði í Hörpu Um helgina fer fram sjötti matar- markaður Búrsins í Hörpunni. Eirný Sig- urðardóttir í Búrinu og skipuleggj- andi mark- aðarins segir viðburðinn nauðsyn- legan þátt í því að auka framleiðslu og úrval á mat og matargerð á Íslandi. Meðal þess sem boðið verður upp á um helgina  Heitreikt hrogn og makrílpaté frá Sólskeri á Hornafirði.  Kanínukjöt úr Borgarfirði.  Grænt og vænt góðgæti frá Friðheimum.  Vistvænt velferðarsvínakjöt fyrir jólin.  Vistvænir kjúklingar.  Ostrusveppir frá Sælkerasveppum. Frá síðasta matarmarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.