Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 16
Umhverfisvernd
í fyrirtækjum
– Taktu grænu skrefin með
Rauða krossinum
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
4
-2
5
2
0
Miðvikudaginn 19. nóvember kl. 8.30 býður
Rauði krossinn til fræðslufundar um fata- og
textílsöfnun. Þar verður fulltrúum fyrirtækja
kynnt hvernig sýna má samfélagslega ábyrgð
með grænum áherslum og styrkja um leið
mannúðarstarf um allan heim.
Fyrirlesarar:
Örn Ragnarsson, sviðsstjóri Fatasöfnunar
Rauða krossins
Guðmundur Tryggvi Ólafsson,
rekstrarstjóri Endurvinnslustöðva SORPU bs.
Bragi Smith, framkvæmdastjóri Lín Design
Allir velkomnir í hús Rauða krossins, Efstaleiti 9.
Boðið verður upp á léar veitingar.
Skráning á raudikrossinn.is
K onur eru sendar hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Þær eru
gjarnan ofurseldar skipulögðum
brotasamtökum, íslenskum eða
erlendum,“ segir Heiða Björk
Vignisdóttir lögfræðingur. Hún
rannsakaði mansal og vændi í
meistararitgerð sinni í lög-
fræði við Háskólann í Reykja-
vík sem ber heitið: „Skipu-
lögð brotastarfsemi. Tengsl
vændis og mansals á Íslandi
við skipulagða brotastarf-
semi.“ Niðurstaða Heiðu er
að það vændi sem þrífst á Ís-
landi tengist gjarnan mansali,
manseljendurnir eru íslenskir
jafnt sem erlendir og hafa oft
og tíðum tengsl við skipulögð
brotasamtök erlendis og hér-
lendis. Hún vonast til að með
ritgerðinni verði til mikilvæg
gögn í umræðuna um vændi á
Íslandi.
Eftirspurn meiri en
framboð
Heiða segir mikilvægt að Íslend-
ingar átti sig á þeim veruleika sem
blasir við, að Ísland sé ekki lengur
eyland í þeirri merkingu að hér sé
til staðar vændi og mansal líkt og
annars staðar í heiminum. „Þegar
ég sagði fólki í kringum mig frá
rannsókninni minni hváðu margir
og skildu ekki hvað ég væri að
rannsaka, eitthvað sem ekki væri
til staðar. Ég tók síðan viðtöl við
fjölda fagaðila sem hafa komið að
meðferð og rannsókn þessara mála
sem staðfestu þennan veruleika,“
segir Heiða en leiðbeinandi hennar
var Stefán Eiríksson, þáverandi
lögreglustjóri lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Hún segist
einnig hafa orðið vör við frjálslynd
viðhorf til vændis í kringum sig.
„Ég hef fengið að heyra að fólki
þyki að vændi sé frábær tekjuöflun-
arleið og veit að margir vinahópar
fóru í einhverju gríni á þá nektar-
dansstaði sem hér voru starfrækt-
ir. Þetta er hins vegar ekkert grín
og fólki er brugðið þegar ég bendi
á að stelpurnar á þessum stöðum
hefðu eflaust komið í gegnum
mansal. Karlmenn vilja ekki láta
skemma þessa hugmynd fyrir sér.
Eitt af því sem fram kemur í
ritgerðinni er að það þarf að fræða
unga karlmenn, væntanlega vænd-
iskaupendur, um stöðuna. Við hér
á Íslandi búum við þá sérstöðu að
hér er meiri eftirspurn eftir vændi
en framboð. Erlendis er þetta
gjarnan öfugt en framboð á vændi
á Íslandi er sífellt að aukast,“ segir
hún. Samkvæmt upplýsingum
Heiðu komu um þúsund erlendar
konur til Íslands til dansa á nektar-
dansstöðunum í kringum aldamót-
in, en flestir voru staðirnir þrettán.
Við rannsókn hennar á skipulagðri
brotastarfsemi á Íslandi tók hún
viðtöl við sérfræðinga á því sviði,
studdist við sett lög, greinargerðir,
dómaframkvæmdir og fræðaskrif
sérfræðinga.
Gagnrýnir lokað þinghald
Ríkissaksóknari gaf á dögunum út
ákærur á hendur 40 einstakling-
um, aðallega Íslendingum, vegna
kaups á vændi. Gert er ráð fyrir að
öll málin verði þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í dag, föstudag.
Lögreglan hafði grunsemdir um
Meira um mansal en áður var talið
Heiða Björk Vignisdóttir lögfræðingur segir margt benda til að vændi sé algengara hér á landi en margir gera sér grein fyrir og í mörgum tilvikum
tengist það mansali og jafnvel skipulagðri brotastarfsemi. Heiða rannsakaði skipulagða brotastarfsemi á Íslandi fyrir meistaraverkefni sitt í lögfræði
og segir hún mikilvægt að almenningur geri sér grein fyrir þeim veruleika sem blasir við.
að um mansal væri að ræða og
að kona frá Austur-Evrópu hafi
komið hingað til lands með ungar
stúlkur til að selja í vændi. Ekki
náðist að færa sönnur á það og er
konan farin úr landi. Nokkur mál
hafa komið upp hér á landi þar
sem hópur manna er ákærður fyrir
kaup á vændi. Í nóvember voru 20
menn ákærðir fyrir vændiskaup,
þeir voru allir sakfelldir og hver
dæmdur til að greiða 80 þúsund
krónur í sekt.
Athygli vekur að þinghald verður
lokað í þeim málum sem verða
þingfest í dag vegna kaupa á vændi
og gagnrýnir Heiða harðlega að
sá háttur sé hafður á hér á landi í
slíkum málum. „Það er stjórnar-
skrárvarinn réttir almennings að
fá að fylgjast með þinghöldum og
það er meginregla að öll þinghöld
skuli vera opin. Ég get skilið að
þinghald sé lokað í kynferðisbrota-
málum þar sem gerandi og þolandi
eru tengdir, og þar er því verið
að vernda þolandann. Í þessum
vændismálum er talað um að þing-
hald sé lokað til að vernda börn
og fjölskyldur gerendanna því það
sé svo þungbært fyrir þau að þeir
séu nafngreindir. Fyrir íslenskum
dómstólum eru hins vegar nauðg-
arar og morðingjar nafngreindir
og ég get ekki séð að það sé minna
þungbært fyrir þeirra fjölskyldur
en fjölskyldur vændiskaupenda,“
segir hún.
Skref afturábak
Ísland er aðili að Palermo-samn-
ingnum, samningi Sameinuðu
þjóðanna gegn fjölþjóðlegri og
skipulagðri glæpastarfsemi. Með
tilkomu samningsins varð auðveld-
ara að taka höndum saman til að
sporna gegn mansali og vændi, en
það er þó enn afar flókið. „Þolend-
ur mansals neita oft að viðurkenna
eigin stöðu eða gera sér ekki grein
fyrir henni. Þeir sæta oft ofbeldi
og hótunum, og einnig er þekkt að
þolendur mansals telji stöðu sína
vera betri en þau kjör sem þeir
bjuggu við áður. Því miður er það
oft raunin og sýnir hversu mikla
neyð þeir hafa áður búið við. Það
er líka erfitt að hjálpa þolendum
þegar þeim hefur verið talin trú
um það af sínum kúgurum að þeim
verði ekki trúað, og oft kemur fólk-
ið frá löndum þar sem erfitt er að
treysta lögreglunni,“ segir Heiða.
Hún vekur sérstaka athygli á
því að hér á landi vantar sárlega
úrræði fyrir þolendur mansals.
Kristínarhúsi, athvarfi á vegum
Stígamóta fyrir konur sem eru á
leið úr vændi eða mansali og sett
var á laggirnar árið 2011, var lokað
fyrr á þessu ári vegna skorts á fjár-
magni. „Það var sannarlega skref
afturábak. Vandi þeirra kvenna
sem leituðu í Kristínarhús var mun
meiri en reiknað var með og þær
þurftu meiri aðstoð en var í boði.
Konur sem hafa lengi verið seldar
mansali þurfa sálfræðihjálp, þær
þurfa aðstoð við að koma undir
sig fótunum, við að finna vinnu og
húsnæði. Það er líka röng nálgun á
mansalsmál að þegar hingað koma
kemur fólk með fölsuð skilríki
að þeim sé hent í fangelsi og svo
vísað úr landi. Það vantar skipu-
legt utanumhald um þessi mál.
Upplifun mín eftir rannsóknir á
þessum málum er eins og enginn
viti almennilega hvað á að gera,“
segir Heiða.
Vegna þess hversu mansalsmál
eru flókin og margþætt er sakfell-
ingarhlutfall almennt lágt og í rit-
gerð Heiðu kemur fram að í 16% af
þeim 132 löndum sem upp komst
um mansal á árunum 2007-2010 var
ekkert aðhafst og engin sakfell-
ing kom til. „Ef harðar yrði tekið á
þessum brotum og gerendum gerð
hæfileg refsing má ætla að meiri
líkur væru á að raunveruleiki man-
sals myndi líka dagsins ljós. Von-
andi myndi slíkt jafnframt hvetja
stjórnvöld og löggjafa ríkja til að
bæta um betur,“ segir hún.
Hvað vændislöggjöfina hér á
landi telur Heiða mjög rökrétt og
skynsamlegt að kaup á vændi séu
refsiverð en ekki sala. „Samkvæmt
ákvæðum í okkar refsilöggjöf er
kaupandi alltaf að brjóta gegn
seljanda vændis þó hann selji sig
af „fúsum og frjálsum vilja,““ segir
Heiða og tekur fram að hún setji
þessi orð alltaf í gæsalappir í þessu
samhengi. „Sumir vilja meina að
verið sé að táldraga kaupendur
þegar vændi er auglýst en það hlýt-
ur þá að vera merki um að þeir hafi
ekki sjálfstæðan vilja. En þegar um
er að ræða mansal þá er nauðsyn-
legt að þolandi geti leitað til lög-
reglunnar og sýnt fullt samstarf án
þess að eiga á hættu að vera sjálfur
kærður. Það er mikilvægt að hafa
þetta svona til að hægt sé að ná tök-
um á mansali og upplýsa um það,“
segir hún.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Heiða Björk Vignisdóttir lögfræðingur rannsakaði skipulagða brotastarfsemi á Íslandi og tengsl hennar við vændi og mansal í
meistaraverkefni sínu í lögfræði við HR. Mynd/Hari
Hvað er
Mansal er þegar fólk
er tekið úr sínu sam-
félagi og hagnýtt af
manseljendum með því
að beita blekkingum
og/eða einhvers konar
þvingunum til að
lokka það til sín og
stjórna því. Mansal og
vændi eru fylgifiskar
skipulagðrar brota-
starfsemi.
mansal
?
Um þúsund
erlendar
konur komu
til Íslands
til dansa á
nektardans-
stöðunum í
kringum alda-
mótin.
16 fréttaviðtal Helgin 14.-16. nóvember 2014