Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 20
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bæklingum og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?
„Líknardauði
hefur þótt vera
eitthvað sem til-
heyri almættinu
en munurinn á
fóstureyðingu
og líknardauða
er sá að fóstrin
hafa ekkert um
málið að segja
á meðan líknar-
dauði er ekki
framkvæmdur
nema með sam-
þykki sjúklings.“
Lýður Árnason.
Í
síðustu viku endaði 29 ára
gömul kona, Brittany Mayn-
ard frá Bandaríkjunum, líf
sitt eftir að hafa greinst með
ólæknandi heilaæxli. Hún
ákvað „að deyja með reisn“, í stað
þess að ganga í gegnum erfiða með-
ferð sem myndi ekki bjarga lífi henn-
ar. Brittany endaði líf sitt með aðstoð
lækna í faðmi fjölskyldunnar á heim-
ili sínu í Portland, Oregon, en það er
eitt þeirra fimm fylkja í Bandaríkj-
unum sem leyfa líknardráp.
Í sömu viku var breskri móður
leyft að enda líf 12 ára gamallar
dóttur sinnar, Nancy Fitzmaurice,
með aðstoð lækna. Dótturinni,
sem gat hvorki gengið, talað, séð,
borðað né drukkið, hafði verið spáð
lífi til fjögurra ára aldurs en tólf
ára gömul var hún með þroska á
við 6 mánaða. Síðustu tvö árin hafi
hún lifað við „óbærilegan sársauka
og þjáningu“ vegna vandamála og
sýkinga eftir uppskurð.
Fordæmismál í Bretlandi
Líknardráp er leyfilegt í fimm ríkj-
um Bandaríkjanna og í Bretlandi,
Sviss, Belgíu og Hollandi. Sem
dæmi má taka að í Hollandi deyja
um 140.000 manns á ári og um 2.8%
fá að deyja með aðstoð læknis. 80%
þeirra eru krabbameinssjúklingar.
Líknardráp er einungis framkvæmt
að ósk deyjandi sjúklings sem líður
óbærilegar kvalir og á enga von um
bata, en einmitt þess vegna er mál
hinnar 12 ára Nancy Fitzmaurice
sérstaklega umdeilt þar sem hún
ákvað ekki sjálf að deyja, líkt og í
tilfelli Brittany Maynard, heldur
var það móðir hennar sem tók
ákvörðunina. Málið er fordæmis-
mál en hingað til hafa sjúklingar
þurft að vera dauðvona eða verið
bundnir við öndunarvél til að geta
fengið aðstoð við líknardauða.
Meirihluti lækna á Íslandi á
móti líknardrápi
Læknafélag Íslands hefur ekki
tekið opinbera afstöðu með eða á
móti líknardrápi en Jón Snædal,
öldrunarlæknir og formaður siða-
ráðs lækna, lýsti því yfir á málþingi
um efnið i vor að hann teldi að góð
líknarmeðferð, mannsæmandi með-
ferð við lífslok, væri það sem stefna
ætti að.
Salvör Nordal, forstöðumaður
Siðfræðistofnunar, telur ekki
nauðsynlegt að Læknafélagið taki
afstöðu en segir þó vera mikilvægt
að tala um málefnið. „Þetta hefur
komið til tals og menn eru alltaf að
fylgjast með því sem gerist annars-
staðar og reynslu þeirra þjóða sem
hafa leyft beint líknardráp. Hér var
gerð skoðanakönnun meðal lækna
fyrir allmörgum árum síðan og þar
kom mjög skýrt fram að íslenskir
læknar eru á móti lögleiðingu líkn-
ardráps og mér skilst að það sama
sé uppá teningnum hjá Alþjóðasam-
tökum lækna þar sem meirihlutinn
hefur verið á móti.“
Talsmaður líknarmeðferða
Salvör er sammála Jóni Snædal í
því að mikilvægt sé að bjóða upp
á góðar líknarmeðferðir. „Það
skiptir mjög miklu máli hvernig er
hlúð að þeim sem eru deyjandi og
að góðar líknarmeðferðir bjóðist.
Rannskóknir hafa sýnt að gæði
líknarmeðferðar hefur áhrif á það
hvort fólk vilji flýta dauða eða ekki.
Ég hef verið talsmaður þess að
við förum mjög varlega í að leyfa
líknardráp því ég held að það gæti
haft mikil áhrif á heilbrigðisþjón-
ustuna og haft í för með sér ýmsar
ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Ég hef
ekki orðið vör við aukinn áhuga hér
á landi á lögleiðingu líknardráps
og ég tel að við eigum frekar að
einbeita okkur að því að hlúa betur
að því fólki sem er veikt og að geta
boðið þeim upp á góða líknandi
meðferð.“
Margir vilja enda líf sitt
Lýður Árnason læknir er fylgjandi
líknardrápi. Hann var meðlimur í
stjórnlagaráði þar sem málið var
tekið til umræðu á sínum tíma.
„Þetta fór aldrei inn í sjálft plagg-
ið. Þetta er svo erfitt og ofboðslega
umdeilt mál sem fólk á almennt
erfitt með að taka afstöðu til.
Mörgum þykir það ekki vera sið-
legt að grípa inn í náttúrulegt ferli
og flýta fyrir dauða. Þetta er byggt
á svipuðum rökum og andstæðing-
ar fóstureyðinga byggðu á, á sínum
tíma. Líknardauði hefur þótt vera
eitthvað sem tilheyri almættinu en
munurinn á fóstureyðingu og líkn-
ardauða er sá að fóstrin hafa ekkert
um málið að segja á meðan líknar-
dauði er ekki framkvæmdur nema
með samþykki sjúklings. Af hverju
ættum við ekki að virða það rétt
eins og aðrar óskir. Það yrðu auðvi-
tað að vera mjög strangir verkferlar
til staðar, sem ættu að koma í veg
fyrir hverskyns vandamál sem upp
gætu komið.“
Lýður segist margoft hafa upp-
lifað það í sínu starfi sem læknir að
fólk vilji enda líf sitt. Stundum sé
það ótímabært en í öðrum tilfellum
sé fólk satt lífdaga, mikið veikt og
lifi við miklar líkamlegar þjáningar.
„Þetta er auðvitað mjög margslung-
ið að takast á við og í raun er ekkert
eitt rétt og annað rangt. En mín
afstaða er sú að þetta ætti að vera
kostur fyrir þá sem vilja það.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
lÍknardráp
Eigum að
hlúa vel að
dauðvona
fólki
Líknardráp hefur verið mikið til umræðu í breskum og
bandarískum fjölmiðlum síðustu daga. Líknardráp er
leyft í Bandaríkjunum, Bretlandi, Sviss, Belgíu og Hol-
landi. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar,
segist ekki vera talsmaður líknardráps heldur sé hún
sammála stærstum hluta íslensku læknastéttarinnar um
að líknandi meðferð sé almennt betri kostur.
Lýð Árnasyni lækni
finnst að líknardauði
ætti að vera kostur fyrir
þá sem þess óska.
Salvör Nordal, heimspekiprófessor og
forstöðumaður Siðfræðistofnunar, vill
fara varlega í það að leyfa líknardráp.
Hún segir mikilvægara að geta boðið
dauðvona fólki upp á mannsæmandi
meðferð.
Móðir Nancy Fitzmaurice
hefur fengið mikla samúð í
breskum fjölmiðlum.
Mál Brittany Maynard vakti mikla
athygli en hún ákvað að binda enda á líf
sitt þann 1. nóvember síðastliðinn.
Á Íslandi er leyft að meðferð sé hætt eða þá að meðferð sé
ekki hafin hjá einstaklingum sem
eru dauðvona, en líknardráp er
ekki leyft.
Það sem átt er við með líknar-
drápi er að við lífslok fái deyjandi
einstaklingur læknisfræðilega
aðstoð við sjálfsvíg óski hann
þess. Þetta er til dæmis gert með
því að læknir gefur sjúklingnum
lyf sem hann tekur til að stytta
sér aldur. Helstu rökin gegn þessu
eru að það sé ekki hægt að ætlast
til að manneskja deyði aðra,
það stríði gegn hugmyndum um
lækningu og svo þau trúarlegu
rök að lífið sé ávallt heilagt. Rökin
með eru fyrst og fremst þau að
það sé réttur einstaklingsins að
ákveða líf og dauða og að það sé
mannúðlegt að deyða einstakling
sem líður óbærilegar kvalir og
bíður þess eins að deyja.
20 fréttaskýring Helgin 14.-16. nóvember 2014