Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 38
Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja
K
raftaverk
Skafkorti›
Þú skefur gylltu
himnuna af þeim
löndum sem þú
hefur heimsótt og
útbýrð þannig
persónulegt
heimskort.
82 X 58 cm • Kr. 2.990
Sársauki barnæskunnar fylgir Reyni Traustasyni eins
og fram kemur í upphafi bókar hans, Afhjúpun, sem
væntanleg er á næstunni. Pabbi hans var aðeins til staðar
fyrstu mánuðina. Hann var erfiður sem unglingur, skap-
stór, í stöðugri uppreisn og byrjaði snemma að drekka.
F yrstu minningar mínar eru frá Deildartungu þar sem móðir mín var kaupakona.
Við Vala frænka vorum úti á túni.
Ég vissi
snemma að þetta var ekki hefð-
bundið fjölskyldumynstur. Pabbinn
var aðeins til staðar fyrstu mán-
uðina en svo hvarf hann. En afi og
amma voru alltaf skammt undan.
Þau voru tilbúin til þess að taka
við mér þegar á þurfti að halda. Í
þeirra augum var ég glókollur þótt
einhverjir aðrir litu á mig sem svart-
höfða.
Ég var f imm ára þegar við
mamma fluttum til Flateyrar. Hún
var komin í samband við góðan
mann sem hafði ættleitt mig. Við
sigldum vestur með strandferða-
skipi. Skyndilega var ég kominn
á stað þar sem sjórinn skipti öllu.
Þar var lífsbjörgin. Ég kunni illa
við sjóinn. Og svo kunni ég illa við
staðinn. Strax annan daginn lenti
sveitadrengurinn í útistöðum við
þorpspiltana sem höfðu hann undir.
Einn settist á andlit mitt. Hann var
hlandblautur.
Það var orðrómur um það í pláss-
inu að ég væri Kanabarn. Ástæðan
var sú að ég hafði lært nokkra frasa
á ensku sem ég slengdi fram í tíma
og ótíma. How are you eða You are
crazy. Sögurnar mögnuðust og það
tók móður mína tíma að kveða þær
niður. Ég heyrði kvitt um þetta sjálfur.
Bekkjarbróðir minn spurði mig
í söngtíma hvernig mér fyndist að
vera lausaleiksbarn. Hann sagðist
hafa heyrt það frá föður sínum, for-
manni barnaverndarnefndar. Ekki
það að ég sætti slæmri meðferð.
Barnaverndarnefnd hafði, reglum
samkvæmt, fengið skýrslu um ætt-
leiðinguna og formaðurinn lak upp-
lýsingunum. Reiðin ólgaði innra
með mér. Ég var annars flokks.
Ég átti góða barnæsku. Foreldrar
mínir voru samhentir og það var
nóg að bíta og brenna. Sjálfur var
ég erfiður. Ég var skapstór og í
stöðugri uppreisn, þoldi ekki fyr-
irskipanir. Þetta ágerðist þegar
ég varð unglingur og byrjaði að
drekka og gerði nánast það sem
mér sýndist og var í raun óþolandi.
Þá fyrst reyndi á foreldra mína
sem tóku þó bernskubrekunum af
nokkru æðruleysi.
Seinna fór ég til fundar við blóð-
föður minn í Reykjavík. Ég hafði
starfað sem sjómaður um hríð og
var drukkinn. Ég hafði bankað
upp á og mér var strax vel tekið.
Ég krafðist þess að við færum í
sjómann. Svo ræddum við mál-
in. Ég komst að því að hann bjó
líka yfir harmi. Hann var tvíburi
sem kom undir í skyndikynnum í
miðju hjónabandi. Pabbinn skipti
sér aldrei af honum. Þeir hittust
aldrei.
Löngu seinna lágu leiðir og mín-
ar og þessa afa míns saman. Ég var
sjómaður á togara sem gerður var
út frá bæ á Norðurlandi. Hann var
leigubílstjóri á staðnum. Ég pantaði
leigubíl og ákvað að hefna fyrir tvær
kynslóðir lausaleiksbarna og kenna
honum lexíu. Bílstjórinn var gam-
all maður með alpahúfu. Við ókum
Barnið á
Búrfelli
áleiðis á flugvöllinn. Ég sat í aftur-
sætinu, dálítið drukkinn, og reif
kjaft. Ég setti út á aksturslagið og
var hinn leiðinlegasti. Það fauk í bíl-
stjórann sem sagði mér að þegja. En
ég færðist í aukana. Loksins snar-
hemlaði hann og skipaði mér að fara
út úr bílnum. Ég hallaði mér fram á
milli sætanna og spurði hvort hann
væri viss. Hann titraði af reiði og
sagði mér að hunskast út. Ég væri
fyllibytta. Ég brosti til hans.
„Þú ert afi minn, fíflið þitt.“
Bílstjóranum krossbrá. Ég út-
skýrði í fáum orðum hver ég væri
og hvernig hann hefði komið fram
við ættliðinn á milli okkar. Hann ók
rólega af stað. Við þögðum báðir og
fyrr en varði vorum við komnir að
flugstöðinni.
„Hvað kostar bíllinn?“ spurði ég.
Hann horfði á mig dapur á svip og
sagði svo lágum rómi:
„Þú skuldar mér ekkert.“
Drifkrafturinn sem hefur rekið
mig áfram var þörfin til að sanna
mig. Verkefni lífsins var að virkja
þessa orku. Hugsanlega er þetta
skýringin á því hvernig lífshlaup
mitt þróaðist. Ég var reiður ungur
maður.
Það var ekki fyrr en eftir að ég
eignaðist mína eigin fjölskyldu að
ég náði sátt við sjálfan mig og flesta
aðra. Faðir minn, sem ól mig upp,
dó ungur. Við höfðum á köflum átt
í útistöðum. Á dánarbeði hans náð-
um við loksins saman og við urðum
sáttir. Blóðböndin skiptu mig ekki
máli. En sársauki barnæskunnar
fylgdi mér.
Reynir 8 ára gamall við heyskap á Flateyri.
Á toppi Mont Blanc í fyrra með Pierre leiðsögumanni. Reynir og Jón Bjarki Magnússon hafa reynt margt saman.
Fréttaritarinn Reynir Traustason stóð vaktina árið 1990.
38 bækur Helgin 14.-16. nóvember 2014