Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 50
Metsölulisti
Eymundsson
Handbækur/Fræðibækur/Ævisögur.
Vika 45
1.
Guðrún Magnús-
dóttir hefur áður
gefið út hinar
vinsælu bækur,
Sokkaprjón,
Húfuprjón og
Vettlingaprjón.
Einfaldar og skýrar
uppskriftir að
treflum, krögum
og vefjum fyrir
börn og fullorðna.
Í bókinni eru
einnig gagnlegar leið-
beiningar, góð ráð og
kennsla bæði í prjóni
og hekli.
Treflaprjón
á toppnum!
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
É g vinn við það að mat-reiða texta úr Biblíunni og er þarna á heimavelli.
Ég veit að maður þarf að vera
skapandi og túlkandi í allri mat-
reiðslu, alveg sama hvernig hún
er,“ segir Svavar Alfreð Jóns-
son, sóknarprestur í Akureyrar-
kirkju, sem hefur sent frá sér
bókina Biblíumatur.
Fátt skemmtilegra en að
elda og borða
Í bókinni er að finna fjölmargar
forvitnilegar uppskriftir og
segir Svavar að hann hafi notið
vinnunnar mikið. „Þarna sam-
einast mörg af mínum helstu
áhugamálum. Ég þurfti að
grúska svolítið til að finna
þessar uppskriftir. Svo þurfti
ég að elda og bjóða fólki í mat
– ég geri fátt skemmtilegra en
að borða góðan mat með vinum
og ættingjum – og að skrifa og
taka myndir af öllum réttunum,
ég er áhugaljósmyndari. Síðast
en ekki síst hef ég mikið dálæti
á þessu merkilega ritsafni sem
Biblían er,“ segir Svavar en um
ár er síðan hann hóf undirbún-
ing bókarinnar með bókaútgáf-
unni Hólum.
Sleppti geitakjöti og úlf-
aldamjólk
Hvernig tók fjölskyldan í þetta
brölt á þér?
„Við hjónin erum mjög sam-
stíga í þessu og þetta féll bara
í góðan jarðveg hjá öllum fjöl-
skyldumeðlimum. Enda eru
þetta frekar heilsusamlegir rétt-
ir, ferskir og ljúffengir. Það er
ekki mikil fita í þessu og mjög
lítill hvítur sykur, þeir notuðu
bæði berjasaft og hunang sem
sætu.“
Þegar talað er um biblíumat
er vitaskuld ekki verið að ræða
uppskriftir úr Biblíunni. „En
þarna eru gamlar uppskriftir
sem hafa varðveist frá ritunar-
tíma Biblíunnar. Svo hafa menn
verið að leika sér með hráefni
sem vitað er að mikið var notað
á þessum tíma og á því svæði
sem þessir atburðir allir gerð-
ust,“ segir Svavar.
„Ég reyndi að sleppa hráefni
sem er illfáanlegt á Íslandi. Til
að mynda geitakjöti og úlfalda-
mjólk, ég veit ekki til þess að
Mjólkursamsalan hafi mikið
verið með hana. En þarna er
mikið af lambakjöti, kjöti af
fiðurfé og grænmeti og ávextir.
Það er lítið salt í þessum rétt-
um, þetta er heilsusamlegur og
hreinn matur. Og yfirleitt ekki
mjög flókin matreiðsla.“
Fiskurinn var erfiðastur
Eru einhverjar uppskriftir í sér-
stöku uppáhaldi hjá þér?
„Þær eru svo margar góðar!
Ég hef verið að elda þessa rétti
á töluvert löngun tíma og er nú
byrjaður aftur að elda þá. Það
hefur reynst mjög gaman. Í gær
var ég til dæmis með kjúklinga-
bringur, steiktar og soðnar í
granateplasafa. Ég var í mest-
um vandræðum með fiskinn
þegar ég undirbjó bókina. Ég
þurfti að gera nokkuð margar
tilraunir til að finna rétta
fiskinn enda eru fiskitegundir
okkar nokkuð frábrugðnar
þeim sem þarna fundust.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Sameinaði áhugamálin við
það að elda biblíumat
Séra Svavar Alfreð Jónsson hefur meðfram störfum sínum í Akureyrarkirkju skrifað matreiðslu-
bókina „Biblíumatur“ sem nú er komin út. Við vinnuna sameinaði hann öll sín helstu áhugamál;
matargerð, skriftir, ljósmyndir og heilaga ritningu. Hann varð að laga uppskriftirnar að íslenskum
markaði enda er úlfaldamjólk til að mynda ekki algeng hér um slóðir.
Séra Svavar Alfreð Jónsson hefur sent frá sér bókina Biblíumatur. Í henni er að finna uppskriftir
að forvitnilegum réttum eins og Salatið hans Columella og Ísraelskt morgunverðarsalat.
Hunangsbakað lambakjöt
í myntusósu
1,8 kg lambakjöt í litlum bitum
12 bollar vatn
1 bolli fínsaxaður laukur
1 tsk hvítlaukspipar
1 bolli ólívuolía
2 bollar söxuð græn paprika
1 bolli hunang
1 bolli þurrt hvítvín eða mysa
2 msk sítrónusafi
1 tsk salt
2 bollar fersk mynta
¼ bolli sykur
½ bolli granateplasafi
Kúskús
Fersk mynta til skrauts
Hitið ofninn í 175 °C.
Sjóðið kjötið í vatninu þangað til það er
orðið meyrt. Hellið þá vatninu af því og
geymið kjötið. Steikið laukinn og hvítlauks-
piparinn í ólívuolíunni í stórri pönnu. Bætið
kjötinu og paprikunni út í og látið malla
við vægan hita í 20 mínútur. Ausið þá öllu
upp úr pönnunni í stórt eldfast fat. Hellið
hunangi, víni (mysu) og sítrónusafa yfir og
saltið létt. Bakið í 40 – 45 mínútur.
Setjið á meðan myntu, sykur, safa og vatn
í blandara og búið til mauk. Hellið því
yfir kjötið þegar 10 mínútur eru eftir af
bökunartímanum.
Berið fram á kúskúsbeði og skreytið með
myntu.
Uppskriftin er fyrir 6 – 8 manns.
matur
50 viðtal Helgin 14.-16. nóvember 2014