Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 18
Þ Því verður vart mótmælt að forsendubrestur hafi orðið hjá lántakendum húsnæðislána í kjölfar efnahagshrunsins þegar krónan féll svo skipti tugum prósenta og verðbólga fór úr böndunum með þeim afleiðingum að verð- tryggð lán hækkuðu langt umfram það sem lántakendur höfðu miðað við í forsendum lántöku. Hið sama átti við um þá sem tekið höfðu gengistryggð lán, þar sem fleiri viðvör- unarljós hefðu þó átt að loga. Gengistryggðu lánin hækkuðu gríðarlega við gengisfallið, með tilheyrandi örvæntingu lántakenda. Þegar tímar liðu fengu þeir þó leið- réttingu sinna mála – en ekki þeir sem héldu sig við vísitölu- bundnu húsnæðislánin. Þeir sættu sig illa við sinn hlut og kröfðust leiðréttingar. Krafa um skuldaleiðrétt- ingu varð því, og þurfti ekki að koma á óvart, meginmál í að- draganda alþingiskosninganna vorið 2013. Þar var Framsóknarflokkurinn einarðastur í afstöðu sinni til leiðréttingar vegna forsendubrests verðtryggðu lánanna. Til hans sópaðist fylgi eftir því sem nær dró kosningum. Niðurstaða kosninganna var afgerandi. Þáverandi stjórnarflokkar töpuðu miklu fylgi og meirihluta sínum. Í kjölfarið var mynduð samstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins undir forystu þess fyrrnefnda. Í stefnuyfirlýsingu flokkanna í maí í fyrra sagði að leiðarljós ríkisstjórnarinnar væri bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnu- lífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almennings. Þar sagði í kafla um heimilin: „Ríkisstjórnin mun með markvissum að- gerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er til kominn vegna hinnar ófyrirsján- legu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunn- viðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007-2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður að ræða almenna aðgerð óháð lántöku- tíma með áherslu á jafnræði.“ Niðurstaða verkefnisstjórnar um höfuð- stólsleiðréttingu var kynnt í vikunni og þar var með beinu og óbeinu framlagi ríkisins öll verðbólga umfram 4% á árunum 2008-2009 leiðrétt. Aðgerðin var umdeild þegar lagt var af stað í leiðangurinn og hún er það enn, nú þegar hún liggur fyrir. Hún á þó ekki að koma neinum á óvart. Framsóknarflokkurinn var kosinn út á loforð um þessa niðurfærslu skulda. Ríkisstjórnin var mynduð undir for- ystu formanns hans og höfuðstólsleiðrétting- in varð eitt meginverkefni ríkisstjórnarinnar. Fjölmargir töldu að fremur ætti að nýta fjármuni sem yrðu til, hvort heldur það kæmi frá þrotabúum föllnu bankanna eða með bættri stöðu ríkissjóðs, til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og létta þannig á vaxtabyrði hans. Fulltrúar stjórnarand- stöðunnar voru margir þeirrar skoðunar og eflaust ýmsir í hinum ríkisstjórnarflokknum, Sjálfstæðisflokknum. Það er enda fullgilt sjónarmið – en það á líka við um þá aðgerð að bæta stöðu heimilanna. Skuldir ríkisins og skuldir fólksins sem mynda ríkið eru enda um margt skyld fyrirbæri, eins og forsætis- ráðherra hefur bent á. Spurningin er því sú, miðað við svo viðamikla efnahagsaðgerð eins skuldaniður- færslan er, hvernig til hefur tekist. Kemur aðgerðin heimilunum til góða, fólkinu sem myndar þetta samfélag? Í stórum dráttum má svara því játandi, miðað við þær niðurstöður sem fyrir liggja. Fram hefur komið að um 75% af fjárhæð leiðréttingarinnar rennur til fólks með lágar- eða millitekjur – og af þeim 25% sem eftir standa fer lítið brot af niðurfell- ingunni til þeirra sem telja má hátekjufólk, að því er fram hefur komið hjá Tryggva Þór Her- bertssyni, en hann fór fyrir verkefnastjórn- inni um höfuðstólsleiðréttinguna. Fjögurra milljóna króna þak á niðurfellingu kemur að auki í veg fyrir að hærri upphæðir en það renni til einstakra aðila. Dreifing fjármun- anna er því eftir atvikum ásættanleg. Fráleitt er að þessi aðgerð leysi allra vanda og vissulega stendur samfélag okkar frammi fyrir mörgum óleystum en alvarlegum mál- um – en segja má að leiðréttingin sé ákveðinn endapunktur þessa hatramma deilumáls. Höfuðstólsleiðréttingin Ákveðinn endapunktur Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Helgin 14.-16. nóvember 2014 www.sagamedica.is Sama góða varan í nýjum umbúðum E N N E M M / S IA • N M 6 49 16 Ég nota SagaPro Margrét Ólöf Sveinbjörnsdóttir, bankastarfsmaður „Finn virkilega mikinn mun!“ 18 viðhorf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.