Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 74
74 bækur
RitdómuR LóaboRatoRíum
Arnaldur
langsöluhæstur
Landsmenn hafa tekið nýrri bók Arnaldar Indriða-
sonar fagnandi, venju samkvæmt. Kamp Knox er í
efsta sæti metsölulista Eymundsson og í öðru sæti
listans situr kiljuútgáfa hennar, sem aðeins er seld í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.
Treflaprjón Guðrúnar S. Magnúsdóttur fer beint í
þriðja sæti listans og lífleg vísnabók Egils Eðvarðs-
sonar, Ekki er á vísan að róa, situr í fjórða sætinu.
Í fimmta sæti er Orðbragð. Þar á eftir koma
þrjár spennandi barnabækur; Hjálp eftir Þorgrím
Þráinsson, Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar
Helgason og Vísindabók Villa 2.
Í níunda sæti er Hugrækt og hamingja eftir Önnu
Valdimarsdóttur og Náðarstund situr í tíunda sæti.
bóksaLa
RitdómuR ÖRæfi eftiR ófeig siguRðsson
a usturríski örnefnafræðingurinn Bernharður Fingurbjörg skríður kalinn með ljótan holdfúa í ofan-
verðu lærinu, inn í Þjónustumiðstöðina
í Skaftafelli eftir ævintýralega háskaför
um öræfin. Bernharður á erindi til Ís-
lands af margvíslegum ástæðum, bæði
faglegum og persónulegum, en í upphafi
frásagnarinnar hefur hann lent í ýmsum
hrakningum og m.a. verið illa bitinn af
villifé.
Héraðsdýralæknirinn dr. Lassi (sem
er kvenkyns) sér að við svo búið má ekki
standa, aflimar manninn með frumstæð-
um aðferðum, og hefst svo handa við að
skrifa skýrslu sem verður efnismeiri en
hún hugði í fyrstu. Saga Bernharðs leiðir
lesendur um ýmis öngstræti íslenskrar
sögu, náttúru og menningar og er bæði
raunsæisleg og töfrum slungin.
Til grundvallar Öræfum Ófeigs Sig-
urðssonar liggur mikil heimildarvinna,
lestur á ferðabókum, annálum, árbókum
og héraðslýsingum, auk yngri heim-
ilda. Margt kannast lesendur við, en að
hætti skálda, þá leikur Ófeigur sér að því
að snúa örlítið upp á sögurnar, bæta við
og draga úr eftir smag og behag, enda
ekkert skemmtilegra en þegar sögur
eru sagðar af sögum, eins og ítrekað er
þegar frásögnin er römmuð inn: „ ... sagði
Snorra-Edda í koffortinu, segir Bern-
harður, túlkar Túlka, skrifar dr. Lassi
í skýrsluna, skrifaði Bernharður mér í
bréfi vorið 2003“ (80).
Öræfi er bæði skrítin og skemmtileg
bók og hún er sérkennilega vel stíluð.
Sagan kveikir svo mikla innvortis kátínu
að ekki er mælt með því að lesendur reyni
að setja ofan í sig vökva eða nokkurs
konar næringu meðan á lestri stendur,
því búast má við töluverðu flissi og frussi
og slíkt býður bara upp á subbuskap.
Þótt skemmtunin af Öræfum sé mikil,
þá hefur sagan grafalvarlegan undirtón.
Villiféð sem bítur Bernharð í upphafi er
t.a.m. tákn fyrir hina óhömdu og „hættu-
legu“ náttúru sem nú á dögum er svo
oft kæfð og kramin. Ást og virðing fyrir
landinu – hinu upprunalega og óspillta –
er áberandi í sögunni og kjarnast í Öræf-
unum og Öræfingum, enda sögðu Eggert
og Bjarni að þeir væru „fullkomnustu
mennirnir á Íslandi, hógværir, hljóð-
látir, hæglátir, minnst mengaðir og tala
hreinasta og fullkomnasta málið vegna
einangrunar“ (226-227).
Dr. Lassi segir snemma í sögunni að
bækur séu allt of einsleitar nú á dögum
og hana dreymir um að skrifa bók um
allt. (43) Einhvers konar altæka skýrslu
um einstaklinginn og heiminn. Ekki skal
gengið svo langt hér að segja að Öræfi
eftir Ófeig Sigurðsson sé bók um allt, en
hún er um ansi margt. Og eins og Öræf-
ingar að mati þeirra Eggerts og Bjarna,
þá nálgast hún fullkomnun.
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Skrítin bók og skemmtileg
Út er komin Skálmöld, fjórða bókin í Sturlungabálki Einars Kárasonar en jafnframt sú
fyrsta. Í bókinni er lýst aðdraganda þess að út braust borgarastyrjöld á Íslandi svo að
eldar loguðu og blóðið flaut. Þarna segir af glæsimenninu Sturlu Sighvatssyni sem er
metnaðargjarn og sjálfsöruggur höfðingja-
sonur sem ætlar sér sífellt meiri völd. Aðrir
höfðingjar standa í vegi hans og neita að
bugta sig; eftir langvinnar erjur og svik lýstur
fjölmennum fylkingum saman á Örlygsstöð-
um. Í grimmilegum bardaga falla hetjur í
valinn, öldungar og unglingar, og eftir á er
margs að hefna.
Einar hefur áður gert stóratburðum 13.
aldar skil í Óvinafagnaði, Ofsa og Skáldi.
Ofsi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin
og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs.
Einar fer aftur til fortíðar
Fjölmiðlakonan Sigríður Arnardóttir, Sirrý, hefur sent
frá sér sína aðra barnabók, Tröllastrákurinn eignast
vini. Fyrri bók hennar um sama efni naut talsverðra
vinsælda.
Í bókinni segir af tröllastráknum Vaka sem leiðist
stundum að eiga enga vini. En dag nokkurn breytist
það þegar hann kynnist Sögu sem er mannabarn.
Hann hjálpar henni við að byggja kofa og þar
þarf ýmislegt að gera: teikna, mæla, saga og
negla. Það eru ekki allir jafn hrifnir af þessum
tápmikla tröllastrák en Saga á gott ráð við því!
Tröllastrákurinn eignast vini er 30 blaðsíður
að lengd og hana prýða myndir Freydísar Krist-
jánsdóttur. Bókinni fylgir geisladiskur með lestri
Kristjáns Franklíns Magnús leikara á sögunni.
Önnur barnabók frá Sirrý
t eikningar Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur fegra sjaldn-ast raunveruleikann. Þvert á móti gerir Lóa góð-
látlegt gys að daglegum vandamálum okkar misgæfu-
legra mannskepnanna og fátt fær sloppið undan hennar
smásjá.
Skemmtilegast verður grínið þegar lesandi þekkir
sjálfan sig í því (og það er ósjaldan). Sem dæmi má nefna
dagatal, þar sem endurtekningin spilar stóra rullu: / Í
janúar: „Hverjum datt í hug að láta mig fá kreditkort?“
/ júlí: „Ísland er snilld, svefn er ofmetinn“ / október:
„Gemmér bland í poka fyrir átta þúsund. Já, ég er á nátt-
fötum útí búð.“ Og áfram gengur lúppan, tvisvar í henni
er að finna setninguna: „Af hverju búum við á þessu
skeri?“
Líka bregður fyrir kunnuglegum persónum, eins og
Fjölskylduboða-Stasi, sem telur ofan í fólk í veislum
(„þriðja ferðin, tólfta pönnukakan“), Vinnustaðaalkanum
sem „kemst bara ekki í dag“ vegna þess að hann hefur
nælt sér í einhverja gubbupest, Hollustufasistanum sem
vill ekki leyfa kökum að vera kökur í friði og Fjórum
tegundum karldýra í Vesturbæjarlauginni, svo aðeins fátt
sé nefnt af skemmtilegheitum í Lóaboratoríum.
Teikningar Lóu Hlínar bera sterk höfundareinkenni
og þær eru vísast ekki fyrir teprur. Naktir skrokkarnir,
gamlir, feitir og loðnir (hjálp!). Illa tennt fólk, ófríð börn,
vindgangur og viðbjóðslegir líkamsvessar fá gott og
verðskuldað pláss í bókinni. Í myndum Lóu er sagður
„óþægilegur sannleikur“ eins og ekkert sé sjálfsagðara,
oft ýktur og gróteskur. Þar sem sýnt er frá veröld barna
liggur móðirin iðulega sofandi áfengissvefni með flösku
í hendi... eða dansar um dauðadrukkin á meðan börnin
hafa ofan af fyrir sér sjálf.
Einhver gæti freistast til þess að bera höfundarverk
Lóu Hlínar saman við verk annars teiknara sem sérhæft
hefur sig í „ósmekklegu“ gríni, Hugleiks Dagssonar, og
víst má finna snertiflöt. Húmor Lóu er þó ekki nándar
nærri eins svartur og Hugleiks og sem teiknarar eru þau
mjög ólík. Teikningar Lóu fylla oftast vel út í myndflöt-
inn, þær skarta skemmtilegum smáatriðum og texti er
óspart notaður til myndlýsinga.
Rannsóknir Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur á mannlegri
hegðun eru alltaf áhugaverðar og oftast bráðfyndnar.
Fólk er hvorki tiltakanlega fallegt né gott – og það er
voða lítið hamingjusamt. Þrátt fyrir þetta skynjar lesandi
að teiknaranum þykir vænt um þessi afkvæmi sín og það
sem skiptir miklu máli – lesandanum þykir það líka.
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Áfengisdauðar mæður og annað gott
Öræfi
Ófeigur Sigurðsson
Mál og menning 2014, 342 síður
Lóaboratoríum
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Ókeibæ 2014
Helgin 14.-16. nóvember 2014
Ófeigur Sigurðsson.
Saga Bern-
harðs leiðir
lesendur
um ýmis
öngstræti
íslenskrar
sögu, náttúru
og menning-
ar og er bæði
raunsæisleg
og töfrum
slungin.
Lóa Hlín Hjálmtýs-
dóttir.
15396 Sirry_U og kápa á númeri
TVEIR HRAFNAR
listhús, Art Gallery
Baldursgata 12 101 Reykjavík
+354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885
art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is
Opnunartímar
12:00-17:00 fimmtudaga til föstudaga
13:00-16:00 laugardaga
og eftir samkomulagi
8. nóvember - 29. nóvember
JÓN ÓSKAR