Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 4
www.siggaogtimo.is
Demantshringur 0.70ct
Verð 680.000.-
175 milljónir til félagasamtaka
175
milljónir
til félagasamtaka
á undanförum 7 árum
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Orkus-
tofnun, Ferðamálastofa, Einkaley-
fastofa og Samkeppniseftirlitið
Það er auð-
vitað leiðin-
legt þegar
svona á sér
stað í litlum
bæ.
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Strekkingur, en þó hægari a-vindur
og rigning hér og þar.
höfuðborgarSvæðið: Að mestu
þurrt en skýjAð.
Meiri væta, einkuM a- og na-landS.
ÁfraM Milt.
höfuðborgarSvæðið: rigning um
morgunin en síðAn þurrt.
bjartara yfir og að MeStu þurrt.
hægt kólnandi í bili.
höfuðborgarSvæðið: þurrt og sést
jAfnvel til sólAr.
Mikið rignir austanlands
oft heyrir maður norðmenn sem búa
nærri Bergen kvarta sáran undan
sífelldum rigningum þar um slóðir. en
aldrei heyrist múkk frá Austfirðingum
þó þar rigni svo dögum skiptir. einn
þurr dagur í nóvember og flesta hina
hefur rignt mikið og svo
verður um sinn. Hlýtt
áfram um helgina, en
um leið og lág vetrar-
sólin gæti sýnt sig
vestanlans á sunnudag
kólnar fyrir norðan og
frystir sums staðar.
8
5 6
5
7
8
6 4 4
7
4
2 0
2
3
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
1,4 milljarðar
ríkissjóður endurgreiðir 1,4 milljarða á
þessu ári vegna kvikmyndaframleiðslu
og hefur þessi upphæð aldrei verið
hærri. kvikmyndaiðnaður á íslandi
veltir því rúmum sjö milljörðum á
þessu ári. langstærstur hluti þeirrar
upphæðar er tilkominn vegna erlendra
kvikmyndaverkefna.
100 milljónir
Hofgarðar hafa keypt 800 þúsund
hluti í marel á 123 krónur á hlut.
nemur kaupverðið því 98,4 millj-
ónum króna. þetta kemur fram í
tilkynningu frá félaginu til kaup-
hallarinnar. Hofgarðar eru
í eigu Helga magnús-
sonar, stjórnarmanns
í marel.
Sigmundur í
átaki
sigmundur
Davíð gunn-
laugsson for-
sætisráðherra
æfir nú af
miklum móð í Crossfit Reykjavík undir
stjórn Biggest loser þjálfarans everts
víglundssonar. sigmundur ku vera ansi
öflugur á róðravélinni.
Adolf í útvarpsrekstur
Adolf ingi erlingsson, íþróttafrétta-
maðurinn þjóðkunni, hefur stofnað
einkahlutafélagið radio iceland fm.
þetta kemur fram í lögbirtingablaðinu.
Adolf segir að verkefnið sé á frum-
stigi og kýs að tjá sig ekki um hvað
sé í vændum á þessu stigi málsins.
Hann segir þó að gangi
fyrirætlanir hans eftir
muni draga til tíðinda
á íslenskum útvarps-
markaði á næstu miss-
erum. Adolf inga var
sagt upp störfum hjá
ríkisútvarpinu seint
í nóvember á
síðasta ári
eftir að hafa
starfað á
íþrótta-
deild frá
því um
haustið
1992.
vikan sem var
fimm stofnanir sem heyra undir iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytið vörðu rúmlega 175
milljónum króna í greiðslur til félagasam-
taka sem þær tilheyra á undanförnum sjö
árum. stofnanirnar eru nýsköpunarmið-
stöð íslands, orkustofnun, ferðamálastofa,
einkaleyfastofa og samkeppniseftirlitið.
þetta kom fram í svari ragnheiðar elínar
Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra
við fyrirspurn frá Birgittu jónsdóttur þing-
manni Pírata.
F jórir eru í haldi lögreglunnar á Akureyri vegna gruns um að hafa kveikt í bifreið fulltrúa sýslumanns-
ins á Akureyri aðfararnótt síðastliðins
miðvikudags og reynt að brjótast inn
til hans með ógnandi tilburðum. Sér-
sveitarmenn ríkislögreglustjóra vakta
hús mannsins sem er við Grundargerði
í Brekkuhverfi. Kveikt var í bílnum með
bensínsprengju og óttast einhverjir ná-
grannar um öryggi sitt. „Það er auðvitað
leiðinlegt þegar svona á sér stað í litlum
bæ,“ segir íbúi við Grundargerði.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur
tekið yfir rannsókn málsins þar sem lög-
reglumenn á Akureyri lýstu sig vanhæfa
vegna tengsla við fulltrúa sýslumannsins.
Lögregluyfirvöld líta árásirnar gríðarlega
alvarlegum augum en þær eru taldar vera
eins konar hefndaraðgerðir en fulltrúi
sýslumannsins hefur komið að málum
gegn þeim.
Tveir karlmenn voru handteknir að
morgni miðvikudags vegna málsins og
farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir
þeim. Á miðvikudagskvöldið voru tveir til
viðbótar handteknir. Allir hafa þeir áður
komið við sögu lögreglu og innan dóms-
kerfisins er til meðferðar manndráps-
kæra á hendur einum mannanna vegna
hættulegrar líkamsárásar með hnífi fyrir
tveimur árum.
Akureyri vikublað greinir frá því að það
hafi verið um klukkan hálf fimm aðfarar-
nótt miðvikudags sem bensínsprengju,
svokölluðum Molotov-kokteil, hafi verið
kastað að bifreið fulltrúa sýslumanns.
Tilviljum réði því að lögreglumenn á vakt
urðu eldsins fljótt varir og kölluðu til
slökkvilið sem slökkti eldinn greiðlega.
Vikudagur á Akureyri hefur eftir nágrönn-
um í Brekkuhverfinu að sumir þeirra hafi
vopnast af ótta við frekari ódæðisverk í
hverfinu.
Mennirnir tveir sem voru handteknir
um morguninn voru í annarlegu ástandi
við handtöku og gátu yfirheyrslur því ekki
hafist fyrr en síðdegis í gær. Grunur lék þá
á að þeir ættu sér vitorðsmenn.
erla hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
lögreglumál grunur leikur á að árás á akureyri sé eins konar heFnd
Fjórir í haldi vegna árásar
með bensínsprengju
fjórir eru í haldi lögreglunnar á Akureyri vegna rannsóknar á molotov-málinu svokallaða. þeir
eru grunaðir um að hafa tekið þátt í að kasta bensínsprengju að bíl fulltrúa sýslumanns og
reyna að brjótast inn til hans. lögreglan lítur málið alvarlegum augum, árásin er talin eins konar
hefndaraðgerð en fulltrúi sýslumanns tengist málum sem hafa verið til meðferðar gegn mönnunum.
lögreglan á Akureyri handtók tvo menn að morgni miðvikudags og aðra tvo um kvöldið vegna gruns um aðild að molotov-mál-
inu, eins og það hefur verið kallað. Ljósmynd/Hari
4 fréttir Helgin 14.-16. nóvember 2014