Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 56
56 bílar
ReynsluakstuR FoRd kuga
Helgin 14.-16. nóvember 2014
F ord Kuga sameinar það að vera nógu hagnýtur fyrir hús-móðurina en nógu töff fyrir húsföðurinn. Og öfugt. Sem hús-móðir eru stórinnkaupin þá hluti af vikulegri rútínu. Að þeim
loknum geng ég út með þunga innkaupapoka í báðum höndum og
dóttir mín heldur í litla putta á mér meðan við löbbum að bílnum.
Síðan legg ég pokana frá mér á götuna, leita að bíllyklunum og festi
barnið í bílstólinn áður en ég sæki pokana. Á Ford Kuga er þetta
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
ÞÚ
Þ
AR
FT
B
AR
A A
Ð SKANNA QR KÓÐANN
TIL AÐ FÁ NÝJASTA BÆKLING
INN
Í S
ÍM
AN
N
ÞI
NN
SNJALLÚR
Mest selda snjallúr í heimi er
nú loksins
fáanlegt á Íslandi. Pebble úrið
er með
baklýstum LED 1.26” e-paper
skjá,
BT 4.0 og allt að 7 daga rafhl
öðu :)
19.900
NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI
4BLS
Train Smarter with
the Kinetic inRide
and inRide App.
Learn more about power training at: kurtkinetic.com/inride
KRÍA HJÓL - GRANDAGARÐUR 7 - 101 REYKJAVÍK s.5349164 INFO@KRIAHJOL.IS
KINETIC ROAD MACHINE
+ inRIDE WATT METER
Smart-phone* based
costing hundreds more.
Kinetic2015_inRide_100x100.indd 2 10/22/14 1:10 PM
* Works with Apple™ iOS devices with Bluetooth Smart®
Ford Kuga Titanium
Vél
2,0 TDCi
140 hestöfl
6,7 l/100 km í blönduðum akstri
159 CO2 g/km
Veghæð
19, cm
Lengd
4524 mm
Breidd
1838
Farangursrými
456 til 1653 lítrar
Verð frá
5.790.000 kr
Snjalljeppi fyrir fjölskylduna
Snjalljeppinn Ford Kuga er búinn fullkomnu tölvukerfi sem tengist meðal annars snjallsímum og notast við raddstýringu.
Með lyklalausu aðgengi og rafdrifnum afturhlera með skynjara er hægt að opna skottið með einfaldri fótahreyfingu þegar
maður er með hendur fullar. Upphituð framrúða er líka kostur sem flestir Íslendingar þrá yfir vetrartímann.
vesen ekki fyrir hendi. Með lykla-
lausu aðgengi og rafdrifinni aftur-
hurð með skynjara eru innkaupaferð-
ir leikur einn. Það þarf ekki meira
en að nálgast bílinn með lykilinn í
vasanum til að hann opnist, með því
að sveifla fætinum undir aftanverðan
bílinn lyftist afturhlerinn sjálfkrafa
og hægt er að henda innkaupapok-
unum beint inn, allt án þess að sleppa
taki á barninu á bílastæðinu. Einföld
fótahreyfing dugar síðan til að hler-
inn sígur og afturdyrnar lokast á ný.
Þetta gagnast húsfeðrum vitanlega
ekki síður. Ég verð að viðurkenna að
þetta var það sem heillaði mig mest.
Svo og upphitaða framrúðan. Satt að
segja hefur upphituð framrúða verið
draumur minn til fjölda ára.
Bíllinn er allur hinn glæsilegasti,
hann er afar stílhreinn og hægt að
sitja þar stoltur við stýri, hvort sem
það er á Laugaveginum eða á þjóð-
vegum landsins. Raunar er þetta í
fyrsta skipti sem dóttir mín lýsir yfir
frati á því að ég þurfi að skila reynslu-
akstursbíl og hún hefur marga fjör-
una sopið í þessum efnum.
Ford auglýsir nýjan Kuga sem
snjalljeppa og meðal þess sem í því
felst er að hann er með tölvustýrt
fjórhjóladrif sem lagar sig að undir-
lagi og ástandi vega. Þá er samskipta-
kerfið Ford SYNC staðalbúnaður
sem hægt er að tengja símann við.
Þá er hægt að nota raddstýringu til
að hringja og jafnvel biðja um óska-
lög af lagalistanum. Það er einnig
heldur magnað að þetta kerfi tengist
símanum og hringir sjálfkrafa í 112
þegar árekstur verður, en ökumaður
hefur þá 10 sekúndur til að hætta
við símtal, og símtalinu til 112 fylgir
vitanlega staðsetning bílsins.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Ford Kuga er rennilegur á að
líta, stílhreinn og kraftmikill.
Skottið er rúmbetra en áður
og rafdrifinn afturhleri með
skynjara gerir gæfumuninn
þegar fylla á skottið.
Mynd/Hari
Farangursrýmið er enn
stærra en áður
Samskiptakerfið Ford SYNC tengist
meðal annars snjallsímum en það hringir
sjálfkrafa í 112 þegar bíllinn lendir í
árekstri.
...og hægt að sitja
þar stoltur við stýri,
hvort sem það er á
Laugaveginum eða á
þjóðvegum landsins.