Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 82
Söngkonan Hera Hjartardóttir var
áberandi í íslensku tónlistarlífi fyrir
tæpum 10 árum og gaf út 3 plötur
með stuttu millibili. Hún hefur verið
búsett meira og minna allt sitt líf á
Nýja Sjálandi og hefur ekki heimsótt
Ísland í 4 ár.
„Ég er með vin minn með mér sem
heitir Jed og erum við búin að vera
að spila og semja tónlist saman und-
anfarin tvö ár,“ segir Hera. „Hann
var í hljómsveit sem hét House of
Mountains sem spilaði mikið með
mér. Svo einn daginn sömdum við
lag saman og höfum verið að vinna
saman síðan.“
Hera og Jed spila á fimm tónleik-
um á Íslandi í þessari viku og er hún
búin að vera dugleg að kynna Jed
fyrir landi og þjóð.
„Hann er búinn að smakka hákarl
og fara í Bláa lónið og þetta helsta,“
segir Hera. „Prógrammið okkar er
byggt á lögum sem við höfum samið
saman, og líka okkar eigin lögum
sem við höfum aðlagað að okkur báð-
um. Hann spilar á trommur, gítar og
syngur og ég syng og spila á gítar og
þetta er mjög skemmtilegt samstarf.“
Með Heru og Jed í för eru kvik-
myndagerðarmenn frá Los Angeles
sem eru að mynda allt ferðalagið
þeirra og segir Hera ætlunina að
gera tónlistarmyndband við eitt laga
þeirra.
Tónleikar Heru og Jed
um helgina.
Föstudagskvöld: Tryggvaskáli, Selfossi.
Laugardagsköld: Oddakirkja, Rangárvöllum.
Sunnudagskvöld: Græni Hatturinn, Akureyri.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
TónlisT Tónleikaferð Heru á Íslandi
Líða vonandi ekki 4 ár í næstu heimsókn
Hera Hjartardóttir og Jed spila á fimm tónleikum á Íslandi í þessari viku. Hún
búin að vera dugleg að kynna Jed fyrir landi og þjóð.
TónlisT Haraldur V. sVeinbjörnsson leikur með skálmöld
Harldur V. Sveinbjörnsson verður á flakki með Skálmöld fram í miðjan desember. Ljósmynd/Hari
Þarf að fjárfesta í leðri
Tónskáldið og tónlistarmaðurinn Haraldur V. Sveinbjörnsson heldur á næstu dögum til móts
við hljómsveitina Skálmöld sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu sem stendur í 7 vikur og mun
hann spila með sveitinni á seinnihluta ferðalagsins. Haraldur hefur unnið með og fyrir flesta
tónlistarmenn á Íslandi þó hann sé kannski ekki á allra vörum. Hann segir það gamlan draum
að ferðast og spila þungarokk og segist sáttur geta tekið þetta af takmarkalistanum.
G unnar Ben, hljómborðsleikari Skálmaldar, hafði samband við mig í byrjun árs þegar var verið
að teikna upp þennan túr. Ég var þá
nýbúinn að útsetja fyrir þá tónleikana
með Sinfóníuhljómsveitinni síðasta
vetur. Ég þurfti í rauninni ekki að hugsa
mig tvisvar um þar sem það hafði verið
draumur hjá mér síðan á unglingsárum
að ferðast um Evrópu í hljómsveitarrútu
og spila þungarokk,“ segir Haraldur V.
Sveinbjörnsson sem mun leysa Gunnar
af á seinni hluta ferðarinnar. Gunnar
verður að snúa heim sökum vinnu hjá
Listaháskólanum. „Það er svo bara
bónus að gera það með jafn góðri sveit
og Skálmöld er. Skemmtilegir drengir og
vel spilandi sveit.“
Haraldur heldur utan 22. nóvember og
verður á flakki fram í miðjan desember.
„Þetta eru 18 tónleikar á 21 degi sem er
ansi þétt prógram. Yfirleitt er þetta þann-
ig að það eru haldnir tónleikar í einni
borg og keyrt yfir nóttina. Svo maður
vaknar í nýrri borg daglega nánast.“
Eru þetta borgir sem þú hefur komið
til eða verða þetta nýjar heimsóknir?
„Ég hef ekki komið til einnar borgar
af þeim sem við förum til, sem er enn
skemmtilegra. Þetta er mikið í austari
hluta álfunnar sem er líka spennandi.“
Haraldur hefur unnið að hljómsveit-
arútsetningum fyrir mörg verkefni og
segir hann alltaf eitthvað vera á teikni-
borðinu. „Ég hef unnið með Skálmöld,
eins og áður sagði. Er nýbúinn með
The Wall tónleika Dúndurfrétta´ útsetti
nokkra passíusálma Megasar í vor og á
síðustu árum hef ég unnið með Páli Ósk-
ari, Sinfóníunni, Gunnari Þórðarsyni,
Björgvini Halldórs, ýmsum kórum og
sveitum á milli þess sem ég hef undan-
farin tvö ár spilað á bassa með hljóm-
sveitinni Buff. Þetta er allt saman ólíkt
en allt jafn skemmtilegt,“ segir Har-
aldur sem starfar einnig sem kennari í
Tónlistarskóla Kópavogs. Á næsta ári
stefnir Haraldur á að gefa út sína fyrstu
sólóplötu, sem hann hefur undirbúið í
10 ár. „Platan er tilbúin og hún kemur út
á fertugsafmælinu mínu í apríl. Ég ætla
að gefa mér það í afmælisgjöf,“ segir
Haraldur sem semur sitt eigið efni undir
nafninu Red Barnett.
Haraldur hefur undirbúið sig undan-
farnar vikur fyrir tónleikaferðalagið og
segist fullur tilhlökkunar. „Það verður
hressandi að mæta í hrútafýluna í
rútunni. Ég er búinn að læra partana og
bakraddirnar. Gunnar er klár tónlistar-
maður en ég er búinn að æfa mig vel og
er tilbúinn. Eina sem mig vantar eru
fleiri leðurföt. Annars verður líka örugg-
lega gott að komast heim í sitt eigið rúm
eftir þetta ferðalag og undirbúa jólin með
konu og börnum,“ segir Haraldur Svein-
björnsson tónlistarmaður.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Skálmöld og Sinfó
Páll Óskar og Sinfó
Páll Óskar og
Monika
Söngbók Gunnars
Þórðarsonar
Sinfóníuhljómsveit
Færeyja
Sigurður Flosason
og Sinfó
100 ára afmælis-
tónleikar Eimskipa
Fjallabræður
Helstu
verkefni
Haraldar
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Lau 3/1 kl. 13:00
Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Sun 4/1 kl. 13:00
Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 10/1 kl. 13:00
Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 11/1 kl. 13:00
Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 18/1 kl. 13:00
Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Lau 27/12 kl. 13:00
Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Sun 28/12 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Fim 20/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 20:00 26.k.
Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Fös 21/11 kl. 20:00 24.k. Lau 6/12 kl. 20:00
Sun 16/11 kl. 20:00 aukas. Lau 22/11 kl. 20:00 25.k. Sun 7/12 kl. 20:00
Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Sun 23/11 kl. 20:30 aukas. Lau 13/12 kl. 20:00
Mið 19/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 17:00 aukas.
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Gaukar (Nýja sviðið)
Fös 14/11 kl. 20:00 15.k. Lau 29/11 kl. 20:00 17.k.
Fim 20/11 kl. 20:00 16.k. Sun 30/11 kl. 20:00 18.k.
Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur
Hamlet litli (Litla sviðið)
Fös 14/11 kl. 10:00 Þri 18/11 kl. 10:00 Fös 21/11 kl. 10:00
Lau 15/11 kl. 17:00 2.k. Mið 19/11 kl. 10:00 Lau 22/11 kl. 16:30 AUKAS.
Sun 16/11 kl. 17:00 2 k. Fim 20/11 kl. 10:00 Sun 23/11 kl. 17:00 3.k.
-Táknmálstúlkuð
Táknmálstúlkuð sýning 23. nóv kl. 17
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fös 14/11 kl. 20:00 8.k. Sun 23/11 kl. 20:00 15.k. Sun 7/12 kl. 20:00 23.k.
Lau 15/11 kl. 20:00 9.k. Fim 27/11 kl. 20:00 16.k. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 16/11 kl. 20:00 10.k. Fös 28/11 kl. 19:00 17.k. Sun 14/12 kl. 20:00 aukas.
Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 19:00 18.k. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas.
Mið 19/11 kl. 20:00 11.k. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas.
Fim 20/11 kl. 20:00 12.k. Fim 4/12 kl. 20:00 20.k. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas.
Fös 21/11 kl. 20:00 13.k. Fös 5/12 kl. 20:00 21.k.
Lau 22/11 kl. 20:00 14.k. Lau 6/12 kl. 20:00 22.k.
ATH janúar sýningar komnar í sölu!
Jesús litli (None)
Fim 27/11 kl. 20:00 1.k. Fös 5/12 kl. 20:00 5.k. Sun 28/12 kl. 20:00
Fös 28/11 kl. 20:00 2 k. Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Mán 29/12 kl. 20:00
Mið 3/12 kl. 20:00 3.k. Fös 12/12 kl. 20:00 7.k.
Fim 4/12 kl. 20:00 4.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k.
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 29/11 kl. 13:00 1.k. Lau 6/12 kl. 13:00 4.k. Lau 20/12 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 13:00 2 k. Lau 6/12 kl. 15:00 5.k. Sun 21/12 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 15:00 3.k. Sun 14/12 kl. 13:00
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Gaukar – HHHH , A.V. - DV
HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“
– Morgunblaðið
Karitas (Stóra sviðið)
Fös 14/11 kl. 19:30 12.sýn Lau 22/11 kl. 19:30 16.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 21.sýn
Lau 15/11 kl. 19:30 13.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 17.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 22.sýn
Sun 16/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 28/11 kl. 19:30 18.sýn Fös 12/12 kl. 19:30 23.sýn
Fim 20/11 kl. 19:30 14.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 13/12 kl. 19:30 24.sýn
Fös 21/11 kl. 19:30 15.sýn Fim 4/12 kl. 19:30 20.sýn Þri 30/12 kl. 19:30 26.sýn
Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu.
Konan við 1000° (Kassinn)
Fös 14/11 kl. 19:30 27.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 30.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 36.sýn
Lau 15/11 kl. 19:30 28.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 31.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 37.sýn
Fim 20/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 29/11 kl. 19:30 33.sýn
Fös 21/11 kl. 19:30 Aukas. Fim 4/12 kl. 19:30 35.sýn
5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun.
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 29/11 kl. 11:00 Lau 6/12 kl. 14:30 Sun 14/12 kl. 13:00
Lau 29/11 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 11:00 Sun 14/12 kl. 14:30
Lau 29/11 kl. 14:30 Sun 7/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 11:00
Sun 30/11 kl. 11:00 Sun 7/12 kl. 14:30 Lau 20/12 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 11:00 Lau 20/12 kl. 14:30
Sun 30/11 kl. 14:30 Lau 13/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 11:00
Lau 6/12 kl. 11:00 Lau 13/12 kl. 14:30 Sun 21/12 kl. 13:00
Lau 6/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 11:00 Sun 21/12 kl. 14:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu.
Hamskiptin (Stóra sviðið)
Mið 19/11 kl. 19:30 Aukas.
Aðeins ein aukasýning í nóvember.
Ofsi (Kassinn)
Sun 23/11 kl. 19:30 Frums. Mið 26/11 kl. 19:30 2.sýn Mið 3/12 kl. 19:30 4.sýn
Þri 25/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 30/11 kl. 19:30 3.sýn Sun 7/12 kl. 19:30 5.sýn
Átök sturlungaaldar á leiksviði
Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 15/11 kl. 17:00 4.sýn Sun 16/11 kl. 20:00 5.sýn Sun 23/11 kl. 17:00 6.sýn
Sápuópera um hundadagakonung
Fiskabúrið (Kúlan)
Lau 15/11 kl. 14:00 Sun 16/11 kl. 14:00 Lau 22/11 kl. 14:00
Lau 15/11 kl. 16:00 Sun 16/11 kl. 16:00 Lau 22/11 kl. 16:00
Sannkölluð töfrastund fyrir yngstu áhorfendurna.
Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið)
Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 16:30
Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu.
82 menning Helgin 14.-16. nóvember 2014