Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 52
Nýtt tilboð
alla daga til jóla
7. NÓVEMBER
AÐEINS
Í DAG
ALLT KAFFI
35%afsláttur
Fylgstu með nýjum tilboðum daglega á kronan.is og sparaðu stórt alla daga til jóla
Tímamót
í baráttu
intersexfólks
Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og
Evrópuráðið eru meðal þeirra sem leggjast gegn aðgerðum
á kynfærum barna af óræðu kyni. Fjöldi intersex ein-
staklinga hefur stigið fram á síðustu árum sem eru ósáttir
þær aðgerðir sem gerðar voru á þeim sem ungbörnum
og upplifa sig jafnvel af öðru kyni en þeim var úthlutað
með aðgerðinni. Formaður Intersex Ísland er nýkominn af
Evrópusamráðsfundi og hafa heilbrigðisráðherra verið send
markmið intersex samtaka í Evrópu vegna stefnubreytingar.
V ið erum að upplifa stærstu tímamótin í réttindabaráttu intersexfólks frá því byrjað
var að berjast gegn aðgerðum á
kynfærum ungbarna með óræð
kynfæri,“ segir Kitty Andersen,
formaður samtakanna Intersex Ís-
lands. Hún er nýkomin af Evrópu-
samráðsfundi intersexsamtaka
sem fram fór í Riga í Lettlandi. Til-
gangur fundarins var að skilgreina
markmið og aðferðir til að berjast
fyrir fullum mannréttindum, líkam-
legri friðhelgi og sjálfsákvörðunar-
rétti intersex einstaklinga í Evrópu.
Þessi markmið voru send til heil-
brigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlí-
ussonar, og ætlar Intersex Ísland í
framhaldinu að óska eftir fundi með
ráðherra.
Intersex er meðfæddur líffræði-
legur munur á kyni þar sem ytri
eða innri kynfæri eða litningasam-
stæða samræmast ekki hinum hefð-
bundnu kynjum. Kitty var í viðtali
í Fréttatímanum í byrjun ágúst í
framhaldi af stofnun samtakanna.
Þar sagði hún frá því að hún hafi
verið greind intersex sem ungbarn
og læknar fjarlægðu innri kynfæri
hennar. Hún getur ekki eignast
börn og verður á hormónameðferð
til æviloka.
Upp úr miðri síðustu öld fór
það að verða ríkjandi stefna víðast
hvar að gera aðgerðir á kynfærum
barna með óræð kynfæri. Í kring-
um aldamótin fóru sífellt fleiri inter-
sex einstaklingar að stíga fram og
gagnrýna þessa stefnu, sögðu sjálfs-
ákvörðunarréttinn tekinn af fólki
með því að utanaðkomandi aðilar
velji fyrir það kyn, að gerðar séu að-
gerðir á börnum án þess að læknis-
fræðileg rök séu fyrir því og margir
intersex einstaklingar stigu fram
sem samsama sig með öðru kyni en
því sem var valið fyrir þá sem ung-
börn. Enn stærri hópur eru intersex
einstaklingar sem samsama sig því
kyni sem valið var en eru engu að
síður ósáttir við að hafa verið sendir
í aðgerð án þeirra samþykkis sem
börn. Á allra síðustu árum hefur
mannréttindabarátta intersex fólks
náð eyrum ráðamanna víða um
heim og hafa Sameinuðu þjóðirnar,
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Evr-
ópuráðið vaknað til vitundar og sent
frá sér yfirlýsingar um að breyta
þurfi um stefnu.
Unnu dómsmál
Á Íslandi fæðist að meðaltali eitt
intersex barn árlega og eftir ítar-
lega skoðun tekur hópur heilbrigð-
isstarfsmanna, ásamt fjölskyldu
barnsins, ákvörðun um hvoru kyn-
inu barnið er talið samsama sig
betur og aðgerð er gerð í samræmi
við það. „Sú hugmyndafræði bygg-
ir á kenningum um að hægt sé að
tryggja samsvörun við rétt kyn með
aðgerð. Intersex samfélagið lítur
þetta mjög gagnrýnum augum,“
segir Kitty og bendir á að engu að
síður upplifi intersex einstaklingar
sem ekki fóru í aðgerð sig frekar
með öðru kyninu en hinu.
Dómsmál hafa komið upp víða um
heim þar sem intersexfólk fer í mál
við heilbrigðisyfirvöld og aðra sem
komu að því að taka ákvörðun um
ákvarðað kyn sem síðar hefur verið
í andstöðu við upplifun viðkomandi
af sjálfum sér. Einna þekktast er
þar mál 8 ára bandarísks intersex
drengs sem er kallaður er M.C.
Þegar hann var 16 mánaða gamal
var ákveðið að gera aðgerð þann-
ig að barnið samsamaði sig kven-
kyni en í ljós hefur komið að barnið
lítur á sig sem dreng, vill leika sér
við drengi og ganga í strákafötum.
Niðurstaða undirréttar varð ljós
fyrr á þessu ári og féll dómur þann-
ig að það hafi gengið í berhögg við
stjórnarskrána að gera ónauðsyn-
lega aðgerð á kynfærum barnsins.
„Það var ákveðið að gera hann að
stúlku en hann er ekki stúlka. Það
er búið að taka mjög stóra ákvörðun
fyrir hann. Mun erfiðara er að gera
aðgerðir sem hann mögulega óskar
eftir vegna þessara aðgerða á barns-
aldri,“ segir hún.
Malta er það land þar sem mann-
réttindabarátta intersex fólks hefur
náð hvað lengst. „Það sýnir hvað lít-
ið eyríki getur haft stefnumótandi
áhrif,“ segir Kitty „Á Möltu er að
fara fram lokaumræða um löggjöf
þar sem aðgerðir á kyneinkennum
einstaklinga á barnsaldri verða
ólögmætar,“ segir hún. „Það hefur
sýnt sig að þessar aðgerðir eru ekki
að virka. Nógu margir hafa stigið
fram og lýst þeim sársauka sem að-
gerðin hafði á líf þeirra til að við for-
dæmum þær. Það eru einnig dæmi
um að aðgerðirnar hafi rústað því
kynheilbrigði sem fólk hafði mögu-
leika á að eiga,“ segir hún.
Órætt kyn á pappírum
Þriðji alþjóðlegi intersex samráðs-
fundurinn var haldinn á Möltu í
fyrra og í framhaldinu var gefin út
svonefnd Möltuyfirlýsing þar sem
kallað var eftir stefnubreytingu í
málefnum intersexfólks og á Evr-
ópusamráðsfundinum sem Kitty er
nýkomin af voru lögð fram mark-
mið í fjórum liðum sem byggðu á
Möltuyfirlýsingunni.
Fyrsta markmiðið er að sett sé
spurningamerki við þá skilgrein-
ingu að kyn sé eingöngu karlkyn
eða kvenkyn, og efla þá vitneskju
að kyn sé skali eða samfella. Kitty
bendir á að í nokkrum löndum sé
þegar hægt að velja þriðja mögu-
leikann á opinberum skjölum sem
þá er ekki endilega intersex heldur
einfaldlega órætt kyn.
Annað markmiðið er að int-
ersex einstaklingar hljóti fulla
vernd gegn hvers konar mismunun
og til að fylgja því eftir er lagt til
að tekin verði upp lög gegn mis-
munun á grundvelli kyneinkenna
án tillits til ákveðinnar birtingar-
myndar eða samsetningar af kyn-
einkennum. Í því sambandi er átt
við kyneinkenni svo sem litninga,
kynkirtla, líffræðileg sérkenni,
uppbyggingu kynfæra, brjóstavöxt
og hæð.
Í þriðja lagi er það markmið
hagsmunasamtaka intersexfólks
í Evrópu að allir hagsmunaaðilar
sem hafa ákveðnu hlutverki að
gegna í velferð intersex einstak-
linga, þar með talið starfsfólk heil-
brigðisgeirans, foreldrar og fag-
fólk innan menntakerfisins ásamt
samfélaginu í heild, fái mannrétt-
indamiðaða fræðslu um intersex
málefni.
Fjórða og síðasta atriði er að
vinna að því að gera læknisfræði-
lega og sálfræðilega meðferð ólög-
mæta nema að upplýst samþykki
einstaklingsins liggi fyrir. Starfs-
fólk heilbrigðisgeirans og annað
fagfólk skal ekki framkvæma
neina meðferð til að breyta kyn-
einkennum sem getur beðið þar
til einstaklingurinn er fær um að
veita upplýst samþykki.
Undarleg rök
Kitty segir að heilbrigðisyfirvöld
telji helst til þrjár ástæður fyrir því
að gera aðgerðir á intersex börnum.
Ein af þeim ástæðum er að auðvelda
barninu að samsama sig sínu kyni,
sem hefur sýnt sig að virkar alls
ekki alltaf. „Önnur ástæðan er að
koma í veg fyrir hugarangur for-
eldra. Ég get ekki séð hvernig það
minnkar hugarangur foreldra að
ungt barn þeirra fari í afdrifaríka
aðgerð. Það sem við myndum frekar
leggja til er að foreldrum sé komið í
samband við aðra foreldra intersex-
barna og fullorðna intersexeinstak-
linga þannig að þeir fái fræðslu,“
segir Kitty. Þriðja uppgefna ástæð-
an er að minna líkur á stríðni. „Á
vart orð yfir það. Við teljum mun
farsælla að uppfræða fólk, kennara
og leikskólakennara. Ég var leynd
því til 12 ára aldurs að ég væri int-
ersex og ég hefði farið í aðgerð. En
þegar ég var 10 ára flutti ég til Ís-
lands í smábæ úti á landi og var þar
lögð í alvarlegt einelti sem útlenska
stelpan. Börnum er strítt út af ótrú-
legustu hlutum. Það einelti sem ég
varð fyrir var ekki vegna þess að
ég er intersex því ég vissi það ekki
sjálf, það vissi enginn af því og þar
að auki sást það ekki á mér. Skurð-
aðgerð á börnum er að mínu mati
ekki góð leið til að minnka stríðni,“
segir Kitty.
Hún er afar bjartsýn yfir þeim við-
horfsbreytingum sem þegar hafa
átt sér stað í málefnum intersex
fólks og segir réttindabaráttu vera
að bera árangur. „Ég er sannfærð
um að innan 10 ára eigi intersexfólk
eftir að búa við gjörbreyttan veru-
leika.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Kitty Andersen er nýkomin af Evrópusamráðsfundi um málefni intersex fólks þar
sem skýr áhersla á stefnubreytingu kom fram. Heilbrigðisráðherra hefur verið send
niðurstaða fundarins. Mynd/Birkir Jónsson
Það eru dæmi
um að aðgerðirn-
ar hafi rústað því
kynheilbrigði sem
fólk hafði mögu-
leika á að eiga.
Intersex-hugtakið er mjög vítt og nær yfir margs konar ólíkar
greiningar. Intersex-ástand er
greint á tvennan hátt. Stundum
sést að útlit ytri kynfæra
samsvarar ekki venjulegum kyn-
færum karla eða kvenna. Hins
vegar, og það er mun algengara,
kemur intersex-ástand í ljós með
kynlitningagreiningu, til dæmis
þegar fólk leitar til læknis vegna
ófrjósemi. Fólk með óræð ytri
kynfæri er því bara hluti af þeim
margbreytilega hópi sem er
intersex.
HVað er intersex?
1,7%
fæddra barna á heims-
vísu eru intersex
1 barn
fæðist árlega á Íslandi
að meðaltali með
óræð kynfæri.
52 viðtal Helgin 14.-16. nóvember 2014