Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 24
É g komst inn í þetta leikrit út af skyldleika, eins og ég kemst inn í allt. Ég á góða
fjölskyldu,“ segir grínistinn Dóri
DNA sem leikur eitt aðalhlutverk-
anna í Útlenska drengnum sem
frumsýnt verður í Tjarnarbíói á
sunnudag. Höfundur verksins er
Þórarinn Leifsson sem er kvæntur
Auði Jónsdóttur, náfrænku Dóra.
Vildi allt í einu verða leikari
Dóri, sem heitir fullu nafni Halldór
Laxness Halldórsson, hefur verið
áberandi í skemmtanalífinu síðasta
áratug eða svo. Fyrst í tónlistar-
senunni en síðar sem einn með-
lima hins vinsæla uppistandshóps
Mið-Íslands. Dóri lærði svo Fræði
og framkvæmd í Listaháskólanum
en það virtist ekkert benda til þess
að hann ætlaði sér að verða leikari.
„Nei, en við vorum að vinna mik-
ið með leikurunum á sviðinu í skól-
anum. Og það kviknaði leiklistar-
baktería hjá mér og ég sá pínu eftir
því að hafa ekki farið þá leið. Ég
hef svo unnið skipulega í þessu eft-
ir að ég útskrifaðist. Ég var fyrst að
djöflast mikið með Mið-Íslandi og
fór svo að vinna á auglýsingastofu
eins og allir grínistar gera. Síðan
hætti ég þar til að einbeita mér að
leikhúsinu,“ segir Dóri.
Síðustu misseri hefur Dóri unn-
ið bak við tjöldin í leikhúsi. Hann
var aðstoðarleikstjóri Kristínar Jó-
hannesdóttur í Karma fyrir fugla
og aðstoðaði Þorleif Arnarson í
Englum alheimsins. Þá var hann
dramatúrg í Harmsögu Mikaels
Torfasonar sem Una Þorleifsdótt-
ir stýrði og í Þingkonunum sem
Benedikt Erlingsson leikstýrði.
Þorsteinn Bachmann á leik-
sigur
Og nú er svo komið að Dóri lætur
í fyrsta sinn til sín taka á leiksviði.
Hann er spenntur og telur verkið
gott.
„Þetta er ógeðslega fyndið og
flott verk. Það fjallar um krakka
í bekk. Skólastjórinn fer og að-
stoðarskólastjórinn tekur við.
Hann leggur fyrir þau leskönnun,
nokkurs konar Pisa-könnun, og
kemst að því að því persónan sem
ég leik, Dóri litli, er útlendingur.
Þá breytist allt. Hann verður ein-
hvers konar hælisleitandi í eigin
skóla,“ segir Dóri sem staðhæfir
að persóna hans sé ekki byggð á
honum sjálfum, þrátt fyrir að hún
beri sama nafn og hann hafi fengið
hlutverkið í gegnum klíku.
„Dóri litli er samt nettur ég.
Nema að hann er frekar lélegur í
íslensku sem ég var alltaf góður
í. En hann er kjaftaskur í tólf ára
bekk.“
Vigdís Jakobsdóttir leikstýrir
verkinu og í öðrum hlutverkum
eru Þorsteinn Bachmann, María
Heba Þorkelsdóttir, Arndís Hrönn
Egilsdóttir, Benedikt Karl Gröndal
og Magnea Björk Valdimarsdóttir.
„Það er náttúrlega mjög ósann-
gjarnt að ég sé að stíga mín fyrstu
skref á atvinnuleiksviði og þá þarf
helvítið hann Þorsteinn Bachmann
að eiga leiksigur aldarinnar sem
þessi aðstoðarskólastjóri. Þetta er
bara John Cleese-frammistaða hjá
honum,“ segir Dóri.
Streð að vinna í mörgu í einu
Dóri hefur í nógu að snúast með-
fram fyrsta hlutverkinu í atvinnu-
leikhúsi. Hann leikstýrir uppsetn-
ingu leikfélags MH, grínast með
Mið-Íslandi, var að byrja að vinna
á auglýsingastofu og er með nýja
sketsa á Rás 2. Auk þess að leika
smá í Áramótaskaupinu.
„Ef ég næ að kalla mig grínista
þá rúmast allt sem ég er að gera
innan þess. En það er streð að
vinna í svona mörgum hlutum í
einu. Í þessari viku er ég að frum-
sýna á sunnudaginn, það eru skets-
ar í loftinu, við erum með prufu-
kvöld með nýju efni hjá Mið-Íslandi
í næstu viku, og ég er að vinna hjá
Hvíta húsinu. Þetta er eins og mér
skilst að bókhald útgerðarinnar
hafi verið eftir hrunið, það vildi
enginn ýta á enter
til að sjá hversu illa
stödd þau voru.
Þannig að ég er
að forðast að ýta
á enter í excel-
skjalinu. Ég segi
bara eins og við
gerum í Mið-Ís-
landi, ég keyri
þetta á spjald-
inu. Ég er með
gott spjald,“
segir hann
og bendir á
andlitið á sér.
„Síðan lendir
maður ein-
hvern tímann.
Þú mátt ekki
staldra við og
hugsa.“
Meðfram
þessum störfum
er Dóri nýkvænt-
ur f jölskyldu-
maður. Kona hans
er Magnea Guð-
mundsdóttir arki-
tekt og búa þau í
miðborg Reykjavíkur. Fyrir átti
Dóri soninn Kára en saman eiga
þau rúmlega ársgamla dóttur, Guð-
nýju, sem er alnafna móður Dóra.
„Mér finnst gaman að finna mig
upp á nýtt. Einu sinni var ég rappd-
rengur. Síðan varð ég einhvers
konar montrass. Síðan djammaði
ég ofboðslega mikið og var upp-
tekinn af næturlífinu. Síðan komu
börn og nú er maður bara upptek-
inn af því að vera fjölskyldufaðir.
Langömmubox og allt það, ég
dýrka það. Sem betur fer
er ég ungur þannig að
ég er eygja það að
fara aftur af stað
á djamminu
upp úr fer-
tugu.“
Montrass í ræktinni
Dóri er duglegur á samskiptamiðl-
inum Twitter og er þar með 4.500
fylgjendur. Á þeim vettvangi lýsti
hann því yfir fyrir skemmstu að
hann ætlaði að skafa af sér spikið í
ræktinni. Hann sleppur ekki við að
vera spurður um hvernig það gangi
nú allt saman. Sér í lagi þar sem
hann gúffaði í sig múffu á undra-
verðum hraða í upphafi viðtalsins.
„Operation The Rock,
eins og ég kalla
þetta, er
af og á
hjá
mér. Þetta er bara erfitt fyrir
mig. Ef þú lest viðtöl við fólk sem
grennist þá talar það alltaf um að
hafa fundið sjálfsöryggið. Málið
er bara að ég er sjálfsöruggur og
hef alltaf verið. Ég lít oft í spegil og
hugsa, „You’re one hunk of a man
Halldór!“ Það er því voða erfitt að
finna hvatann til að grenna sig þeg-
ar maður er bara svona ógeðslega
sáttur í eigin skinni,“ segir hann
léttur í bragði.
„Ég er samt orðinn rosalega
sterkur. Málið er bara að menn eru
orðnir miklu sterkari en þeir voru.
Hundrað í bekk er ekki það sama
og það var. Ég man þegar ég heyrði
fyrst af lyftingum. Þá voru menn
bara að lyfta þar til þeir tóku 100 í
bekk og svo slöppuðu þeir bara af.
Núna er ég að sjá einhverja ræfla
í bekknum að dæla hundrað eins
og ekkert sé,“ segir Dóri sem æfir
með belti í ræktinni og segir öðr-
um til ef sá gállinn er á honum.
„Ég hitti Þorstein Bachmann og
hann sagðist vera hræddur um að
slasa sig í réttstöðulyftu. Ég
sagði að gott form og tækni
myndu alltaf hindra mann
frá því að slasast. Og við
það tognaði ég feitt í lyft-
unni sem ég var að sýna og
var frá í tvo mánuði. Ég átti
það skilið fyrir að vera svona
mikill montrass.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Gaman að finna mig upp á nýtt
Dóri DNA leikur sitt fyrsta hlutverk í atvinnuleikhúsi í Út-
lenska drengnum sem frumsýnt verður um helgina í Tjarnar-
bíói. Hann segir leiklistarbakteríuna hafa komið óvænt til sín
og hefur síðustu ár unnið markvisst að því að komast þangað
sem hann er í dag. Dóra gengur þó erfiðlega að skafa af sér
spikið þrátt fyrir yfirlýsingar þar um því hann segist vera svo
ánægður með sjálfan sig.
Ljósmynd/Hari
Ef þú lest viðtöl við
fólk sem grennist þá
talar það alltaf um
að hafa fundið sjálfs-
öryggið. Málið er bara
að ég er sjálfsöruggur
og hef alltaf verið.
Ég lít oft í spegil
og hugsa, „You’re
one hunk of a
man Halldór!“
24 viðtal Helgin 14.-16. nóvember 2014