Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 49
salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík
Tími til að vakna!
Rakel Garðarsdóttir og Margrét Marteinsdóttir
Bókin fyrir alla sem bera
velferð sína og
umhverfisins fyrir brjósti
Það eru litlu breytingarnar sem
skipta máli – og jörðin mun þakka
okkur margfalt fyrir.
Losnum úr viðjum stjórnlausrar
neyslu og sóunar – sem hefur slæm
áhrif bæði á heilsu og fjárhag.
Hér er fjallað á aðgengilegan hátt
um matarnýtingu, hreinsiefni, snyrtivörur, plast,
fatnað, leikföng og ótalmargt fleira …
Við sjáum varúðarmerkin alls staðar, útrýmingu dýrategunda, súrnun sjávar, hlýnandi jörð og bráðnandi jökla. Umhverfismálin eru stærsta áskorun 21. aldar. Ef jörðin á að bera öll þau börn sem við viljum eignast, og ef við viljum að þau lifi góðu lífi - þá þurfum við að endurhanna og endurhugsa nánast allt sem við gerum, borðum, neytum og njótum. Við þurfum að endurmeta fegurðarskynið, orkunotkun, matarvenjur, ferðalög og fataval. Þessar breytingar eru lífsnauðsynlegar en ekki neikvæðar, þetta er áskorun sem er skapandi og spennandi.
Andri Snær Magnason, rithöfundur
ÁSTARÓÐUR TIL JARÐAR
Öll berum við ábyrgð á framtíð barna okkar sem er samofin
heilsu móður jarðar. Ekkert kemur í hennar stað. Jörðin þjónar mannkyninu af alúð en heilsu hennar fer hrakandi vegna ágangs okkar. Við þurfum að hlúa að henni og það gerum við best með því að breyta hegðun okkar.
Vakandi veröld - ástaróður
Flokkum44
Áætlaður niðurbrotstími í hafi.
Eplakjarni
2 mánuðir
Plastflaska
450 ár
Mjólkurferna
3 mánuðir
Frauðbauja
50 ár
Lopasokkar
1-5 ár
Girni
600 ár
Dagblað
6 mánuðir
Glerflaska
ekki vitað
Áldós
200 ár
Plastpoki
200-1000 ár
Niðursuðudós
50 ár
Einnota bleyja
450 ár
Sígarettustubbur
1-5 ár
Krossviður
1-3 ár
Bómullarskyrta
2-5 mánuðir
Pappakassi
2 mánuðir
HVAÐ TEKUR ÞAÐ LANGAN TÍMA AÐ EYÐAST?
Vakandi veröld - ástaróður
Flokkum 45
Skemmtilegast er að nota hugmyndaflugið til að endurnýta gamalt góss.26
Vakandi veröld - ástaróður
Snyrtivörur
KROPPURINN
RAKSÁPA
Hrærið saman og berið á allan líkamann í sturtunni eða baðkerinu. Ef þið viljið hafa blönduna grófari má nota meira magn af kaffikorgi. Afganginn af honum er hægt að setja í blómabeð og í moldina hjá pottaplöntum innandyra.
Setjið allt í skál og hrærið vel í nokkrar mínútur. Hellið í brúsa með pumpu eða flösku sem hægt er að kreista sápuna úr.
½ bolli kókosolía
½ bolli kaffikorgur
Kókosolíu er hægt að nota sem húðmjólk. Svo er hægt að búa til sitt eigið skrúbb þar sem kókosolían er í aðalhlutverki eins og í fjölmörgum öðrum heimagerðum snyrtivörum.
½ bolli olía (möndlu-, ólífu- eða lárperuolía)¼ bolli hunang
¼ bolli jurtasápa
10 dropar ilmkjarnaolíur að eigin vali
Aðferð
Aðferð
Allt hrært saman í skál og svo sett í glerkrukku með góðu loki. Best að láta blönduna standa í um hálfa klukkustund áður en hún er notuð í fyrsta sinn.
¼ bolli kókosolía
¼ bolli möndluolía
½ bolli sjávarsalt
10 dropar af náttúrulegum ilmkjarnaolíum að eigin vali
Aðferð
Innihald
Innihald
Innihald
Jafnt
fyrir konur
sem karla
Þessar tvær
blöndur eru
magnaðar
SJAMPÓ
Hellið öllu í tóman sjampóbrúsa og hristið hann vel áður en þið þvoið ykkur með þessum góðu náttúrulegu efnum. Best er að bera sjampóið beint í hársvörðinn því það er dálítið vatnskennt.
1 bolli vatn
½ bolli jurtasápa
1/8 bolli af aloe vera geli5 dropar af ilmolíu (þó eftir smekk eins og áður)
Aðferð
Innihald
HÁRNÆRING
Takið utan af lárperunni og stappið kjötið vel. Bætið kókosmjólkinni og kókosolíunni við og hrærið þar til blandan verður mjúk. Berið í hárið. Látið hana vera í hárinu í 10-15 mínútur. Skolið og þvoið svo með sjampói. Þetta er mjög góð leið til að halda hárinu mjúku og glansandi.
Hrærið allt saman. Einfalt!
1 lárpera (avókadó)
1 bolli kókosmjólk
2 tsk kókosolía
2 tsk eplaedik
1 bolli vatn
nokkrir dropar af náttúrulegum ilmkjarnaolíum að eigin vali
Aðferð
Aðferð
Innihald
Innihald
Eplaedik losar
hárflóka og kemur líka í veg
fyrir flösu
HRINGRÁSIN HEIMAÞað er ódýrara að búa til sínar eigin snyrtivörur, sérstaklega þegar við erum komin upp á lag með það. Svo er gaman að búa til hringrás heima. Nota sömu brúsana og krukkurnar aftur og aftur. Sultukrukkurnar og aðrar gler- og jafnvel plastumbúðir öðlast þá nýjan tilgang. Svo eru heima-tilbúnu snyrtivörurnar líka góðar gjafir.