Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Síða 13

Læknablaðið - 15.09.2006, Síða 13
FRÆÐIGREINAR /HJARTASTOPP kerfisbreytinga ættu að hafa komið fram að fullu. Miðaðist endurlífgunarskráningin við lykilþætti Utsteinstaðalsins um slíka skráningu sem kveður á um staðlaða framsetningu á því hvernig árangur endurlífgunar er metinn (4). I fyrri uppgjörum var Utsteinstaðlinum ekki fylgt að fullu og til þess að samanburður milli tímabila sé mögulegur eru niðurstöðurnar nú gefnar upp á sama hátt. Ekki eru því sundurgreind þau tilvik þegar ekki varð vitni að hjartastoppi eða atburðurinn varð í við- urvist áhafnar sjúkrabfls líkt og staðallinn kveður á um. Ástand lifenda eftir endurlífgun var metið í fimm flokkum samkvæmt Cerebral Performance Category (CPC) þar sem flokkur 1 er væg eða engin skerðing en einstaklingar í flokki 5 eru heiladauðir (4). Var ástand útskrifaðra metið af lýsingum á færni í sjúkraskrám. íbúafjöldi svæð- isins var samkvæmt Hagstofunni 171.000 árið 1999 en orðinn 180.000 í lok árs 2002. Rannsóknin var framkvæmd með leyfi Tölvunefndar auk leyfis vísindasiðanefndar SHR sem framlengt var af vís- indasiðanefnd Landspítala. Við tölfræðilegan samanburð á hópum var notað kí-kvaðrats próf (Chi-squared test) og t- próf (t-test). Munur telst marktækur ef p<0,05. Niðurstöður Á árunum 1999 til 2002 var endurlífgun reynd í alls 319 tilfellum á þjónustusvæði neyðarbflsins (mynd 1). Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar létust alls 4424 einstaklingar á svæðinu á tímabilinu og því var reynt að endurlífga utan sjúkrahúsa um 7% þeirra sem létust. í 232 tilvikum var reynt að endurlífga vegna hjartasjúkdóma en í 87 af öðrum ástæðum. Miðast eftirfarandi uppgjör við end- urlífgunartilraunir vegna hjartasjúkdóma, en tilvik vegna lyfjaeitrana, vöggudauða, slysa, sjálfsvíga og annarra ástæðna voru útilokuð. Endurlífgun vegna hjartasjúkdóma var reynd í að meðaltali 58±8 tilfellum árlega og tíðni á hverja 100.000 íbúa því 33±4 á ári. Tíðni sleglatifs og sleglahraðtakts (VF/VT) var 20±6 tilfelli/lOO.OOO/ári sem er svipað og í fyrri uppgjörum. Af 232 tilfellum voru karlar 179 (77%) og konur 53 (23%). Meðalaldur sjúklinga var 68,1 ár, staðalfrávik 13,4 ár, miðgildi 71 ár og aldursbil frá 26 og upp í 95 ár. Fyrsta hjartarafrit í 140 tilviki, eða 60% tilvika, var sleglatif (ventri- cular firbrillation) eða sleglahraðtaktur (ventricul- ar tachycardia) á fyrsta hjartarafriti. Rafleysa var hjá 53 (23%) og aðrar hjartsláttartruflanir, svo sem rafvirkni án dæluvirkni og hægataktur hjá 39 einstaklingum, eða 17%. •3/52 (6%) útskrifaöir lifandi **6/12 (50%) útskrifaðir lifandi Lifttn að innlögn á deild og að útskrift Alls lifðu 96 (41%) einstaklingar að innlögn á gjörgæslu- eða legudeild sjúkrahúss, en 44 (19%) lifðu að útskrift. í 168 tilvikum var vitni að hjartastoppi (ekki áhöfn sjúkrabfls). Af þeim lifðu 76 (45%) að innlögn og 35 (21%) að útskrift, 31 (18%) voru á lífi eftir ár. Af þeim 140 sjúklingum alls sem voru í sleglatifi eða sleglahraðtakti á fyrsta hjartarafriti voru 79 (56%) lagðir inn á deildir en 39 (28%) útskrifuðust. Fimmtíu og þrír sjúklingar voru með rafleysu á fyrsta riti, af þeim voru 9 (17%) lagðir inn á deildir en 3 (6%) náðu að útskrifast (p<0,003 í samanburði við sleglatif). Af 39 sjúklingum með aðra upphafstakta á hjartarafriti voru 8 (21%) lagðir inn en 2 (5%) útskrifuðust (p<0,006 í samanburði við sleglatif). Mynd 1. Ástand eftir útskrift Þrjátíu og fjórir (77%) þeirra sem útskrifuðust voru með óskerta vitræna getu. Átta einstaklingar voru með væga vitræna skerðingu (CPC 2), einn í CPC 3 en upplýsingar vantar um afdrif eins. Enginn einstaklingur var útskrifaður meðvitund- arlaus eða heiladauður (CPC 4-5). Ári eftir út- skrift voru 39 (89%) á lífi af þeim 44 sem höfðu útskrifast. Tveir af átta einstaklingum sem útskrif- Læknablaðið 2006/92 593

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.