Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 19
FRÆÐIGREINAR / HEILSUEFLING í LEIKSKÓLA Heilsuefling í leikskólum í Reykjavík - áhættumat árið 2000 Ágústa Guðmarsdóttir' SJÚKRAÞJÁLFARI OG M.SC. NEMI í HEILBRIGÐISVISINDUM Kristinn Tómasson2 SÉRFRÆÐINGUR f GEÐ- OG Embættislækningum Ágrip Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að gera grein fyrir áhættumati á vinnuumhverfi og líðan starfsmanna hjá Leikskólum Reykjavíkur. Efniviður og aðferðir: Áhættumat á 16 leikskólum er fengið með vinnuumhverfismati gerðu af sér- fræðingi í vinnuvernd og rannsókn Vinnueftirlits ríkisins á starfsmönnum á leikskólum byggðri á spurningalista. Leikskólarnir voru flokkaðir í fjóra flokka byggðum á vinnuumhverfismatinu. Matið var síðan borið saman við niðurstöður spurninga- listans. Niðurstöður: Um 90% starfsmanna svöruðu spurn- ingalistanum (n=320) og mat á vinnuumhverfi var gert áður en niðurstöður spurningalistans lágu fyrir. Mikil starfsánægja einkennir starfið á leik- skólum en sýnu mest á minnstu leikskólunum, þar sem vinnuumhverfið er metið verst, meirihluti starfsmanna er fagmenntaður og elstur. Minnsta starfsánægjan er þar sem vinnuumhverfið er metið best. Líkamleg óþægindi starfsmanna eru mikil og mest hjá þeim hópi fólks þar sem vinnuumhverfið er metið verst, en starfsánægjan mest. Óþægindi eru minnst hjá þeim flokki sem hefur lægstan meðalaldur og býr við besta vinnuumhverfið. Um helmingur starfsmanna hefur fengið kennslu í lík- amsbeitingu og segir að hún gagnist í starfi. Hávaði mælist of mikill í flestum mælingum og starfsmenn segja í yfir 80% tilvikum að hávaðinn hafi valdið óþægindum í síðasta mánuði. Vinnustellingar niður við gólf eru áberandi hjá öllum flokkum án tillits til vinnuaðstæðna. Ályktun: Starfsumhverfi á leikskólum einkennist af miklu líkamlegu og andlegu álagi. Þrátt fyrir það einkennist vinnuumhverfi á leikskólum af mikilli starfsánægju en hún er þannig ekki alltaf til vitnis um að vinnuumhverfið sé í lagi. Inngangur Sögulega séð hafa leikskólar ekki verið skoðaðir sem „hættulegt” vinnuumhverfi, en nýlegar rann- sóknir sýna nú umtalsverða hættu á veikindum og slysum starfsmanna tengdum vinnu (1). Kröfur til starfsins, umhverfi og skipulag geta aukið hættu 'Átak Heilsuvernd, 2Vinnueftirlit ríkisins. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ágústa Guömarsdóttir, atak@mmedia.is Lykilorð: leikskólar, starfs- menn, vinna, vellíðan. ENGLISH SUMMARY Guðmarsdóttir Á, Tómasson K Health Promotion in Pre-Schools in Reykjavík - Risk Assessment in the Year 2000 Læknablaðið 2006; 92: 599-607 Objective: The purpose of this research is to assess the work environment and compare with the well-being of employees of pre-schools. Material and methods: Work environment of 16 pre- schools was assessed by a specialist in ergonomics and a questionnaire on work environment and health. Based on the ergonomic assessment the schools were classified into four groups. This was then compared to the results from the questionnaire. Results: About 90% of the employees (n=320) returned the questionnaire and the ergonomic workplace assessment was done before the results from the questionnaire were processed. Substantial job-satisfaction characterizes the work done in the pre-schools, more so in the smaller schools, where the physical work environment is worse, but the employees are older and more likely to have professional background for the job. In contrast job satisfaction was less where the objective physical work environment was better. Strain symptoms were least apparent among the younger employees, who had the best work environment. About half of the employees had received instructions about work positions and reported that such was useful. Noise was over limits in most of the assessments and the employees reported in 80% of such incidents had the noise caused discomfort in the past month. Work positions close to the floor were quite common regardless of other circumstances among the employees. Conclusion: Work environment in pre-schools is characterized by substantial physical and mental strain. Despite of that it is also characterized by substantial work satisfaction, indicating that work satisfaction is not a sign per se of good work environment. Keywords: pre-schools, employees, work, wellbeing. Correspondance: Ágústa Guðmarsdóttir, atak@mmedia.is Læknablaðið 2006/92 599
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.