Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / HEILSUEFLING í LEIKSKÓLA að athuga samanburð á leikskólum varðandi: 1. Aðbúnað, umhverfi og vinnustaðaflokka. 2. Hvað einkenni vinnuumhverfi á leikskólum með tilliti til umhverfisþátta, vinnustellinga og sálfélagslegra þátta. 3. Líkamleg óþægindi starfsfólks og viðhorfa þeirra til vinnuaðstöðu. Efniviður og aðferðir Tilraunaverkefnið Heilsuefling í leikskólum í Reykjavík hófst með áhættumati til að skoða hvernig vinnuumhverfi og líðan starfsmanna var í upphafi verkefnisins. Æðstu stjórnendur Leikskóla Reykjavíkur óskuðu eftir að leikskólarnir myndu endurspegla allar gerðir leikskóla, bæði litla.stóra, gamla og nýja. Því voru leikskólarnir ekki valdir af handahófi, heldur af sérfróðum aðilum innan leik- skólanna. Leikskólarnir 16 voru um 22% leikskóla í Reykjavík árið 2000. I maí sama ár lögðu starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins ítarlegan spurningalista fyrir alla starfs- menn leikskólanna. Þar var spurt um líkamlegl álag og líkamsbeitingu, félagslega og andlega álagsþætti, vinnuumhverfi, lífsstíl, fyrra heilsufar, veikindafjarvistir og einnig um persónulega hagi (7). Vísindasiðanefnd veitti leyfi til rannsókn- arinnar (00/020-Sl). Útreikningar voru gerðir í SPSS (8). Ekki var um normaldreifingu að ræða í flokkunum fjórum sem mynda vinnumatseinkunn- ina og því var mismunur meðaltala metinn út frá Kruskall-Wallis prófi. Hlutföll voru metin með Kí-kvaðratprófi (9). í júní árið 2000 framkvæmdi fyrsti höfundur út- tekt á vinnuumhverfi starfsmanna. I tengslum við verkefnið var nefnd sett á laggirnar en í henni voru tveir sérfræðingar Vinnueftirlits úr Rannsókna- og heilbrigðisdeild ásamt þrem fulltrúum starfsmanna frá þrem leikskólum í verkefninu. Nefndin kom að umræðu í upphafi um aðferðir við vinnustaðamat- ið. Við undirbúning verksins var stuðst við vegvísi um mikilvæg vinnuverndarmál á leikskólum og sólarhringsstofnunum fyrir börn sem danska vinnueftirlitið sendi frá sér árið 1999 (10). I úttekt á vinnuumhverfi voru aðstæður metn- ar inni á deildum, á salernum, skiptiaðstöðu og í fataklefa. Sameiginleg aðstaða starfsmanna, það er kaffistofa og undirbúningsherbergi, var einnig metin svo og aðstaða leikskólastjóra og eldhús. 1 samtölum við starfsmenn var mjög áberandi að hávaði var sá umhverfisþáttur sern flestir töluðu um að ylli þeim ama. Til að sannreyna þær yf- irlýsingar var fengið leyfi fyrir mælingu á hávaða í nokkrum skólum. Starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins framkvæmdi hávaðamælingu (svokölluð skammtamæling) í þrem leikskoíum, einum nýjum og tveim eldri. Starfsmenn á 14 deildum báru mæla í fjórar klukkustundir fyrir hádegi í október 2000. Einnig var gerð endurkastsmæling (ómtímamæl- ing) í einum nýlegum leikskóla. Nauðsynlegt reyndist að koma úttekt á vinnu- umhverfi yfir á tölulegt form (raðbreytur) til að geta borið saman við niðurstöður úr spurninga- listakönnun Vinnueftirlitsins frá árinu 2000 og þannig athugað hvort úttektin gæti varpað frek- ara ljósi á svör starfsfólks. Vinnuumhverfismatið byggist á 14 þáttum sem lögð hefur verið áhersla á er meta skal vinnuumhverfi á leikskólum (3,10). Þættirnir innihalda áþreifanlegt vinnuumhverfi (physical), en taka ekki fyrir andlega og félagslega þætti (tafla I). Þættirnir eru metnir á kvarðanum 0- 5, þar sem 5 í einkunn gefur mjög gott, 4 þýðir gott, 3 er nokkuð gott, 2 er sæmilegt, 1 þýðir óviðunandi og 0 þýðir að aðstöðuna eða vinnutækin vantar alveg. Við þetta fær hver leikskóli vinnumatsein- kunn. Þannig eru niðurstöður skoðaðar út frá leik- skólum en ekki á einstaklingsgrunni. Leikskólarnir eru síðan flokkaðir í fernt þar sem flokkur A fær skilgreiningu sem mjög gott vinnuumhverfi, B er gott vinnuumhverfi, C nokkuð gott og D sæmilegt. I flokki A eru skólar sem hafa að meðaltali yfir 3,5 af fimm mögulegum í einkunn, skólar B eru með 3,1-3,5, skólar C hafa að meðaltali frá 2,6-3,0 og D eru um og undir 2,5. Skólar A samanstanda af tveim, fjögurra til fimm deilda leikskólum, en í skólum D eru fjórir minnstu skólarnir eða tveggja til þriggja deilda leikskólar. Hinir (B og C) samanstanda af fimm leikskólum hvor, sem eru af öllum stærðum. Niðurstöður spurningalistans frá Vinnueftirliti rík- isins eru skoðaðar út frá flokkunum sem mynda vinnumatseinkunnina. Vert er að hafa í huga að mikil endurnýjun varð á húsnæði f flokki A árið 1999. Breytingar sem framkvæmdar voru við þá endurnýjun heppnuðust mjög vel út frá vinnuvistfræðimati og urðu ákveðnar fyrirmyndir varðandi úrbætur fyrir aðra í þessu verkefni. Niðurstöður Spurningalistinn sem Vinnueftirlitið lagði fyrir árið 2000 fékk svörun 90% starfsmanna (n=320). Svarendur voru nær einungis konur, á aldrinum 18-69 ára. Fjöldi í flokkunum sem mynda vinnumatsein- kunnina er tvískiptur (tafla II). Flestir þátttakenda eru í B og C, en mun færri í D og A (p<0,001). Meðalaldur starfsmanna í flokkunum er frá 33 ára í A og síðan stighækkar aldurinn upp í D, en þar er meðalaldur um 40 ár (tafla II). Starfsmönnum er skipt í stjórnendur og fag- Læknablaðið 2006/92 601
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.