Læknablaðið - 15.09.2006, Page 24
FRÆÐIGREINAR / HEILSUEFLING í LEIKSKÓLA
valdir með tilliti til þess að allar vinnuaðstæður
á leikskólum í Reykjavík myndu endurspeglast
í verkefninu. Vinnustaðamatið er gert af einum
aðila þannig að ekki myndast skekkja vegna
margra matsaðila. Matið er auk þess framkvæmt
án þess að niðurstöður úr svörum starfsmanna
liggi fyrir og eru því mælingarnar óháðar hvor
annarri. Þátttakan bendir til að vinnuumhverfið
skipti starfsmennina miklu máli og að þeir hafi trú
á verkefninu frá upphafi.
I alþjóðlegu samhengi hafa rannsóknir sem
beinast að leikskólastarfsmönnum nær eingöngu
birst frá Bandaríkjunum. Fram að þessu fjalla þær
flestar um sýkingar. Nokkrar rannsóknir beinast
þó að andlegu álagi með kulnun sem afleiðingu
og einnig vinnuvistfræðilegum þáttum eða lík-
amlegu álagi með ýmsum óþægindum frá stoðkerfi
(4, 6,11, 12). Norðurlöndin virðast ekki hafa gert
neinar rannsóknir á þessu sviði en hafa birt góðar
leiðbeiningar um hvað þurfi að meta í vinnuvernd-
arstarfi á leikskólum (10). Heimsóknir starfs-
fólks Leikskóla Reykjavíkur til Norðurlanda og
Hollands hafa vitnað um að mikið er lagt upp úr
góðu vinnuumhverfi á leikskólum í þessum lönd-
um þó engar rannsóknir hafi fundist um það.
Flokkarnir fjórir sem grundvallast á vinnumats-
einkunninni í þessu verkefni eru ólíkir innbyrðis
hvað varðar stærð, fjölda starfsmanna, meðalaldur
og fjölda faglærðra og ófaglærðra. Flokkur A hefur
tvo stóra skóla innbyrðis, á meðan D hefur svip-
aðan fjölda starfsmanna en fjóra litla skóla. Mesti
fjöldinn er í B og C þar sem hvor flokkur saman-
stendur af fimm misstórum skólum. Yngstu starfs-
mennirnir eru í hópi A og flestir eru ófaglærðir.
Flokkur D er elstur, meiri hlutinn er faglærður
og hefur lengstan starfsaldur. Verulegt samræmi
er á milli álits starfsmanna á vinnuaðstöðunni og
vinnumatseinkunn.
Þegar skoðaðar eru erlendar rannsóknir um
vinnustellingar á leikskólum kemur í ljós að krafa
vinnunnar - nauðsyn þess að lyfta og bera börn,
vera snúinn, bograndi og seta á litlum húsgögnum
og á gólfi hefur verið óaðskiljanlegur þáttur vinnu
á leikskóla (3,5,6,12). Eftir því sem börnin eldast
minnkar burður og lyftingar á þeim, en það er fyrst
upp úr þriggja ára aldri (3, 12). Til að sannreyna
þetta sýndi Hostetler (1984) fram á að starfs-
maður leikskóla bograði 200 sinnum á dag og lyfti
9600 pundum á hverjum degi (12). Niðurstöður
spurningalistans hér á landi staðfesta að erfiðar
vinnustellingar eru fyrir hendi hvort sem aðbún-
aður er mjög góður eða sæmilegur. Mikill meiri-
hluti starfsmanna vinnur með hendur niður við
gólf, svo sem bograndi, á hækjum sér og krjúpandi
(60-75%). Spyrja má að því hvort þekkingarleysi
valdi því að þeir tengja snúning og það að lyfta
og bera byrðar ekki í ríkara mæli við þau óþæg-
indi sem þeir finna fyrir en raun ber vitni. Þessa
ólíku sýn má ef til vill rekja til þess að hér á landi
er svörunin byggð á starfsmönnum leikskóla en
erlendis frá á ályktunum sérfræðinga/rannsókn-
araðila en ekki á svörum starfsmanna vegna þess
hve rannsóknarhóparnir þar eru fámennir og/eða
lítil svörun hefur fengist frá starfsmönnum.
Þetta verkefni sýnir fram á fleiri umhverfisþætti
en áður hafa birst sem hafa áhrif á líðan og lík-
amsbeitingu starfsmanna. Þarna er átt við þrengsli
og hávaða í vinnumhverfinu. Mat starfsmanna á
þrengslum styður vinnumatseinkunnina, þar sem
um 80% starfsmanna í D nefnir slíkt á meðan
tæplega helmingur gerir það í stóru skólunum.
Töluvert er gert með hávaða í vinnuvernd-
argögnum frá Danmörku (10, 13-16) en aðeins
fannst ein grein um hávaða. Sá pistill er frásögn
um hávaða sem vinnuverndarmál á leikskóla og
hvernig var við því brugðist en ekki eiginleg rann-
sókn á vandamálinu.
Þar kom í ljós að meðaltalshávaði var yfir
hættumörkum í rýmum sem hafa engar hávaða-
varnir. Mælti höfundur með teppum, gluggatjöld-
um, hljóðísogsplötum í loft, hljóðlátari leikjum
og leikföngum til þess að taka á vandanum (17).
Niðurstöður mælinga um hávaða hér á landi sýna
að kvartanir starfsmanna eiga við rök að styðjast.
Meðaltalshávaði fer yfir viðmiðunarmörk í 10 af
14 mælingum. Það sýnir að hávaði í leikskólum er
óásættanlegur. Einnig er vert að benda á að við-
miðunarmörkin (85 dB) eru mjög há því við 70
dB hávaða verður truflun á samræðum milli fólks.
Hávaði er mældur á lógaritmískum kvarða og því
er munur á 70 dB og 85 dB hávaða mjög mik-
ill. I þessu verkefni svara yfir 90% starfsmanna í
flokkum A-C að þeir hafi fundið fyrir óþægindum
af völdum hávaða í síðasta mánuði. I D er sam-
svarandi tala 80% starfsmanna. Þekkt er að hávaði
getur valdið andlegum og líkamlegum einkennum
hjá einstaklingum (10, 13, 16) og skýrir hann ef-
laust að hluta til hin miklu óþægindi starfsmanna.
I rannsóknum um vinnuumhverfi á leikskólum
er kennsla í líkamsbeitingu nefnd sem einn liður í
úrbótum á leikskólum (3,12,18). Þar er talað um
mikilvægi kennslu fyrir nýtt starfsfólk og sem hluta
af stöðugri fræðslu starfsmanna. Okkar rannsókn
sýnir að ríflega helmingur starfsmanna í hverjum
flokki hefur fengið kennslu í líkamsbeitingu og
mikill meirihluti þeirra segir að sú kennsla hafi
gagnast sér í starfi. Eins og vænta mátti hafa ófag-
lærðir í öllum flokkum fengið minnstu kennsluna.
Tryggja verður starfsmönnum aukna þekkingu á
orsakaþáttum einkenna og bæta líkamsbeitingu.
Varðandi sálfélagslega þætti virðist Whitebook
(1980) vera sá fyrsti sem lýsti ntismunandi streitu-
604 Læknablaðið 2006/92