Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF KVENNADEILD að kenna sá að kröfurnar eru orðnar allt aðrar í dag en þær voru fyrir nokkrum áratugum. „Það er ekki algengara að konur rifni i fæðingu í dag en áður báru konur skaða sinn í hljóði ef svo má segja. Kynslóð mæðra okkar var ekkert að kvarta en kröfurnar eru orðnar allt aðrar og þó konur eigi yfirleitt mun færri börn en áður tíðkaðist þá er engin þeirra tilbúin að lifa við óþægindi einsog að hafa ekki stjórn á vindgangi eða hægðum. Það er eðlilegt að við reynum að gera við spangarrifur með sem bestum hætti svo að lífsgæði konunnar haldist þau sömu og fyrir barnsfæðinguna.” Algengustu fylgikvillar við 3. og 4. gráðu spang- arrifum er að sögn Hildar að konan á í erfiðleikum með stjórn á hægðum og vindgangi. „Þetta hefur veruleg áhrif á líf þeirra kvenna sem eiga í þessu og afleiðingin getur verið sú að þær einangra sig og forðast að tala um þetta. Viðhorf yngri kvenna er allt annað í dag, þær vilja bara fá þetta í lag og eru ekkert feimnar við að ræða vandamálið. Vandamál eftir spangarskurð og minni spangarrifur er mun minna en getur þó valdið óþægindum til dæmis við samfarir. Læknar sem unnið hafa lengi fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og sjá þar margar konur á öllum aldri telja sig greina mun á ástandi spangar hjá konum í dag samanborið við fyrir um það bil 20 árum síðan.Telja þeir að betur sé staðið að viðgerð spangar eftir fæðingu í dag heldur en áður var og betri gaumur sé gefinn að viðgerð grindarbotns- vöðva og meiri áhersla lögð á þjálfun þeirra." Vangreindur fylgikvilli „Bresku sérfræðingarnir halda því fram að umfang spangarrifa sé vangreindur fylgikvilli fæðinga. Þar sem ljósmæður skoða spöngina eftir fæðingu er mikilvægt að þær fái viðeigandi kennslu og þjálfun til að greina spangarrifur. Ef þær kunna ekki að greina spangarrifur rétt má búast við að eitthvað af 3. gráðu rifum sé ranglega taldar vera 2. gráðu og viðgerð þá ekki með réttum hætti. Hvort þessar aðstæður sem lýst er í Bretlandi eiga við hér er óvíst. Allavega er ljóst að í kjölfar þessara nám- skeiða eru bæði ljósmæður og læknar meira vak- andi fyrir því að meta spöng rétt eftir fæðingu,” segir Hildur. Það er kannski ekki óeðlilegt að spyrja í fram- haldi af þessu hvort aukinn fjöldi verðanda mæðra sæki ekki í keisaraskurð til að komast hjá hugs- anlegum skaða af því tagi sem hér er til umræðu. „í Bretlandi hefur umræðan snúist um skaða- bótaskyldu að nokkru leyti og ásókn í valkeisara- skurð af ótta við skaða af þessu tagi.“ Spangarrifur eins og þær sem hér um ræðir eru ófyrirséðar þó vissir áhættuþættir séu til staðar að sögn Hildar, einsog ef barnið er stórt eða nota þarf sogklukku eða töng við fæðinguna. „Konur sem átt hafa barn áður og lent í þessum vanda óttast eðlilega að þetta komi fyrir aftur og sækja því frekar að fara í keisaraskurð en einnig eru sumar frumbyrjur hræddar og vilja fara í keisaraskurð til að forðast hugsanlegan skaða þó það sé ekkert sem sérstaklega bendi til þess.” Hún segir það vaxandi vandamál hversu hrædd- ar konur séu við fæðingu og vilji fá keisaraskurð án þess að til staðar sé nokkur læknisfræðileg ábending. „Við erum á bremsunni með þetta og ef kona óskar eftir keisaraskurði án þess að til staðar sé ábending þá fer ákveðið ferli í gang. Þær fá upp- lýsingar um algengustu fylgikvilla, annars vegar af eðlilegri fæðingu og hins vegar af keisaraskurði og síðan þurfa þær að hitta annan fæðingarlækni og skrifa undir skjal þar sem þær tilgreina ástæður fyrir ósk sinni um valkeisaraskurð. Við höfum því búið til nokkurn þröskuld til að sporna við þess- ari þróun. Hlutfall keisaraskurða hérlendis er nú 18,5% (2006) og það endurspeglar að við erum á bremsunni en í Danmörku og víðar er hlutfall keisaraskurða komið vel yfir 20%.” Magnús Kolbeinsson og Sveinn Sveinsson, skurð- lœknar. Hvatning til aö vera á verði Hildur segir að athygli fæðingarlækna og ljós- mæðra á 3. og 4. gráðu spangarrifur sé síaukin enda þótt hlutfall þeirra sé lágt þar sem veruleg- ur skaði geti hlotist af ef þetta er ekki greint og meðhöndlað rétt strax í upphafi. „Það var eitt tilfelli þar sem ung kona hlaut 4. gráðu rifu og í kjölfarið myndaðist fistill á Læknablaðið 2006/92 621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.