Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF KVENNADEILD milli ristils og legganga. Þetta varð stórkostlegt vandamál og til að þetta gæti gróið varð að setja tímabundið upp stóma og konan gekk í gegnum margar aðgerðir og átti í þessu á þriðja ár. Þetta hefur haft dramatísk áhrif á allt líf þessarar konu og hefur hvatt okkur sérstaklega til þess að vera vel vakandi og greina þetta rétt og gera vel við þessar rifur strax frá upphafi. Hérna er hefðin sú að fæðingarlæknar annast svona aðgerðir en sum- staðar er það í höndum skurðlækna. Ræðst þá af aðstæðum á hverjum stað hvor stétt lækna sér um viðgerðina. Úti á landi þar sem ljósmæður þurfa kannski að bjarga sér sjálfar er mikilvægt að þær séu upplýstar um vandann og leiti sér aðstoðar ef þær hafa ekki þjálfun til að gera við stærri rifur.” Hildur segir að í kjölfar þess að nokkrir fæðing- arlæknar og ljósmæður hafi sótt námskeið Sultans og félaga til Bretlands hafi verið unnar upp verklagsreglur á kvennadeildinni. „Þar er farið yfir hvernig gera á við skaðann strax í upphafi, hvernig sýklalyfjagjöf skuli háttað og gjöf hægðamýkjandi efna eftir aðgerð til að forðast álag á saumana. Eftirfylgni er sett upp 6-8 vikum eftir fæðingu og í völdum tilfellum fyrr ef þörf þykir. Eftirfylgnin er sérstaklega mikilvæg til að greina vandamál sem upp geta komið einsog til dæmis fistilmyndun og koma konum þá áfram til meðferðar hjá melt- ingarfæralæknum og/eða skurðlæknum eftir því sem við á. Konur sem fá 3. eða 4. gráðu rifur er alltaf boðið að koma í eftirskoðun, annaðhvort hér á Kvennadeild eða hjá kvensjúkdómalækni sem er þá upplýstur um vandann með læknabréfi. Framkvæmd skoðunarinnar og það sem leitað er eftir er því orðið mun staðlaðra en áður var.” Hildur segir að það hafi verið sérlega ánægju- legt að sjá hversu mikill áhugi var fyrir námskeið- inu og hún hafi fyrirfram haft af því áhyggjur að tímasetning þess myndi valda dræmri aðsókn en námskeiðið var haldið um Jónsmessuna. „En svo reyndist alls ekki vera heldur komu fleiri en við áttum von á og sérstaklega var ánægjulegt hversu margar ljósmæður og læknar utan af landi sóttu námskeiðið.” Bráðalækningar utan sjúkrahúsa Ætlað starfandi læknum Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 Markmið námskeiðsins er að þjálfa lækna í að bregðast við vandamálum sjúklinga á vettvangi utan sjúkrahúsa með þeim búnaði sem er í fullbúnum sjúkrabfl. Allir sem koma að kennslu á námskeiðinu hafa umtalsverða reynslu af vettvangsstörfum. í fyrirlestrum er fjallað um: vinnuaðstæður utan sjúkrahúsa og öryggi á vettvangi, störf sjúkraflutningamanna og neyðarvarða, ábyrgð og eftirlitshlutverk lækna með þeim störfum, bráðalyf og bráð sjúkdómseinkenni, kynntir vinnuferlar endurlífgunar, fæðingar og kvensjúkdómar, bráðveik börn og endurlífgun barna, áverkar aldraðra, áverkaferli, hópslys. Helmingur námskeiðsins felst (verklegum æfingum í endurlífgun, sérhæfðum öndunarvegi, áverkamati, skorðun á hrygg og spelkun, hópslysaviðbúnaði, heimsókn á Neyðarlínu o.fl. Verknám á neyðarbíl (val). Á síðasta degi fer hluti verklegra æfinga fram utandyra hvernig sem viðrar. Fólk klæði sig f samræmi við veður. Umsjón: Hjalti Már Björnsson, Jón Baldursson, Viðar Magnússon og Kristín Sigurðardóttir. Hvenær: 23. október kl 08:30 til 27. október kl 12:00. í samstarfi við slysa- og bráðadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss og Fræðslustofnun lækna. Verð: 60.000 kr. Skráning á Endurmenntun.is eða í síma 5254444 Að vaxa og dafna Endurmenntun sinnir sí- og endurmenntun á háskúlastigi og uppfyllir þarfir fóiks hvort sem það vill auka möguleika sína á vinnumarkaði, styrkja sig í starfi, svala forvitninni eða einfaldlega skemmta sér konunglega. Endurmenntun Háskóla íslands - Dunhaga 7,107 Reykjavík - Sími: 525-4444 - Bréfasími: 525-4080 Heimasíða: endurmenntun.is - Netfang: endurmenntun@endurmenntun.is TILKYNNING Hef opnað stofu í Læknamiðstöðinni Domus Medica, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík. Viðtalspantanir í síma 5631060 Elín Laxdal MD, PhD Sérfræðingur í almennum og æðaskurðlækningum Læknablaðið 2006/92 623
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.