Læknablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNANEMAR
Læknanemar í Ungverjalandi
Islenska nýlendan í Debrecan
Útrás nýnema í læknanám erlendis er ekki beinlínis ný bóla en fjöldinn
hefur þó farið vaxandi undanfarin ár og nú er verulegur fjöldi íslenskra
læknanema í grunnnámi læknisfræði við erlenda háskóla. Lauslega
áætlað er fjöldi þeirra nálægt 200, þar af um 100 í Danmörku og ríflega
40 í Debrecan í Ungverjalandi. Síðan eru læknanemar dreifðir á háskóla í
Svíþjóð, Þýskalandi og víðar þó ekki hafi Læknablaðið lagst í rannsóknir
á því.
Við Alþjóðlega læknaháskólann í Debrecan í
Ungverjalandi hefur á örfáum árum orðið til eins
konar nýlenda íslenskra læknanema en þar stund-
uðu 34 nemendur nám í læknisfræði síðastliðinn
vetur og í haust bætast allnokkrir nýnemar við
svo heildarfjöldinn fer væntanlega vel yfir 40 sem
hefur þar nám í haust.
Nokkrir læknar hafa þegar útskrifast með
kandídatspróf frá Debrecan og hafið störf hér
heima enda er námið fyllilega sambærilegt og
stenst allar kröfur sem gerðar eru hérlendis um
nám í læknisfræði.
Daði Jónsson og Björg Jónsdóttir eru bæði á
lokaspretti læknanámsins í Debrecan og stefna á
útskrift á næsta ári.
„Ég fór tvisvar í klásus hér heima og fékk
þokkalega háar einkunnir þó ég kæmist ekki
inn en svo fór mig líka að langa til að fara út og
byrjaði á því að athuga með nám í Danmörku og
rakst þá á upplýsingar um námið í Debrecan. Mér
leist ekkert sérstaklega á þetta í fyrstu en þegar
ég fór að athuga það betur leist mér æ betur á og
það varð úr að ég sótti um og komst inn. Eitt af
því sem sannfærði mig var að ég sá að þessi skóli
fékk háa einkunn hjá Bandaríkjamönnnum en
þeir hafa flokkað skóla sem kenna á ensku utan
Bandaríkjanna,” segir Daði.
Hávar
Sigurjónsson
Allt námið á ensku
Að sögn Daða skiptist læknadeildin í Debrecan
í rauninni í tvennt, annars vegar ungverska deild
og hins vegar alþjóðlega deild þar sem öll kennsla
fer fram á ensku. Daði segir að þrátt fyrir að öll
kennslan sé á ensku og hægt sé að fara í gegnum
námið án þess að læra ungversku að nokkru ráði
þá sé kunnátta í henni nauðsynleg til að geta nýtt
sér klíníska hluta námsins.
Undir þetta tekur Björg og bætir því við að
læknanemarnir þurfi að taka próf í ungversku í lok
þriðja ársins, einmitt áður en klíníski hluti námsins
hefst, til þess að þeir geti tekið viðtöl við sjúklinga
og kynnt sér sjúkrasögu þeirra. Þau segja bæði að
kunnátta þeirra í ungversku sé á vissan hátt tak-
mörkuð við læknisfræði. „Ég get tekið viðtal við
sjúkling og skráð sögu hans en ég ætti í erfiðleik-
um með að ræða stjórnmál við Ungverja,” segir
Björg hlæjandi. „En ungverska er tungumál sem
ekki líkist neinu öðru í Evrópu nema sumir segja
að það sé skylt finnsku. Það er þó mjög langsóttur
skyldleiki, eða álíka mikill og er á milli íslensku
og grísku sagði mér finnskur málvísindamaður,”
segir Daði og bætir því við að Finnarnir eigi ekk-
ert auðveldara en aðrir með að læra ungverskuna
nema ef vera skyldi að þeir væru fljótari að ná
framburðinum.
Læknanámið í Debrecan er að sögn þeirra
Bjargar og Daða byggt upp á þann hátt að fyrstu
tvö árin eru algjörlega pre-klínísk, þriðja árið er
blanda af pre-klíník og klíník, fjórða og fimmta
árið eru algjörlega klínísk og sjötta árið er eins
konar blanda af klíník og kandídatsárinu eins
og tíðkast í læknanáminu við HI. „Þetta er því í
rauninni ári styttra ef kandítdatsárið er talið með í
íslenska náminu og við megum taka hluta af sjötta
árinu heima á Islandi og þannig getur maður stytt
viðveruna í Ungverjalandi enn frekar. Ég gat þar
að auki skipt algjörlega á fimmta árinu og hef verið
við læknadeildina í HI í vetur og er nú að fara út til
að byrja sjötta og síðasta árið,“ segir Daði.
Ætlaði í framhaldsnám í líffræði
Björg segist hafa dottið inn í læknanámið í
Debrecan fyrir hálfgerða tilviljun. „Ég tók BS próf
í líffræði fyrir allmörgum árum í HÍ og starfaði
síðan hjá Islenskri erfðagreiningu í tvö ár við rann-
sóknir á því sviði. Síðan langaði mig til að breyta
til og niðurstaðan varð sú að ég fór til Debrecan
í mastersnám í líffræði. Þegar þangað var komið
leist mér hins vegar svo vel á læknanámið að ég
breytti um stefnu og hóf nám við læknadeildina og
er nú komin á sjötta og síðasta árið í því námi. Ég
sé alls ekki eftir því. Þetta var kannski ekki algjör
tilviljun því ég var alltaf mest heilluð af því sem
sneri að mannslíkamanum í líffræðinni. Ég fékk
líka ákveðnar greinar í líffræðináminu metnar og
fór beint inn á annað árið.”
624 Læknablaðið 2006/92