Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2006, Page 53

Læknablaðið - 15.09.2006, Page 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKYNDIHJÁLP lykilatriðin. Vert er að nefna að efnið hefur einnig fengið pláss í símaskrá landsmanna. Stefnt er að því að bjóða fleiri sérhæfð nám- skeið fyrir fagstéttir og hagsmunahópa. Síðustu sjö ár hefur Rauði krossinn haldið sérhæft námskeið í skyndihjálp og björgun fyrir starfsfólk sund- staða, en mikilvægur hluti af slíkum námskeiðum er að hópurinn fái að æfa sig á heimavelli við sem raunverulegastar aðstæður. í ágúst 2005 fór af stað nýtt námskeið ætlað starfsfólki grunnskóla en á því er fjallað sérstaklega um ýmis vandamál sem koma upp hjá börnum og unglingum. Nú er unnið að sérhæfðu námskeiði fyrir atvinnubfl- stjóra þar sem ítarlegar er farið í viðbrögð á vett- vangi umferðarslyss. Stefnt er að því að bæta við fleiri námskeiðum, svo sem skyndihjálp í iðnaði og skyndihjálp fyrir starfsfólk veitingahúsa. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á vef RKÍ, www.redcross.is Skyndihjálparráð íslands er skipað fulltrúum: Landlæknis Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins Menntamálaráðuneytisins Félags leiðbeinenda í skyndihjálp (FLIS) Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar Rauða kross íslands Lyfjastofnun Læknir / sérfræðingur á sviði læknisfræði Lyfjastofnun óskar eftir að ráða lækni með áhuga á lyfjaþróun í hlutastarf. Hér er um að ræða mjög áhugaverð verkefni sem fela í sér náið samstarf við sérfræðinga innan Lyfjastofnunar sem og erlenda sérfræðinga innan ramma samvinnu evrópskra lyfjayfirvalda. Verkefni eru m.a. • Mat á lyfjum vegna umsókna um markaðsleyfi • Mat á umsóknum um klínískar lyfjarannsóknir • Vísindavinna, sérstaklega ráðgjöf varðandi lyfjaþróun Menntunar- og hæfniskröfur: Skilyrði. • Háskólapróf í læknisfræði • Reynsla af klínískum rannsóknum eða annarri rannsóknarvinnu • Góð kunnátta í ensku nauðsynleg, annað/önnur Evrópumál æskileg • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð • Góðir samskiptahæfileikar Æskilegt. • Framhaldsmenntun s.s. doktorspróf • Innsýn í tölfræði Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Læknafélags íslands. Upplýsingar um starfið veita Þorbjörg Kjartansdóttir sviðsstjóri skráningarsviðs, Sif Ormarsdóttir yfirlæknir eða Magnús Jóhannsson yfirlæknir, í síma 520 2100. Umsókn um starfið ásamt ferilsskrá óskast send til Lyfjastofnunar merkt: Starfsumsókn. Umsóknarfrestur er til og með 17. september n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Hjá Lyfjastofnun starfa um 30 starfsmenn. Starfsaðstaða og starfsumhverfi er gott. Viðkomandi hefur möguleika á að útvíkka þekkingu sína og þroskast í starfi. Umsóknareyðublað ásamt nánari upplýsingum um stofnunina má finna á heimasíðu Lyfjastofnunar www.lyfjastofnun.is Læknablaðið 2006/92 633

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.