Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2006, Side 55

Læknablaðið - 15.09.2006, Side 55
Gunnar upp ferð sína ásamt fleiri félögum á Kilimanjaro í Tansaníu fyrir 20 árum. „Við vorum fjórði íslenski hópurinn sem fór á fjallið en síðan hafa margir farið og ég hef haldið æði margar myndasýningarnar fyrir hópa sem hyggja á göngu á Kilimanjaro. Eg klifraði talsvert í Klettafjöllunum þegar ég bjó í Bandaríkjunum á sínum tíma. í Colorado eru lindar sem kallaðir eru Fourteenthousenders en það eru fjöll sem eru hærri en fjórtán þúsund fet. Þau eru fimmtíu og tvö. Eg hef gengið á nokkur þeirra.” En Gunnar hefur ekki aðeins stundað fjallgöng- ur heldur hefur hann sérhæft sig í svokallaðri há- fjallalæknisfræði sem snýst meðal annars um „há- fjallaveiki”. „Ég hef aðstoðað fólk sem hefur verið að klífa á fjöll hærri en 3500 metra. Ég hef verið þeim til ráðleggingar um lyf og annað sem þarf að hafa til að þola svo mikla hæð. Þegar Haraldur Ólafsson fór á tindana sjö (sjö hæstu tinda heims), var hann í símasambandi við mig um gervihnött og var með lyf og leiðbeiningar frá mér. Núna er hópur hjálparsveitamanna að klífa í Pakistan og þeir eru vel útbúnir af lyfjum. Þetta snýst um leiðir til að fyrirbyggja háfjallaveiki en einnig hvernig bregðast á við. Hér á íslandi finnum við þetta ekki því lægstu mörk fyrir háfjallaveiki eru 2500 metrar. Þetta er alveg heil sérgrein innan læknisfræðinnar og kallast háfjallalæknisfræði. Ég er ekki sérfræð- ingur en hef reynt að fylgjast vel því sem gerist í þessari grein. Þetta telst nú varla mjög praktísk sérgrein, að minnsta kosti ekki hér á landi.” Gunnar segist oft vera spurður að því hvers vegna hann sé að príla þetta upp um fjöll og tinda. „Svarið er auðvitað að ég hef ánægju af þessu og þetta er góð leið til að kúpla sig frá hinu daglega amstri og streitunni sem fylgir vinnunni. Oft verða líka vandamál hversdagsins ósköp léttvæg þegar maður stendur upp á háu fjalli í vitlausu veðri og þarf að finna leið til að komast áfram á tindinn eða komast niður aftur. Þau verða gjarnan auðveldari úrlausnar. A göngum um jökla og fjöll gefst líka oft gott tóm til að hugsa ýmis vísindaleg efni til hlítar. Ef maður er einn á ferð eða of langt er í næsta mann til að halda uppi samræðum þá er gott að nýta tímann til að hugsa um ýmis viðfangsefni. En maður þarf líka oft á treysta á félagana og ég hef eignast trausta og góða vini við ástundun þessa áhugamáls í gegnum tíðina.” Læknablaðið 2006/92 635

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.