Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 3
RITSTJÓRNARGREINAR
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
www.laeknabladid.is
667 Smitsjúkdómar hjá innflytjendum
Arthur Löve
FRÆRIGREINAR
669 Lifrarbólga af völdum lifrarbólguveira B og C hjá
innflytjendum á Islandi
Guðrún Jónsdóttir, Haraldur Briem, Lorsteinn Blöndal,
Gestur Pálsson, Þórólfur Guðnason, Sigurður Ólafsson
Lifrarbólga B og C eru mikið heilsufarsvandamál í heiminum. Algengi
þessara sjúkdóma er mjög mismunandi eftir landsvæðum. Hér á landi hefur
nýgengi lifrarbólgu B og C aukist á undanförnum árum. Jafnframt hefur
fjöldi innflytjenda, meðal annars frá löndum þar sem veirulifrarbólga er
landlæg, aukist verulega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faralds-
fræði lifrarbólgu B og C hjá innflytjendum á íslandi.
677 Tengsl meltingarfæraeinkenna við tíðahring
hjá ungum, hraustum konum
Bergþór Björnsson, Kjartan B. Örvar, Ásgeir Theodórs,
Matthías Kjeld
Meltingarfæraeinkenni af starfrænum toga eru algeng. Því hefur verið
haldið fram að hjá konum tengist breyting á almennri líðan og melting-
arfæraeinkenni tíðahringnum. Sum einkennanna eru talin tengjast hrey-
fitruflunum í meltingarvegi og jafnvel breytingum á hormónastyrk í blóði.
Breytingar á styrk prógesteróns og estradíóls með tíðahringnum eru vel
þekktar en önnur hormón kunna einnig að koma við sögu
685 Aldursbundin hrörnun í augnbotnum - yfirlitsgrein
Guðleif Helgadóttir, Friðbert Jónasson, Haraldur Sigurðsson,
Kristinn P. Magnússon, Einar Stefánsson
Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (AMD) er nú algengasta ástæðan
fyrir blindu í hinum vestræna heimi. Sjúkdómnum er ekki lýst í aldargöml-
um gögnum fyrsta augnlæknisins á íslandi. Á blinduskrá 1950 eru 6%
blindir vegna sjúkdómsins. Hann veldur nú 54% af lögblindu samkvæmt
blinduskrá Sjónstöðvar íslands. Algengi eykst með hækkandi aldri. Erfðir
og umhverfisþættir eru talin hafa áhrif á tilurð sjúkdómsins. Nýverið hafa
litningarannsóknir staðfest að svæði á litningi 1 og 10 virðast hafa áhrif á
tilurð sjúkdómsins.
9. tbl. 92. árg. september 2006
Aðsetur
Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi
Útgefandi
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Símar
564 4104-564 4106 (fax)
Ritstjórn
Bryndís Benediktsdóttir
Engilbert Sigurðsson
Karl Andersen
Tómas Guðbjartsson
Þóra Steingrímsdóttir
Jóhannes Björnsson,
ábm. og ritstjóri
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Brynja Bjarkadóttir
brynja@iis.is
Blaðamaður
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1700
Áskrift
6.840,- m. vsk.
Lausasala
700,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt
til að birta og geyma efni
blaðsins á rafrænu formi,
svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita
með neinum hætti, hvorki
að hluta né í heild án leyfis.
Prentun og bókband
íslandsprent ehf.
Steinhellu 10
221 Hafnarfirði
Pökkun
Plastpökkun ehf.
Skemmuvegi 8m
200 Kópavogi
ISSN: 0023-7213
Læknablaðið 2006/92 663