Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / M E LTI N G A R FÆ RAEINKENNI
niðurstöðum annarra rannsókna en ekki er unnt
að segja til um orsakasamhengi (25,30).
I þessari rannsókn kom ekki fram munur á
magatæmingarhraða milli fasanna tveggja. Fyrri
rannsóknir á magatæmingarhraða hafa verið mis-
vísandi. í einni rannsókn kom fram að magatæm-
ing væri hraðari í gulbúsfasa (9) en í öðrum hefur
magatæming verið hraðari í eggbúsfasa eða ekki
rnunur milli fasanna tveggja (10, 31-33). Tvær
hugsanlegar skýringar eru á þessum mismunandi
niðurstöðum. I fyrsta lagi er mikill breytileiki milli
einstaklinga á magatæmingarhraða og jafnframt
er mikill breytileiki hjá hverjum einstaklingi fyrir
sig. í öðru lagi hafa þessar rannsóknir verið gerðar
með mismunandi tækni, áður fyrr oftast með jón-
andi geislun og aðferðum sem bæði eru tímafrekar
og dýrar. Vegna þessa hafa flestar rannsóknir
tekið til fárra einstaklinga og oft ekki verið gerðar
í báðum fösum tíðahringsins. Par sem góð fylgni
hefur fundist milli rannsókna sem notast við jón-
andi geislun og 13C aðferðarinnar má búast við
því að hin síðarnefnda verði meira notuð í framtíð-
inni (34-36). Með 13C aðferðinni er mögulegt að
mæla magatæmingarhraða endurtekið hjá stórum
hópi þátttakenda. Petta er mikilvægt fyrir frekari
rannsóknir á tengslum magatæmingarhraða og
tíðahringsins.
Flæðishraði um mjógirni var mældur með staðl-
aðri aðferð. Öfugt við niðurstöður elstu rannsókn-
arinnar á þessu sýna niðurstöður þessarar rann-
sóknar að flæði um mjógirnið er hraðara í gulbús-
fasa en eggbúsfasa (4). Aðrir hafa fengið svipaðar
niðurstöður þó að tölfræðilega marktækur munur
hafi ekki fundist áður (37). Flestar rannsóknir hafa
þó ekki fundið mun á flæðishraða um mjógirni
(12,14,38). Hugsanleg skýring á þessu er sú stað-
reynd að aðferðin sem notuð var við mælingarnar
nú er mun næmari en aðferðirnar sem notaðar
voru áður. Þá gátu tækin einungis greint hækkun á
vetnisstyrk yfir 5 ppm en nú er mögulegt að greina
hækkun sem nemur einungis 1 ppm (39).
í þessari rannsókn kom ekki fram munur á
flæði um ristil milli fasanna tveggja. Sú niðurstaða
er svipuð og niðurstöður fyrri rannsókna (14, 18,
19).
Aðalókostur þessarar rannsóknar, eins og fyrri
rannsókna, er hversu takmarkaður fjöldi þátttak-
enda var.
í þessari rannsókn fannst ekki afgerandi munur
á flæðishraða um meltingarveg, milli fasa tíða-
hringsins, sem gæti skýrt mun á einkennum. Aðrar
hugsanlegar skýringar sem ekki voru kannaðar
eru ofurnæmi garnar (visceral hypersensitivity)
(40-45) og áhrif kynhormóna á samdrátt sléttra
vöðva (2,22,23,46-49).
Sú vel þekkta hækkun sem fram kemur á styrk
prógesteróns í gulbúsfasa, miðað við fyrri hluta
tíðahringsins, sást hjá öllum þátttakendum og stað-
festi þannig egglos.
Við ályktum af þessum niðurstöðum að konur
upplifi meiri meltingarfæraeinkenni í upphafi egg-
búsfasa en í fyrri hluta gulbúsfasa. Sá munur sem
kann að vera á andlegri líðan í tengslum við tíða-
hringinn finnst ekki með einföldum spurningalist-
um. Flæði um mjógirni er hraðara í gulbúsfasa
en eggbúsfasa en ekki er munur á magatæming-
arhraða eða flæði í gegnum ristil. Það er mikill
munur á flæðishraða um meltingarveg á milli ein-
staklinga. Styrkur kynhormóna í blóði hefur ekki
tengsl við kviðarholseinkenni eða flæðishraða um
meltingarveg hjá ungum, hraustum konum. Þörf
er á stærri rannsóknum á flæðishraða um melting-
arveg kvenna og tengslum hans við tíðahring og
meltingarfæraeinkenni.
Heimildir
1. Simmons L, Heitkemper M, Shaver J. Gastrointestinal
function during the menstrual cycle. Health Care Women Int
1988; 9:201-9.
2. Moore J, Barlow D. Jewell D, Kennedy S. Do gastrointestinal
symptoms vary with the menstrual cycle? Br J Obstet
Gynaecol 1998;105:1322-5.
3. Van Thiel DH, Gavaler JS, Joshi SN, Sara RK, Stremple J.
Heartburn of pregnancy. Gastroenterology 1977; 72(4 Pt 1):
666-8.
4. Wald A, Van Thiel DH, Hoechstetter L, Gavaler JS, Egler
KM, Verm R, et al. Gastrointestinal transit: the effect of the
menstrual cycle. Gastroenterology 1981; 80:1497-500.
5. Davies GJ, Crowder M, Reid B, Dickerson JW. Bowel function
measurements of individuals with different eating patterns.
Gut 1986; 27:164-9.
6. Datz FL, Christian PE, Moore J. Gender-related differences in
gastric emptying. J Nucl Med 1987; 28:1204-7.
7. Hutson WR. Roehrkasse RL, Wald A. Influence of gender and
menopause on gastric emptying and motility. Gastroenterology
1989;96:11-7.
8. Lawaetz O, Dige-Petersen H. Gastric emptying of liquid meals.
A study in 88 normal persons. Ann Chir Gynaecol 1989; 78:
267-76.
9. Notivol R, Carrio I, Cano L, Estorch M, Vilardell F. Gastric
emptying of solid and liquid meals in healthy young subjects.
Scand J Gastroenterol 1984; 19:1107-13.
10. Gill RC, Murphy PD, Hooper HR, Bowes KL, Kingma YJ.
Effect of the menstrual cycle on gastric emptying. Digestion
1987;36:168-74.
11. Cann PA, Read NW, Brown C, Hobson N, Holdsworth CD.
Irritable bowel syndrome: relationship of disorders in the
transit of a single solid meal to symptom patterns. Gut 1983;
24:405-11.
12. Turnbull GK, Thompson DG, Day S, Martin J, Walker
E, Lennard-Jones JE. Relationships between symptoms,
menstrual cycle and orocaecal transit in normal and
constipated women. Gut 1989; 30:30-4.
13. Bisdee JT, Garlick PJ, James WP. Metabolic changes during the
menstrual cycle. Br J Nutr 1989; 61:641-50.
14. Degen LP, Phillips SF. Variability of gastrointestinal transit in
healthy women and men. Gut 1996;39:299-305.
15. Kamm MA, Farthing MJ, Lennard-Jones JE. Bowel function
and transit rate during the menstrual cycle. Gut 1989; 30: 605-
8.
16. Horowitz M, Maddern GJ, Chatterton BE, Collins PJ, Petrucco
OM, Seamark R, et al. The normal menstrual cycle has no
effect on gastric emptying. Br J Obstet Gynaecol 1985; 92:743-
6.
17. Mones J, Carrio I, Calabuig R, Estorch M, Sainz S, Berna L, et
al. Influence of the menstrual cycle and of menopause on the
gastric emptying rate of solids in female volunteers. Eur J Nucl
Med 1993; 20:600-2.
18. Wyman JB, Heaton KW, Manning AP, Wicks AC. Variability of
colonic function in healthy subjects. Gut 1978; 19:146-50.
Læknablaðið 2006/92 681