Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / M E LTI N G A R FÆ RAEINKENNI á niðurstöðum var gert með hugbúnaði frá Wagner Analysentechnik. Mældur var helmingunartími (tVi) magatæmingar og biðtími magatæmingar sem er sá tími sem leið frá inntöku octanoid sýrunnar þar til stöðug magatæming hófst (lag phase, tlag). Flœði um mjógirni Flæðishraði um mjógirni var mældur með vetn- ismælingu í útöndunarlofti (Quintron Microlyzer Model DP, QuinTron Instrument Company Milwaukee, Bandaríkin). Fyrir rannsóknina fengu þátttakendur fyrirmæli um að neyta ekki trefja- ríkrar fæðu eða fæðu með laktasa í 24 klukku- stundir og fasta í 12 klukkustundir. Enginn þátt- takendanna hafði tekið inn sýklalyf í tvær vikur fyrir rannsóknina né þjáðst af niðurgangi þann tíma. Allar mælingar fóru fram að morgni eftir að minnsta kosti einnar klukkustundar vöku. Þátttakendum var ráðlögð hvfld fyrir og á meðan söfnun útöndunarloftsýna fór fram. I upphafi var tekið sýni til viðmiðunar og í kjölfar þess neyttu þátttakendur 15 mL af lactúlósa lausn sem innihélt lOg af lactúlósa (UDL Laboratories, Inc. Rockford, Bandaríkin) og 50 mL af vatni. Hálfri klukkustund síðar var fyrsta sýnið tekið og eftir það á 10 mínútna fresti þar til viðvarandi hækkun á vetnisstyrk í útöndunarlofti hafði átt sér stað. Sú hækkun endurspeglar að lausnin hafi borist niður í ristil. Sýnum (20 mL) var safnað í þar til gerðar sprautur (AlveoSampler, QuinTron Instrument Company Milwaukee, Bandaríkin) sem gera ráð fyrir að allt að 550 mL sé andað út áður en sýnið er tekið. Á meðan á rannsókninni stóð voru þátt- takendur í rólegu umhverfi og sátu eftir því sem mögulegt var. Sýnin voru mæld strax eftir að þeim var safnað. Við hækkun á H2 styrk um 2-3 hluta af milljón hlutum (parts per million, ppm) upp fyrir viðmiðunargildi (mælt í upphafi rannsóknar) og í kjölfar þess hækkun um 4-5 ppm, í þrjú skipti í röð, var rannsókninni lokið. Fyrsta hækkaða gildið táknaði þann tíma þegar lausnin hafði farið í gegn- um mjógirnið. Flœðishraði um ristil Á 6., 7. og 8. degi í eggbúsfasa og á dögum 20, 21 og 22 í gulbúsfasa annars tíðahrings tóku þátttak- endur daglega inn eitt hylki sem innihélt 24 rönt- genþétta hringi (Sitzmarks radiopaque markers, Konsyl pharmaceuticals inc. Forth Worth, Texas Bandaríkin). Á 10. degi (eggbúsfasi) og 24. degi (gulbúsfasi) tíðahringsins var tekin yfirlitsmynd af kviðarholi þar sem þátttakandi lá á bakinu. Innan 48 klukkustunda fyrir röntgenmyndatöku var þungun útilokuð með þvagprófi fyrir p-human chorionic gonadotrophin (hCG+, Abbott labo- ratories, Wiesbaden, Pýskaland). Hylkin voru tekin inn 96 +/- 1 klukkustund, 72 +/-1 klukkustund og 48 +/- 1 klukkustund fyrir röntgenmyndatökuna. Við úrvinnslu myndanna var dregin lína niður eftir hryggjatindunum að efsta hluta spjaldhryggs og þaðan að efri brún beggja mjaðmaliða. Eftir þessa skiptingu var fjöldi hringja í hægri-, vinstri- og bugaristli (colon sigmoideum) auk endaþarms talinn. Allar myndir voru skoðaðar af tveim óháð- um rannsakendum sem voru sammála um fjölda hringja í öllum tilfellum. Til að halda geislun í lágmarki var ekki gerð tilraun til að rneta raun- verulegan flæðishraða í gegnum ristil (það er tvær myndir) heldur var fjöldi hringja í hverjum hluta hans borinn saman í eggbús- og gulbúsfösum, svo samanburður fengist milli fasanna. Mynd 2. Meðal flœðistími um mjógirni. Flœðistími um mjógirni var styttri í gulbúsfasa en í eggbúsfasa (p=0,014). Lóðréttar línur tákna 95% öryggismörk. Blóðrannsóknir Blóð var dregið á fyrsta degi tíðahrings, á 6.-8. degi (eggbúsfasi) og á 20.-22. degi (gulbúsfasi). Sýnin voru tekin í 4 mL glös sem innihéldu Z serum Sep. Clot Activator (Vacuette greiner labortechnik, Austurríki). Innan tveggja klukkustunda frá sýna- töku var blóðið spunnið niður við 3000 snúninga á mínútu í 10 mínútur og sermið fryst við -20°C. Styrkur prógesteróns og oestradíóls var mældur síðar með ónæmismælingum (immunoassay), einni fyrir hvort hormón. Fyrir báðar þessar aðferð- ir gildir að hlutfallsleg vikmörk í mælingunum (skekkjumörk) eru 3-5%. Bæði hvarfefni og tæki (Elecys 2010) eru framleidd af Roche (Roche Diagnostics GmbH, Mannheim, Þýskaland). Spurningalistar Við hverja heimsókn fylltu þátttakendur út GSRS og PGWB spurningalistana um einkenni undangenginna sjö daga, auk þess var við fyrstu og síðustu heimsókn lagður fyrir spurningalisti varðandi starfræna kvilla í meltingarvegi. GSRS spurningalistinn inniheldur 15 spurningar sem snúa að meltingarfæraeinkennum. Spurningarnar kanna niðurgangseinkenni, meltingarónot, hægða- tregðu, bakflæðiseinkenni og heilkenni kvið- Læknablaðið 2006/92 679
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.