Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UNGLÆKNAR hver maður að þetta kenrur niður á gæðurn þjón- ustunnar því tveir menn komast ekki yfir að sinna öllu sem fjórir gera. Þá verður að forgangsraða verkefnum og það er ekki af hinu góða.” Innganga 5. og 6. árs læknanema „Annað af stóru málunum sem við höfum verið að vinna að undanfarin ár er innganga 5. og 6. árs læknanema í Læknafélagið. Þetta hafðist í gegn á aðalfundinum en var vísað til næsta aðalfundar til endanlegrar samþykktar þar sem lagabreytingu þarf til. Þetta er í rauninni réttlætismál þar sem læknanemarnir eru að vinna samkvæmt kjara- samningi LÍ og greiða öll gjöld til félagsins. Þeir njóta hins vegar engra réttinda í staðinn þó segja megi að þeir hafi haft góðan aðgang að félaginu. Kjör læknanema hafa í mörg ár verið í fremur erf- iðum farvegi sem rekja má aftur til ársins 1987 er fjármálaráðuneytið gaf út að læknanemi sem lokið hefði 4. ári skyldi fá 75% af grunnlaunum aðstoð- arlæknis og 5. árs læknanemi fengi 85%. Þetta þótti læknanemum súrt í brotið þar sem í langflest- um tilfellum eru þeir að starfa í afleysingum fyrir aðstoðarlækna og því réttlætismál að þeir fái sömu laun fyrir sömu störf og sömu ábyrgð. Það náðist samkomulag um við stjórn Landspítala fyrir ntörg- um árum að læknanemarnir fengju 10% til viðbót- ar sem er ásætttanlegt en á hverju vori verður að sækja þessi sjálfsögðu viðbótarkjör á nýjan leik og stjórn spítalans hefur oft haft á orði að nú ætti að fella þetta niður. Og í vor ætlaði stjórnin að gera alvöru úr þessu með þeim rökum að unglæknar hefðu náð svo mikilli kjarabót í nýgengnum kjarasamningum að læknanemar væru fullsæmdir af 75% og 85% af þeim launum. Það verður síðan enn erfiðara fyrir nemana að sækja þessi mál og standa á rétti sínum þegar þeir hafa í rauninni ekki haft neitt stéttarfélag á bakvið sig. Með inngöngu þeirra í LI verður breyting á. Það sér það auðvitað hver maður að þegar 5. eða 6. árs læknanemi fer í afleysingar í hérað og fær útgefið tímabundið lækningaleyfi og ber fulla ábyrgð á störfum sínum þá er fráleitt að honum séu ekki greidd laun í samræmi við það. Það var hins vegar réttilega bent á það á aðalfundinum að það sé óeðlilegt að láta læknanema vinna lækningastörf. Þetta tíðkast ekki víða annars staðar en hefur þróast svona hér og er stundum eina leiðin fyrir lækna í héruðum til að komast í langþráð sumarleyfi.” sér saman og á sér sameiginlega umræðuvettvang um starfið og fræðin. í haust er félagið einmitt 35 ára og hélt upp á afmælið með pompi og pragt þann 23. september síðastliðinn. En hvað er unglæknir? „Unglæknir er sá sem útskrifast hefur sem lækn- ir en ekki farið erlendis í sérnám. Á hverjum tíma hafa verið um það bil 180-200 manns í félaginu. Félagið er að stækka og það fer að sjálfsögðu eftir því hversu margir læknar útskrifast úr læknadeild- inni. Viðvera lækna í félaginu er yfirleitt fremur stutt, 1-3 ár, en nú erum við að sjá fólk sem er leng- ur í félaginu og það stafar að hluta til af því að í ákveðnum greinum er hægt að taka sérnámið hér- lendis, að hluta eða í heild. Núverandi stjórn hefur til að mynda setið óvenju lengi, í þrjú ár. Félag ungra lækna hefur sömu stöðu innan Læknafélags Islands einsog svæðafélögin og hefur því rétt til að tilnefna fulltrúa á aðalfund með öllum þeim réttindum sem því fylgja um aðalfundarsetu. Við eigum sjálfkjörinn fulltrúa í stjórn LÍ og erum eina félagið sem nýtur þeirra réttinda og einnig höfum við tvo fulltrúa í kjarasamninganefnd Læknafélags Islands, það er að segja samninganefnd sjúkrahúss- og heimilislækna sem sentur við ríkið.” Bjarni Þór hefur setið lengur á formannsstóli í félaginu en nokkur annar en hann segir það eiga sér ákveðnar skýringar. „Þegar kosið var um nýja stjórn 2003 var horft til þess að framundan væri langvinn réttindabar- átta og mikilvægt að sama fólkið ynni að þeim málum frá upphafi til enda. Það var því ákveðið að kjósa einstaklinga sem voru að byrja í félaginu og gætu því fylgt eftir þessum stóru hagsmuna- málum. Það má með vissum hætti segja að með samningnum sem undirritaður var í febrúar síðast- liðnum hafi unglæknar fengið kjarabætur umfram aðra læknahópa. Það á sér þó þær skýringar að unglæknar höfðu dregist svo afturúr samanburð- arhópum á undanförnum árurn að nauðsynlegt var að veita þeim umframhækkanir til að vinna upp forskotið. Samninganefnd LÍ var alveg einhuga um að ná frarn þessum kjarabótum eftir að við vorum búin að sýna fram á réttmæti þeirra.” Og með þeim orðum sláum við botn í samtalið og Læknablaðið óskar FUL til hamingju með afmælið. 35 ára afmæli Þrátt fyrir áhersluna sem lögð hefur verið á kjara- málin þá er Félag ungra lækna einnig félagslegur vettvangur fyrir meðlimi þar sem fólk skemmtir 702 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.