Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR / MELTINGARFÆRAEINKENNI Tafla I. Niðurstöður GSRS spurningalistans í upphafi eggbúsfasa og í guibúsfasa, meðal stigafjöldi. Hærri tala táknar meiri einkenni. Fasi Niöurgangur Meltingarónot Hsegðatregða Kviðverkir Bakflæði Samtals Eggbús 4,8 8,6 5,1 6,0 2,7 27,0 Gulbús 3,8 7,6 4,9 4,7 2,2 23,2 Marktækur munur var á niöurgangi (p=0,012), meltingarönotum (p=0,026) og heildarstigafjölda (p=0,03) verkja. Spurningalistinn er 7 gráðu Likert skali og er lægsta mögulega gildi 15 en það hæsta er 105. PGWB spurningalistinn inniheldur 22 spurningar sem lúta að kvíða, þunglyndi, vellíðan, sjálfstjórn, almennri heilsu og lífsþrótti. Lægsti mögulegi stigafjöldi er 22 stig en hæsti er 132. Niðurstöður spurningalista um starfræna kvilla í meltingarvegi voru notaðar til að meta hvort ástæða væri til að útiloka þátttakanda við úrvinnslu gagna. Tölfrœðileg úrvinnsla Students t-próf var notað til að reikna marktækni þar sem um normaldreifðar niðurstöður (eða góða nálgun að normaldreifingu) var að ræða en Wilcoxon próf þar sem niðurstöður voru ekki normaldreifðar. Til að kanna hvort um norm- aldreifðar niðurstöður væri að ræða voru gildi sett upp á súlurit og borin saman við normalkúrfu. Við fylgniútreikninga var notað Kendall’s tau B próf. Öll próf voru gerð tvíhliða og marktækni sett við p<0,05. Boxplot línur tákna 95% öryggismörk. Tölfræðiforritið SPSS, útgáfa 9.0.1 (SPSS software package SPSS Inc. Chicago Illinois, Bandaríkin) var notað við tölfræðilega útreikninga. Niðurstöður Allir þátttakendur luku öllum hlutum rannsókn- arinnar og skiluðu öllum spurningalistum rétt útfylltum. Heildarstigafjöldi GSRS spurningalistans var lægri í gulbúsfasa en eggbúsfasa (p=0,03) sem bendir til þess að þátttakendur hafi haft meiri meltingarfæraeinkenni í eggbúsfasa (tafla I). Bæði meltingarónot og niðurgangur voru marktækt meiri í eggbúsfasa. Heildarstigafjöldi PGWB spurningalistans var 97,8 stig í eggbúsfasa en 99,6 stig í gulbúsfasa þannig að ekki fannst munur á andlegri líðan milli fasanna tveggja. Fylgni var á milli líkamlegra ein- kenna og andlegra í eggbúsfasa (r=0,451, p<0,025) en ekki í gulbúsfasa. Magatæmingarhraði var svipaður í eggbús- og gulbúsfösum. Helmingunartími magatæmingar var 252 (182-393 ± 62,7) mínútur í eggbúsfasa og 222 (110-314 ± 61,8) mínútur í gulbúsfasa (p=0,19). Magatæming hófst (lag time) eftir 160 (101-298 ± 52,3) mínútur í eggbúsfasa en 138 (73-201 ± 37,2) mínútur í gulbúsfasa (p=0,211) (mynd 1). Flæðishraði í gegnum smáþarm var meiri (p=0,014) í gulbúsfasa (75,7 mín,40-150, ± 30,3) en eggbúsfasa (99,3 mín, 50-180 ± 40,9). Einungis einn þátttakandi hafði hraðara flæði um smáþarm í egg- búsfasa en gulbúsfasa og hjá tveimur þátttakend- um var flæðið jafnt í fösunum tveimur (mynd 2). Ekki kom fram marktækur munur á flæðishraða í gegnum ristil (p=0,615), fjöldi hringja í ristli í egg- búsfasa var 31,8 (2-67 ± 21,9) en 31,1 (0-66 ± 23,9) í gulbúsfasa. Mælingar á prógesteróni voru notaðar til að staðfesta egglos. Miðað var við að styrkur prógesteróns færi yfir 6 nm/L til þess að staðfest þætti að egglos hefði orðið og sást sú hækkun hjá öllum þátttakendum. Styrkur estrógens var jafn- framt mældur en ekki kom fram fylgni milli styrks þessara hormóna og flæðishraða um meltingarveg eða meltingarfæraeinkenna. Umræða Almenn vanlíðan og kviðverkir eru algeng kvört- un kvenna í tengslum við tíðahring. Ástæður þessa eru óþekktar en tilgátur eru nokkrar. Breytingar á styrk kynhormóna kunna að valda þessu en einnig er mögulegt að sveiflur í styrk prostaglandína skýri þessi einkenni. Aðalniðurstaða þessarar rannsóknar, það er að meltingarónot og niðurgangur séu meira áberandi í eggbúsfasa en gulbúsfasa, er í samræmi við nið- urstöður annarra rannsókna (20, 21). Áhugavert er að fram kemur tilhneiging til meiri vélindabak- flæðiseinkenna í eggbúsfasa en í gulbúsfasa sem stangast á við kenningar um að prógesterón valdi slökun á sléttum vöðvum og neðri hringvöðva vélinda (LES) og þannig auknum einkennum vél- indabakflæðis (3,22,23). Það er umdeilt hvort mælanlegur munur sé á andlegri líðan milli hluta tíðahringsins. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í samræmi við þær rann- sóknir þar sem ekki hefur fundist munur (24- 26). Aðrar rannsóknir hafa sýnt að andleg líðan kvenna versni rétt fyrir tíðir og á meðan á þeim stendur (27-29). Þrátt fyrir að ekki hafi fundist munur á andleg- um einkennum tengdum tíðahringnum kom fram fylgni á milli andlegra og líkamlegra einkenna í eggbúsfasa. Þessar niðurstöður eru sambærilegar 680 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.