Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 44
UMRÆÐA & FRETTIR / ABYRGÐ SJUKLINGA Persónuleg ábyrgð læknis ekki síður en sjúklings http://content. nejm. org/ Hávar Sigurjónsson Hugmyndin um persónulega ábyrgð sjúklings á heilsufari sínu hefur náð nýjum hæðum í umræðum um breyttar áherslur í opinberri heilsugæslu í Bandaríkjunum. Stjórn heilsugæslunnar í Vestur- Virginíufylki hefur riðið á vaðið með róttækar breytingar á fyrirkomulagi hennar (Medicaid) sem snýr fyrst og fremst að þeim verst settu í samfélaginu, þeim sem hafa lægstar tekjur og eru við eða undir skilgreindum fátæktarmörkum og geta þar af leiðandi ekki borgað há iðgjöld einkaheilsutrygginga og/eða njóta ekki heilsugæslufríðinda vegna vinnu sinnar. Hugmyndin að baki persónulegrar ábyrgðar á eigin heilsufari byggist á því að fólk stundi heil- brigt líferni og séu hlýðnir sjúklingar (mæti alltaf til læknisins, fari ávallt að læknisráði og noti að- eins bráðadeildir í neyð) og uppskeri í staðinn betri líðan fyrir minni tilkostnað. Þetta hljómar sannarlega vel og við fyrstu sýn virðist kannski ekkert athugavert við að leggja slíka ábyrgð á herðar sjúklingsins. En læknar í Bandaríkjunum hafa ýmislegt við þetta að athuga eins og glöggt kemur fram í tveimur greinum í The New England Journal of Medicine: (Steinbrook R. Imposing Personal Responsibility for Health. N Engl J Med 2006; 355; 753-6. Bishop G, Brodkey A. Personal Responsibility and Physician Responsibility - West Virginia's Medicaid Plan. N Engl J Med 2006; 355:756-8.) Robert Steinbrook bendir reyndar á að nú þegar fyrirfinnist ýmis dæmi um að menn séu krafðir um persónulega ábyrgð á heilsufari sínu hjá stofn- unum og fyrirtækjum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) ræður til dæmis ekki lengur í vinnu fólk sem notar tóbak þó stofnunin ráði enn fólk sem að öðru leyti ástundar ekki heilbrigt líferni (opin- berlega skilgreint sem regluleg hreyfing, halda sig innan þyngdarmarka og reykja ekkij.Til eru dæmi um vinnuveitendur sem hafa rekið fólk fyrir reykja utan vinnutíma og margir vinnuveitendur í Banda- ríkjunum ráða ekki lengur of feitt fólk eða reyk- ingafólk í vinnu þar sem heilsu- og líftryggingar eru dýrari fyrir þá sem reykja og/eða eru of þung- ir; ekki er óalgengt að vinnuveitendur verðlauni starfsmenn fyrir að léttast, hætta að reykja og/eða fara í heilsuræktarátak. Steinbrook tiltekur dæmi af verslanakeðjunni Wal-Mart sem hefur hugleitt að bæta líkamlegu erfiði inn í allar starfslýsingar fyrirtækisins til að letja fólk sem er líkamlega illa 704 Læknablaðið 2006/92 á sig komið til að sækja um störf. í nýlegri könnun (júlí 2006) telja 53% Bandaríkjamanna „sann- gjarnt” að þeir sem hirða lítt um heilsufar sitt greiði hærri iðgjöld fyrir heilsutryggingar og heil- sugæslu en fólk sem ástundar heilbrigt líferni. í nóvember 2003 var sambærilegt hlutfall 37%. Hér á Islandi hefur sambærileg umræða skotið upp kollinum þegar rætt er hvort reyk- ingamenn sem ekki hlíta því skilyrði að hætta að reykja eigi rétt á endurteknum hjartaaðgerðum og einnig hefur verið rætt um hvort þeir sem ekki hlíta samkomulagi um þyngdartap fyrir garnastyt- tingu fyrirgeri rétti sínum til aðgerðarinnar. Um- ræðan hefur ekki farið hátt en snýst um hið sama; hvort meta eigi rétt einstaklings til læknisþjónustu í hlutfalli við hversu mikla ábyrgð hann tekur á eigin heilsufari. Endurskipulagning heilbrigðisþjónustu í Vest- ur-Virginíu byggist á því að draga úr grunnþáttum heilsugæslu fyrir börn og fullorðna sem skilgreind eru heilbrigð og falla undir skilmála Medicaid (það er þeir verst settu í samfélaginu). Þessum einstaklingum er hins vegar boðið að skrifa undir samning þar sem lagðar eru ýmsar kröfur á herðar þeim ef þeir vilja njóta aukinnar þjónustu en hún felur í sér alla grunnþjónustu auk aldurstengdrar heilbrigðisþjónustu sem beinist að sykursýki, endurhæfingu eftir hjartasjúkdóma, námskeiði til að hætta reykingum, fræðslu um næringu, fíkn og geðheilbrigði. Grunnþjónustan veitir fjóra lyfseðla á mánuði en aukna þjónustan eins marga og þörf krefur. Ávinningur af kerfinu að sögn meðmæl- enda er sá að „veita skjólstæðingum þess tækifæri og frumkvæði til að viðhalda og bæta heilsu sína.” Til að detta ekki útúr kerfinu og tapa þar með hinum auknu réttindum þarf sjúklingurinn eingöngu að koma í bókaðar heimsóknir hjá lækni, mæta í reglulegar skoðanir, taka lyfin sín og fara eftir leiðbeiningum um bætt heilsufar. Þetta eru þau fjögur atriði sem heilsugæsluyfirvöld í Vestur- Virginíu ætla að hafa til viðmiðunar þegar metið er hvort sjúklingur stendur sig eða ekki. Standi hann s ig er honum lofað auknum fríðindum sem þó er ekki alls kostar ljóst hver verða á þessu stigi en gefið er í skyn að þar geti verið um að ræða aðgang að líkamsrækt fyrir fullorðna og ávísanir á hollan mat fyrir börn. Skráning í kerfið hófst í júlí og mun ná til um 160 þúsund einstaklinga innan fylkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.