Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÁÐAÚTKÖLL eingöngu er um að ræða áverka, svo sem einföld beinbrot eða húðbruna, þar sem engin bráð lífs- hætta er til staðar er rétt að reynt sé að verkjastilla sjúklinginn og veita fyrstu meðferð þannig að ekki sé lengur neyð til staðar og hægt sé að flytja hann á sjúkrahús án forgangsaksturs. I allra brýnustu neyðartilvikum, svo sem þegar sjúklingur er með lokaðan öndunarveg, getur verið æskilegt að fá fylgd lögreglu. Fer lögregla þá á undan sjúkrabíl-num og getur greitt leið hans og lokað fyrir umferð á gatnamótum þannig að bíllinn þurfi síður að hægja ferðina. Þó notið sé aðstoðar lögreglu er engu að síður nauðsynlegt að halda athygli við aksturinn og aka af skynsemi. Ahöfn sjúkrabíls á að vinna saman sem ein heild, í því felst meðal annars að beina því til ökumanns að aka hægar ef öðrum í áhöfn finnst hraðinn orðinn of mikill sem og að upplýsa ökumann um ástand sjúklings og það hvort ástæða sé til þess að aka á forgangi eða ekki. Nota þarf sætisbelti, bæði þegar setið er í framsætum og einnig eins og hægt er meðan verið er að sinna sjúklingi aftur í bílnum. Sjúklingur þarf einnig að vera spenntur niður á börurnar, enda óásættanlegt að minna öryggi sé viðhaft í forgangs- akstri en í almennri umferð. Erfitt getur verið að spenna börn í sjúkrabíl, en í öllum sjúkrabílum þarf að vera búnaður til að hægt sé að flytja barnið fast- spennt. Allur búnaður í sjúkrabfl á einnig að vera spenntur fastur, laus búnaður, til dæmis hjarta- stuðtæki eða súrefnisflaska, getur verið stórhættu- legur. Umferðarslys Fyrsta atriði sem huga þarf að á vettvangi umferð- arslysa er að tryggja öryggi og er það verkefni lögreglumanna. Ef lögreglan er ekki komin á vett- vang í upphafi aðgerða geta aðrir viðbragðsaðilar þurft að taka þann þátt að sér. A hann ávallt að hafa forgang á að sinna sjúklingunum. Sjúkrabfl er venjulega lagt í vegkanti með blikk- andi ljósum þannig að hann sé viðvörun fyrir aðvíf- andi umferð, án þess þó að loka slysstað fyrir að- komu annarra björgunarbfla. Viðvörunarþríhyrn- inga þarf að setja í vegkantinn í um 200 metra fjarlægð frá slysstaðnum, en staðsetningu þeirra getur þurft að aðlaga þannig að sé hægt að aðvara ökumenn um að slysstaður sé handan blindhæðar. Ef nægilegur fjöldi björgunaraðila er til staðar og aðstæður erfiðar getur verið æskilegt að staðsetja fólk í 200-300 m fjarlægð frá slysstað með vasaljós í hendi til að tryggja að ökumenn séu varaðir við slysstað í tæka tíð. í bílflaki og í kringum það er venjulega mikið af glerbrotum, æskilegt er því að björgunaraðilar klæðist öryggishönskum til að draga úr hættu. Ef bíll er mikið aflagaður getur þurft að beita sérhæfðum klippum til að ná sjúklingi út. Pví fylgir mikil liætta á að gler- og/eða málmflísar skjótist undan klippunum og því ætti læknir helst ekki að vera nálægt meðan klippt er, en hið minnsta vera með öryggisgleraugu. Þegar komið er að bflflaki er mikilvægt að athuga hvort óhætt sé að nálgast það. Ef bfll ligg- ur á hlið eða í brekku getur verið hætta á að flakið skríði til og valdi frekari áverkum og þá þarf að skorða flakið áður en hægt er að nálgast sjúklinginn. Algengt er að bensín eða olía leki á slysstað og ávallt þarf að meta eldhættu í flakinu. Tryggja þarf að ekki sé reykt á slysstað og æskilegt er að slökkvitæki sé tiltækt ef eldur blossar upp. Taka skal rafmagn af bflnum og æskilegt að af- tengja rafgeymi. Læknablaðið 2006/92 715
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.