Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 9
FRÆÐIGREINAR / LIFRARBÓLGA Lifrarbólga af völdum lifrarbólguveira B og C hjá innflytjendum á Islandi Guðrún Jónsdóttir1 Námslæknir Haraldur Briem2 Smitsjúkdóma- Læknir Þorsteinn Blöndal3 Lungnalæknir Gestur Pálsson4 Barnalæknir Sigurður Olafsson’ Lyf- og meltingarlæknir Þórólfur Guðnason4 Smitsjúkdóma- LÆKNIR BARNA Læknadeild Háskóla íslands1, sóttvarnarlæknir2, lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur3, Barnaspítala Hringsins4, meltingarlækningaeining Landspítala.5 Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sigurður Ólafsson Landspítala sigurdol@landspitali. is Lykilorð: lifrarbólga B, lifrarbólga C, innflytjendur, faraldsfrœði. Ágrip Inngangur: Lifrarbólga B og C eru mikið heilsu- farsvandamál í heiminum. Algengi þessara sjúk- dóma er mjög mismunandi eftir landsvæðum. Hér á landi hefur nýgengi lifrarbólgu B og C aukist á undanförnum árum. Jafnframt hefur fjöldi inn- flytjenda. meðal annars frá löndum þar sem veiru- lifrarbólga er landlæg, aukist verulega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði lifr- arbólgu B og C hjá innflytjendum á íslandi. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru móttöku- skrár lungna- og berklavarnadeildar Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur og göngudeildar smitsjúkdóma á Barnaspítala Hringsins tímabilið 2000-2002 en á þessar deildir var flestum innflytj- endum frá löndum utan EES vísað til skoðunar. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám göngudeilda Landspítala. Athugað var uppruna- land og niðurstöður veirurannsókna og lifrarprófa. Einnig var aflað upplýsinga úr smitsjúkdómaskrá sóttvarnarlæknis og hjá Útlendingaeftirliti um fjölda útgefinna dvalarleyfa. Niðurstöður: Rannsóknin tók til um 70% innflytj- enda frá löndum utan EES sem fengu dvalarleyfi á tímabilinu. Blóðsýni var tekið úr 2946 einstakling- um. Greindust 83 (2,8%) með lifrarbólgu B og 24 (0,8%) með lifrarbólgu C. Algengi lifrarbólgu B var hæst hjá innflytjendum frá Afríku 11/171 (6,4%; 95% CI: 3,3-11,2%) og lifrarbólgu C hjá innflyljendum frá Austur-Evrópu 16/1502 (1,1%; 95% CI: 0,6-1,7%) en 482 (16%) höfðu merki um fyrri sýkingu af völdum lifrarbólgu B. Af öllum tilkynntum tilfellum af lifrarbólgu B voru innflytj- endur 56% og af lifrarbólgu C 10%. Ályktanir: 1. Meirihluti þeirra sem greindust á tímabilinu með lifrarbólgu B hér á landi voru innflytjendur. 2. Lifrarbólga B var algengari hjá innflytjendum en lifrarbólga C. 3. Algengi lifr- arbólgu B réttlætir áframhaldandi skimun hjá inn- flytjendum enda er hægt að takmarka útbreiðslu sjúkdómsins með bólusetningum. Inngangur Lifrarbólga B og C eru mikið heilsufarsvandamál í heiminum og eru ein helsta orsök skorpulifrar og lifrarfrumukrabbameins (1). ENGLISH SUMMARY Jónsdóttir G, Briem H, Blöndal Þ, Pálsson G, Guðnason Þ, Ólafsson S Viral hepatitís B and C among immigrants in lceland Læknablaðið 2006; 92: 669-73 Background: Viral hepatitis B and C are a major health problem worldvide. The prevalence of these diseases varies throughout the world. In lceland, the incidence of hepatitis B and C has increased in recent years. At the same time, the number of immigrants from countries where viral hepatitis is endemic, has also increased. The aim of this study was to investigate the epidemiology of hepatitis B and C among immigrants in lceland. Material and methods: Immigrants from outside the European Economic Area (EEA) were screened for hepatitis B and C. Medical records for the years 2000- 2002 were reviewed for country of origin, viral serology and liver transaminases. Information was gathered from the State Epidemiologist’s central registry of notifiable diseases and from the lcelandic Directorate of Immigration on the number of residence permits issued. Results: 70% of all immigrants from countries outside the EEA during the study period were included in the study. Blood samples were obtained from 2946 immigrants. 83 (2.8%) had hepatitis B and 24 (0.8%) had hepatitis C. Prevalence of hepatitis B was highest among immigrants from Africa, 11/171 (6.4%; 95% Cl: 3.3- 11.2%) and hepatitis C among immigrants from Eastern Europe, 16/1502 (1.1%; 95% Cl: 0.6-1.7%). 482 (16%) had serological markers of previous hepatitis B infection. Of all registered cases of hepatitis B, immigrants were 56% and of hepatitis C 10%. Conclusions: 1. Majority of those diagnosed with hepatitis B during the study period were immigrants. 2. Among immigrants, hepatitis B was more prevalent than hepatitis C. 3) The high prevalence of hepatitis B justifies screening for the disease in this population. Key words: hepatitis B, hepatitis C, immigrants, epidemiology. Correspondance: Sigurður Ólafsson, sigurdol@landspitali.is Læknablaðið 2006/92 669
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.