Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BARNAHÚS Barnahús hlýtur alþjóðlega viðurkenningu Hávar Sigurjónsson Barnahúsið islenska hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir landsteinana og orðið barnavernd- aryfirvöldum í Svíþjóð og Noregi fyrirmynd að stofnun sams konar barnahúsa þar sem sinnt er rannsóknum og viðtölum við börn sem talið er að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða misnotk- un. í byrjun september hlaut Barnahúsið á íslandi viðurkenningu alþjóðlegu samtakanna IPSCAM fyrir brautryðjendastarf á þessu sviði og veitti Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd Barnahúss- ins. Viðurkenningin var veitt á heimsráðstefnu ISPCAM (International Society for Prevention of of Child abuse and neglect) sem haldin var dagana 3.-6. september í York á Englandi en hana sóttu fulltrúar víða að úr heiminum sem láta þennan mikilvæga málaflokk til sín taka. „Það er mikill heiður og hvatning að Barnahús skuli hafi hlotið þessa viðurkenningu,” segir Jón R. Kristinsson barnalæknir en hann er einn þeirra sérfræðinga sem starfað hafa við Barnahúsið frá upphafi. „Undirbúningur að stofnun Barnahúss hófst 1997 að tillögu Barnaverndarstofu sem hafði að leiðarljósi rannsóknaraðstöðu í Bandaríkjunum „Children Advocacy Centers” sem eru stöðvar þar sem rannsakaður er grunur um kynferðisafbrot gegn börnum. Undirbúningsnefnd að stofnun Barnahúss hóf störf í september 1997 og starfaði samfellt þar til Barnahús hóf starfsemi í byrjun nóvember sama ár.” Undirbúningsnefndina skip- uðu auk Jóns, Sigríður Jósefsdóttir saksóknari, Gísli Pálsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sigur- björn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Ólafur Guðntundsson yfirlæknir, Þorgeir Magn- ússon sálfræðingur og Soffía Gísladóttir félags- málastjóri. Af hálfu Barnaverndarstofu störfuðu með nefndinni Hrefna Friðriksdóttir lögfræð- ingur, Anni Haugen félagsráðgjafi og Bragi Guðbrandsson forstjóri. Til frekari ráðgjafar var kallaður Aðalsteinn Sigfússon sálfræðingur. Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur var ráðin forstöðumað- ur Barnahúss og síðan einnig Ragna Guðbrands- dóttir félagsráðgjafi og Þorbjörg Sveinsdóttir sálfræðingur. Auk Jóns R. Kristinssonar hefur Þóra F. Fischer kvensjúkdómalæknir starfað við Barnahúsið frá upphafi. Aðrir læknar sem sinnt hafa læknisskoð- unum á börnum í Barnahúsi eru Gestur Pálsson barnalæknir og Ebba Margrét Magnúsdóttir kven- sjúkdómalæknir. „Það er ánægjulegt að segja frá því að íslenska barnahúsið hefur orðið barnaverndaryfirvöldum bæði í Svíþjóð og Noregi fyrirmynd að stofnun Barnahúsa. I Svþjóð hefur barnahús þegar tekið til starfa í Linköping og fleiri eru að opna víðar í landinu. Skemmst er að minnast heimsóknar Syl- víu Svíadrottningar í Barnahúsið íslenska er hún var hér í opinberri heimsókn. Norska Stórþingið var nýlega að samþykkja lög þar sem kveðið er á um stofnun barnahúss og má fullvíst telja að starfsemin hér á íslandi hafi átt sinn þátt í þeirri lagasetningu.” Að sögn Jóns er hugmyndin að Barnahúsinu sú að þar fari fram allar rannsóknir og viðtöl við barn vegna meints kynferðisofbeldis eða misnotkunar undir handleiðslu og stjórn sérmenntaðs fagfólks, það er að segja rannsóknarviðtöl, læknisskoðun, greining og meðferð. Allir dómstólar landsins hafa nýtt sér þjónustu Barnahússins að Héraðsdómi Reykjavíkur undanskildum. Jón R. Kristinsson segir mikla sérþekkingu þurfa til að átta sig á getu barna til að segja frá atburðum sem þau hafa upplifað og eins að meta þroska þeirra og áreiðanleika frásagnarinnar. „Manni finnst að börn séu nánast alltaf minni- máttar í þessum vondu málum og miklvægt sé að vernda þau eftir mætti við vinnslu þessara mála þannig að ekki sé bætt á þeirra hremm- ingar. Með því að öll rannsókn þessara mála séu á sama stað og ekki sé verið að velta börn- unum margoft upp úr þessum ljótu málum og segja endurtekið frá þeirra erfiðu lífs- reynslu.ÞáermarkmiðiBarnahúsnáð.Þarersaman- komin sérþekking við rannsókn þessara mála.” Aðspurður um hlutverk læknis við rannsókn á barni sem grunur er um að hafi orðið fyrir kyn- 706 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.