Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUN AUGNBOTNA það orðið tæp 30% (56). Þurr rýrnun er algengara hér á Islandi en vota formið eða 3:1 hjá 73 ára og eldri. Ekki er um marktækan kynjamun að ræða. Báðar þessar íslensku rannsóknir nota skilgreiningu Framingham-augnrannsóknarinnar og er heildaralgengi Borgarnesrannsóknarinnar 8,8% og 6,7% á Austfjörðum í nokkru yngra úrtaki, niðurstöður eru því mjög svipaðar. Einungis Austfjarðarannsóknin aðgreinir vott og þurrt form lokastigs AMD. Árið 1992 gerði Ólöf Ólafsdóttir (109) aft- urvirka rannsókn á sjúklingum 45 ára og eldri sem komið höfðu á göngudeild augndeildar með hrörn- un í augnbotnum. Þar var meðalaldur 73 ár 66% konur og 34% karlar, flestir búsettir í Reykjavík og nágrenni, eða 84% þátttakenda. Algengi jókst með hækkandi aldri upp að 80 ára aldri en fór svo lækkandi en hugsanleg skýring á því er að eldri aldurshópar hafi ekki skilað sér í rannsóknina eða höfðu ekki komið á göngudeildina. María Gottfreðsdóttir og fleiri framkvæmdu tvíburarannsókn sem skoðaði meðal annars AMD (45). Skoðuð voru 50 eineggja tvíburapör og 47 makar þeirra, þar af 26 kvenkyns tvíburapör og 24 karlkyns tvíburapör. Meðalaldur hjá tvíburunum var 67 ár og hjá mökum þeirra 64 ár. Notuð var alþjóðaskilgeiningin á AMD. Niðurstöður sýndu hærra samræmi (,,concordance“) á AMD, eða 90% hjá eineggja tvíburum miðað við maka þeirra sem var 70%. Reykjavíkur-augnrannsóknin (59) er rannsókn á augnhag Reykvíkinga 50 ára og eldri, og unnin í samvinnu við vísindamenn í Japan árið 1996 og aftur 5 árum seinna. Notað var tilvilj- unarkennt úrtak úr þjóðskrá hjá Reykvíkingum 50 ára og eldri. í fyrri rannsókninni frá 1996 var þátt- takan 76%, eða 1045 Reykvíkingar 50 ára og eldri, og er aldursdreifing eftirfarandi: Aldurshópur 70-79 ára er 24% þátttakenda og 80 ára og eldri eru 7% þátttakenda. Teknar voru þrívíddarlitmyndir af augnbotnum og sjúkdómurinn flokkaður eftir alþjóðaskilgrein- ingu AMD (3), skipt í byrjunarstigsbreytingar með undirflokk og lokastigsbreytingar með und- irflokka. Þessi rannsókn sýndi að algengi byrjunar- stigsbreytinga jókst úr 9% hjá 50-59 ára í 37% hjá 80 ára og eldri og algengi lokastigsbreytinga jókst úr 6% hjá 70-79 ára í 31% hjá 80 ára og eldri. í Rvk-rannsókninni eins og í Austfjarða- rannsókninni er hlutfall þurrar rýrnunar hærra en vota formsins eða 3:1. Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við erlendar rannsóknir sem nota sömu greiningarmörk eins og Beaver Dam Eye Study (21), Rotterdam Eye Study (22) og Blue Mountain Eye Study (18) er hlutfall vota forms- ins hærra í þessum erlendu rannsóknum en þurrar rýrnunar eða 2:1. Tafla 3a. Algengitölur hrörnunar í augnbotnum á byrjunar og lokastigi eftir aldursflokkum á Vesturlandi. Aldur Heildaralgengi % 50-59 0,5% 60-69 3,6% 70-79 33,3% 80 + 46,6% Tafla 3b. Algengitölur hrörnunar í augnbotnum eftir aldursflokkum í A ustfjarðarannsókninni. Aldur Heildaralgengi % 43-52 0% 53-62 1,1% 63-72 5,1% 73-82 22,2% 83 + 48,8% Skyldleiki sjúklinga með þurra og vota formið var líka skoðaður í Rvk-rannsókninni og sýndi að þeir sem voru með þurra rýrnun voru skyldari en samanburðarhópur. Seinni hluti Rvk-rannsókninnar fór fram í sept 2001 og voru þá 846 einstaklingar skoðaðir aftur. Niðurstöður sýna að 5 ára nýgengi (30) fyrir þurra rýrnun er 0,9% en 0,1% fyrir vota formið sem er í samræmi við fyrri algengitölur og er hærra en í sambærilegum erlendum rannsóknum (30). Nýgengi fyrir litþekjubreytingar og þurra rýrnun er hærra hér á landi en nýgengi fyrir vota formið í samanburði við sambærilegar erlendar rannsóknir (28,55). Sjónhjálpartæki Ýmis sjónhjálpartæki eru í boði fyrir sjónskerta einstaklinga til að auðvelda þeim lestur allt frá stækkunarglerjum í ,,talandi tölvur”. Rannsóknir hafa sýnt að ef einstaklingur les lítið sem ekkert í tvö ár þá skerðist geta hans til lesturs mikið og hann á jafnvel mjög erfitt með lestur eftir það (110). Mikilvægt er því að hvetja og leiðbeina þeim sem eru farnir að missa sjón vegna AMD til að halda áfram lestri og öðru atferli daglegs lífs með öllum mögulegum hjálpartækjum sem í boði eru hverju sinni (99,111-113). Endurhæfing og hvatn- ing er mikilvæg þar sem sýnt hefur verið fram á að árangur af notkun sjónhjálpartækja er góður hjá þessum sjúklingahópi (20, 114). Rannsókn á 212 AMD sjúklingum sem áttu erfitt með lestur fyrir meðferð á „low vision clinic“ sýndi að 94% gátu bjargað sér með lestur eftir að hafa fengið kennslu og aðstoð á endurhæfingarstöð fyrir sjónskerta (99). Læknablaðið 2006/92 693
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.