Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Skimun fyrir lungnakrabbameini Lungnakrabbamein veldur nú fleiri dauðsföllum en nokkurt annað krabbamein í vestrænum lönd- um. Á íslandi hafa undanfarin ár greinst um 125 tilfelli á ári, eða meira en tvö að meðaltali í viku. Árangur af meðferð lungnakrabbameina hefur lítið breyst síðastliðin 30 ár og er 5 ára lifun um 15% með bestu greiningar- og meðferðarúrræð- um. Ástæðan fyrir þessum slæma árangri er sú að flest tilfelli, eða um 75%, greinast eftir að sjúk- dómurinn er orðinn útbreiddur og ekki er unnt að beita skurðaðgerð (1). Jafnvel þótt sjúkdómurinn greinist á stigum I eða II sem eru skurðtæk sam- kvæmt núverandi greiningartækni fá 40-60% sjúk- linga meinvörp seinna og 5 ára lifun þeirra er því í heild aðeins um 40%. Þetta þýðir að meinvörp hafa verið til staðar í byrjun. Rannsóknir á mögu- leikum þess að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi, sem gerðar voru á áttunda áratugnum með rönt- genmyndum og frumurannsóknum á hráka, sýndu ekki fram á lækkun á dánartíðni borið saman við venjulegt eftirlit (2). Þessar niðurstöður ollu mikl- um vonbrigðum og svartsýni varðandi árangur í þessum efnum um langt skeið. Á undanförnum áratug hefur tölvusneið- myndatæknin leitt til þess að unnt er að finna hnúta í lungum sem eru mun smærri en áður var unnt með röntgenmyndum. Fyrstu stóru skim- unarrannsóknirnar með tölvusneiðmyndum voru gerðar í Japan og sýndu að með skimun var unnt að greina flest tilfelli, eða um 80% á stigi I, en þá eru bestar líkur á lækningu með skurðaðgerð (3). Þessar niðurstöður hafa vakið vonir um að nota megi tölvusneiðmyndir til að skima fyrir lungnakrabbameini með árangursríkum hætti. Efnt hefur verið til stórra samstarfsverkefna bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og nýlega voru birtar niðurstöður af alþjóðlegu samstarfsverkefni undir forystu lækna við Cornell háskóla í New York sem starfrækt hefur verið frá árinu 1994 (4). I þessari rannsókn var einkennalaus áhættuhópur skimaður með tölvusneiðmyndum og grunsam- legir hnútar rannsakaðir frekar með endurteknum sneiðmyndum, fínnálarástungum, PET-skönnum og frekari rannsóknum eftir því sem tilefni gafst til. Af 31.567 einstaklingum sem skimaðir voru fundust lungnakrabbamein hjá 484, eða 1,5%. Af þessum hópi voru 412 með sjúkdóm á stigi I, eða 85%. Meðal þeirra 302 sem höfðu sjúkdóm á stigi I og fóru í skurðaðgerð innan mánaðar frá grein- ingu var 10 ára lifun 92% en heildar 10 ára lifun þeirra sem greindust með lungnakrabbamein í skimunarhópnum var 80%. Þetta er langbesti árangur sem náðst hefur með skimun fyrir lungnakrabbameini og vekur vonir um að nú loksins geti verið komin til skjalanna að- ferð til að vinna bug á þessum erfiða sjúkdómi. Það verður þó að viðurkenna að í þessari rannsókn var ekki samanburðarhópur sem ekki hlaut skimun og því hafa ekki ennþá verið færðar sönnur á að skim- un með tölvusneiðmyndatækni minnki dánartíðni. Bandaríska krabbameinsstofnunin hefur ekki enn viljað mæla með skimun þótt sterkar vísbendingar séu um gagnsemi (5). Þar ræður sennilega mestu reynslan af fyrri rannsóknum sem lofuðu góðu með fjölgun greindra tilfella á lægri stigum en engum áhrifum á dánartíðnina þar sem jafn margir greindust með útbreiddan sjúkdóm. Rannsóknir með slembihönnun eru hins vegar hafnar bæði vestanhafs og austan sem ætlað er að svara þess- ari spurningu og er niðurstöðu að vænta á árunum 2008-2009. Með hliðsjón af þessum rannsóknum er fyllilega tímabært að tekin verði upp umræða á Islandi í fullri alvöru um skimun fyrir lungna- krabbameini. Slík starfsemi krefst undirbúnings hvað snertir þjálfun starfsfólks en ætla má að á Islandi sé nú þegar til staðar sá tækjabúnaður og sjúkrahússaðstaða sem til þarf. Þá mun þekking okkar á áhættuþáttum sjúkdómsins geta nýst vel við skipulega skimun fyrir lungnakrabbameini hér á landi (6). Heimildir 1. ) Hirsch FR, Franklin WA, Gazdar AF, Bunn PA. Early Detection of Lung Cancer: Clinical Perspectives of Recent Advances in Biology and Radiology. Clin Cancer Res 2001; 7: 5-22. 2. ) Tockman MS. Survival and Mortality form Lung Cancer in a Screened Population: The Johns Hopkins Study. Chest 1986; 89:324S-325S. 3. ) Kaneko M, Kusumoto M, Kobayashi T. CT Screening for Lung Cancer in Japan. Cancer 2000; 89: Suppl: 2485-88. 4. ) International Early Lung CancerAction Program Investigators, Henschke CI, Yankelevitz DF, Libby DM, Pasmantier MW, Smith JP, et al. Survival of patient with stage I lung cancer detected on CT screeing. N Engl J Med 2006; 355:1763-71. 5. ) Mulshine JL, Sullivan DC. Lung Cancer Screening. N Engl J Med 2005; 352:2714-20. 6. ) Jónsson S, Þorsteinsdóttir, Guðbjartsson DF, Jónsson HH, Kristjánsson K, Árnason S, et al. Familial risk of lung carcinoma in the Icelandic population. JAMA 2004; 292:2977- 83. Steinn Jónsson steinnj@landspitali. is Screcning for lung cancer Associate Professor of Medicine Steinn Jónsson, lungnalæknir dósent í lyflækningum og lungnasjúkdómum, Landspítala og læknadeild HÍ. Læknablaðið 2006/92 843
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.