Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / ENDURLÍFGUN NÝBURA Tafla III. Stærð og staðsetning barkarennu Þyngd (g) Meögöngulengd (vikur) Stærð barkarennu Merki viö efri vör (cm) < 1000 < 28 2,5 6,5-7 1000 - 2000 28-34 3,0 7-8 2000 - 3000 34-38 3,5 8-9 > 3000 > 38 3,5-4,0 >9 Mynd 3. Hjartahnoð með tveimur fingrum annarrar handar. Mynd 4. Hjartahnoð með báðum höndum. Oftast fer barnið að anda sjálft þegar hjartsláttur er orðinn eðlilegur, en ef ekki skal halda öndunar- aðstoð áfram þar til það andar vel sjálft. Eftir því sem fósturköfnunin hefur verið meiri og staðið lengur, þeim mun lengri tími líður þar til barnið fer að anda sjálft. Rannsóknir hafa sýnt að endurlífgun með andrúmslofti er jafn árangursrík og þegar 100% súrefni er notað (21). Jafnframt benda rannsóknir til þess að notkun 100% súrefnis við endurlífgun nýbura geti haft óæskileg áhrif á öndun og heila- blóðflæði, auk þess sem minna myndast af frjálsum súrefnishvarfefnum (oxygen free radicals) þegar andrúmsloft er notað og heilaskemmdir því hugs- anlega minni. Hins vegar er talið að ekki liggi fyrir nægilegar rannsóknaniðurstöður enn sem komið er til þess að almennt sé hægt að mæla með ákveðinni súrefnisþéttni við endurlífgun nýbura (5,6). Ef notað er viðbótarsúrefni (>21%) við end- urlífgun nýbura sem orðið hafa fyrir fósturköfnun teljum við rétt að nota ekki súrefni í óhófi og að súrefnisgjöfin sé minnkuð niður í andrúmsloft sem fyrst eftir að hjartsláttur er orðinn eðlilegur og barnið ekki lengur með miðlægan bláma. í þeim tilvikum sem barnið þarf áframhaldandi öndunaraðstoð þarf yfirleitt að barkaþræða það. Rétt stærð barkarennu miðað við stærð barnsins er sýnd í töflu III. Eftir að barkarennunni hefur verið komið fyrir er visst öryggi fólgið í því að staðfesta rétta staðsetningu hennar með koltvísýrings- skynjara (22) og síðan með röntgenmyndatöku ef meðhöndla þarf barnið með öndunarvél. Til greina kemur að nota kokmaska (laryngeal mask) við endurlífgun á nýburum ef viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður hefur fengið viðeigandi þjálfun í því (3, 4, 23). Hins vegar er talið að enn sem komið er sé aðeins hægt að mæla með notkun kokmaska í þessum tilgangi þegar erfitt reynist að anda fyrir barnið með belg og maska eða barka- þræða það (3,4,23). Blóðrás og hjartahnoð (C: circulation) Þegar andað hefur verið fyrir barnið í hálfa mín- útu skal hjartsláttur kannaður. Ef hann enn mjög hægur (<60/mínútu) skal hefja hjartahnoð (5, 6). Ef einn er að endurlífga skal viðkomandi þrýsta með tveimur fingrum á neðsta þriðjung bringu- beinsins með hraðanum 120 x á mínútu (mynd 3). Þrýst skal niður sem svarar 1/3 af þvermáli brjóstkassans. Hlutfall öndunar og hjartahnoðs skal vera 1:3 (6,24). Ef tveir eru að endurlífga er mælt með að sá sem sér um hjartahnoðið grípi með báðum hönd- um um brjóstkassann (mynd 4). Þrýst er með þum- alfingrum á neðsta þriðjung bringubeinsins meðan hinir fingurnir veita stuðning við bakið. Sýnt hefur verið fram á með dýratilraunum að með því nota báðar hendur við hjartahnoð næst hærri blóðþrýst- ingur og betra kransæðablóðflæði en þegar hnoð- að er með tveimur fingrum (25,26). Lyf og vökvi - (D: drugs) Þegar hjartahnoði hefur verið beitt í hálfa mínútu skal hjartsláttur kannaður að nýju. Ef hjartsláttur er þá enn mjög hægur (<60/mínútu) skal gefa adr- enalín (5,6). Adrertalín Mikilvægasti verkunarmáti adrenalíns við end- urlífgun er örvun alfaviðtaka í slagæðum sem hækkar blóðþrýsting og eykur þannig blóðflæði um kransæðar (27). Jafnframt örvar adrenalín betaviðtaka í hjarta og eykur þannig samdrátt- arkraft hjartavöðvans og sjálfvirkni í leiðslukerfi hjartans, en sú verkun virðist hafa minni þýðingu við endurlífgun (27). Mælt er með því að gefa adrenalín í æð sé þess nokkur kostur þar sem óvíst er hversu mikið af 862 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.