Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR / AUGNLÆKNINGAR Sjónhimnubjúgur og barksterasprautun augna Elín Gunnlaugsdóttir' Læknanemi Dan O. Öhman2 SÉRFRÆÐINGUR í AUGNLÆKNINGUM Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir2 Hjúkrunarfræðingur Einar Stefánsson1,2 SÉRFRÆÐINGUR í AUGNLÆKNINGUM 1 Læknadeild Háskóla íslands, 2 Augndeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Einar Stefánsson, Augndeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. einarste@landspitali. is Lykilorð: glerhlaupsinndœling, makúlubjúgur; augnsjúkdómar í sykursýki, augasteinsskipti, bláœðalokun í sjónhimnu, œðahimnu- og sjónhimnu- bólga. Ágrip Tilgangur: Að meta árangur af triamcinolone acetonide barksterainndælingum í glerhlaup augna á Islandi frá því þær hófust í febrúar 2004 til loka júnímánaðar 2006. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár 28 sjúklinga sem höfðu fengið barksterainndælingu í auga á Islandi á áðurnefndu tímabili. Sjúklingar voru flokkaðir eftir orsök makúlubjúgs (sykursýki (n=10), augasteinsskipti (n=7), bláæðalokun í sjón- himnu (n=7) og æðahimnu- og sjónhimnubólga (n=4)). Skráð var sjónskerpa fyrir meðferð og 1, 3 og 6 mánuðum síðar. Einnig voru skráðar upp- lýsingar um augnþrýsting og þykkt miðgrófar samkvæmt optical coherence tomography (OCT) tækni fyrir og eftir meðferð. Algengast var að sjúklingar fengju 8 mg af triamcinolone acetonide. Fylgikvillar (hækkun augnþrýstings, ský á auga- steini eða sýking), sem tengdust meðferðinni, voru skráðir. Niðurstöður: Eftir inndælingu höfðu fjórir af tíu í sykursýkishópnum bætta sjónskerpu og fimm óbreytta sjón. Áhrifin héldust í sex mánuði hjá öllum nema einum.Tveir af sjö sem fengu meðferð vegna makúlubjúgs eftir augasteinsskipti höfðu bætta sjónskerpu mánuði eftir meðferð og fimm héldu óbreytlri sjón. Áhrifin héldust í sex mánuði hjá öllum nema einum sem hafði síversnandi sjón. Af þeim sjö sem fengu inndælingu eftir bláæðalok- un í sjónhimnu höfðu þrír bætta og fjórir óbreytta sjón í sex mánuði. Fjórir fengu meðferðina vegna æðahimnu- og sjónhimnubólgu. Eftir mánuð höfðu tveir bætta sjón og tveir sáu jafn vel og fyrir með- ferð. Sjónmælingar voru óbreyttar eftir þrjá og sex mánuði hjá öllum nema einum sem hafði versn- andi sjón. I sykursýkis- og bláæðalokunarhóp- unum sást marktæk þynning makúlu samkvæmt OCT-mælingum. Fjórir mældust með hækkaðan augnþrýsting eftir inndælingu og svöruðu þeir allir lyfjameðferð. Ályktun: Inndæling triamcinolone acetonide bark- stera í glerhlaup sjúklinga með makúlubjúg bætir sjónskerpu hjá um 40% sjúklinga, viðheldur henni ENGLISH SUMMARY Gunnlaugsdóttir E, Öhman DO, Gunnarsdóttir S, Stefánsson E Macular oedema and intravitreal triamcinolone injections Læknablaöið 2006; 92: 847-57 Purpose: To evaluate the efficacy of intravitreal triamcinolone injections for macular oedema in lceland 2004-2006. Methods: We reviewed hospital records of 28 patients who underwent intravitreal injection with triamcinolone acetonide 2004-2006. Most patients were treated with 8mg of triamcinolone acetonide. Patients were categorized according to the cause of macular oedema (diabetes (n=10), phacoemulsification (n=7), branch retinal vein occlusion (BRVO) (n=7) and uveitis (n=4)). Best corrected visual acuity was determined before treatment and 1,3 and 6 months postoperatively. Intraocular pressure and foveal thickness were measured before and after treatment. Results: Visual acuity improved in 4 patients with diabetic macular oedema while 5 had unchanged vision. The effect lasted 6 months in 8 out of 9 cases. Seven were treated for macular oedema after phacoemulsification. Two had improved visual acuity after the injection and 5 had unchanged eyesight. The effect lasted for 6 months in every case except for one who lost vision. Out of 7 who were treated for macular oedema after BRVO, 3 had improved visual acuity and 4 remained unchanged for 6 months. Four patients with uveitis got triamcinolone injections and a month after treatment 2 had better vision and 2 had unchanged visual acuity. The effect lasted for 6 months in all cases but one. In the diabetes and BRVO groups OCT showed a significant reduction of foveal thickness. In 4 cases intraocular pressure increased, all of them were successfully treated with topical treatment. Conclusion: Intravitreal triamcinolone improves visual acuity in about 40% of patients with macular oedema, about 10% lose vision and about 50% remain unchanged. OCT reveal improved anatomic results with significant reduction of foveal thickness and macular oedema. No serious complications were noted. Keywords: triamcinolone acetonide, intravitreal injection, macular oedema, optical coherence tomography, diabetic macuiar oedema, phacoemulsification, branch retinat vein occiusion, uveitis. Correspondence: Einar Stefánsson einarste@iandspitaii.is Læknablaðið 2006/92 847
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.