Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR /ENDURLÍFGUN NÝBURA Tafla II. Apgar stigun. APGAR 0 1 2 Hjartsláttur Enginn Minna 100 Meira en 100 Öndun Engin Hæg og óregluleg Góð Vöövaspenna Slök Smáhreyfingar Góöar hreyfingar Litarháttur Fölur eöa blár Búkur rauður Rauöur Svar viö ertingu Ekkert Grátur Kröftugur grátur 1 mínúta 5 mínútur lungnaæðarnar (perivascular space) og þaðan inn í blóðrásina. Eftir því sem öndunartilburðir barnsins eru betri, þeim mun hraðar berst vökvinn úr loft- vegunum og loftskipti verða betri. Þan lungnanna stuðlar einnig að því að viðnám í lungnaslagæðum minnkar og lungnablóðflæði eykst. Blóðrás Á fósturskeiði fara loftskipti fram í fylgju milli blóðrásar móður og fósturs. Blóðflæði gegnum lungu fóstursins er þá mjög lítið vegna mikils við- náms í lungnaslagæðum. Súrefnisríkt blóð sem kemur frá fylgju fer að mestu fram hjá lungunum í gegnum sporgatið (foramen ovale) og fósturslag- rás (ductus arteriosus). Eftir fæðingu fellur viðnám í lungnaslagæðum og blóðflæði um lungun eykst við það að barnið fer að anda og hlutþrýstingur súrefnis í blóði hækkar. Á sama tíma hækkar blóðþrýstingur í slagæðakerfi barnsins þegar lokað er fyrir blóðrás til fylgjunnar þar sem viðnám í æðum var lítið. Við það hættir rennsli framhjá lungum yfir í slagæða- kerfi barnsins undir eðlilegum kringumstæðum. Ef öndun barnsins er hins vegar ófullnægjandi og hlutþrýstingur súrefnis í blóði þess lágur er hætta á að viðnám í lungnaslagæðum verið áfram svo hátt að súrefnissnautt blóð fari framhjá lungunum yfir í slagæðakerfi þess. Við það getur myndast víta- hringur sem aðeins verður rofinn með markvissri öndunaraðstoð og súrefnisgjöf. Almennt um endurlífgun nýbura Við aðhlynningu og endurlífgun nýbura er mik- ilvægt að ganga skipulega til verks, líkt og við endurlífgun á eldri einstaklingum. Því hefur svo- kallað ABCD-kerfi verið þróað í þeim tilgangi að auðvelda mat á ástandi sjúklingsins og rétt inngrip. Hér á eftir verður stuðst við það kerfi. Almenn aðhlynning og fyrsta mat (A: asessment) í flestum tilvikum grætur barnið kröftuglega þegar eftir fæðinguna, hreyfir sig vel og fær fljótt góðan litarhátt. í þeim tilvikum er yfirleitt nóg að hreinsa lítillega úr vitum þess og færa það síðan móð- urinni, þar sem breitt er yfir barnið og það þurrk- að. Yfirleitt þarf ekki að soga úr koki barnsins og hafa ber í huga að slíkt getur hægt á hjartslætti og valdið öndunarstoppi á fyrstu mínútunum eftir fæðinguna (9). Þurfi barnið á aðstoð að halda skal það lagt á hitaborð þar sem ástand þess er metið og því veitt viðeigandi aðhlynning. Höfuð barnsins skal snúa að þeim sem annast það. Best er að fyrirbyggja hitatap með því að þurrka barnið vel. Einkum eru það fyrirburar og vaxtarskert börn sem eiga á hættu að kólna um of. Öndun Öndun barnsins þarf að vera nægilega góð til að hjartsláttur þess haldist eðlilegur og það fái góðan litarhátt. Barn sem andar illa en hefur góðan hjart- slátt tekur oftast við sér og fer að anda betur fái það viðeigandi örvun. í þeim tilgangi er best að þurrka barnið eða nudda bak þess. Ef barnið andar ekki eða tekur aðeins andköf og hefur hægan hjartslátt skal veita því öndunaraðstoð tafarlaust. Hjartsláttur Best er að meta hjartslátt með því að hlusta yfir brjóstkassanum eða með því að þreifa eftir púlsi í naflastrengsstúfnum. Finnist ekki púls í naflasteng skal hlusta eftir hjartslætti. Eðlileg hjartsláttartíðni hjá nýfæddu barni er >100/mínútu. Litarháttur Undir eðlilegum kringumstæðum fær barnið eðlilegan litarhátt fljótlega eftir fæðinguna án þess að þurfa súrefnisgjöf. Blámi á andliti, bol og slímhúðum (miðlægur blámi) er óeðlilegur og gefur til kynna lága súrefnismettun blóðrauða í slagæðablóði. Hins vegar telst eðlilegt að nýfædd börn hafi bláar hendur og fætur fyrsta sólarhring- inn eftir fæðingu (acrocyanosis), svo framarlega sem miðlægur litarháttur sé eðlilegur. Ef barnið andar sjálft en hefur miðlægan bláma þarf að gefa því súrefni. Ef það fær þá eðlilegan lit- arhátt og hefur ekki öndunarörðugleika er rétt að draga smám saman úr súrefnisgjöf með því að færa súrefnisgjafann frá vitum þess og hætta henni ef litarháttur helst áfram góður. Barn með öndunar- örðugleika (stunur, inndrætti og nasavængjablakt) sem ekki fær eðlilegan litarhátt við súrefnisgjöf þarf tafarlaust viðeigandi öndunaraðstoð. Grunur vaknar um meðfæddan hjartasjúkdóm hjá barni sem ekki hefur öndunarörðugleika en hefur áfram miðlægan bláma þrátt fyrir að því sé gefið 100% súrefni. 860 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.