Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL alveg með því að íslenskir auðkýfingar eigi góð vín í kjöllurum. Ég er þó ekki til frásagnar um það, hef sjaldan kornið í helgustu vé þeirra.” Hvað þarfað vera í vínkjallara til að hann standi undir nafni? „Það þurfa að vera nokkrar flöskur. Nokkrir kassar, kannski svona hundrað iíöskur. Þá ertu kominn með kjallara.” Hvers konar úrvalþarfað vera í kjallaranum? „Þú ræður því auðvitað en það þarf þó að vera meira og fjölbreyttara en þú getur klárað á einu bretti. Kannski er það besta skilgreiningin á vín- kjallara; samsafn flaskna sem þú klárar ekki allar í einu. Þá skiptir fjöldinn heldur ekki máli.” Áttu þér uppáhaldstegundir og árgerðir? „Auðvitað á ég það en víntegundir eru eins og skáldin. Sum eiga við eitt ástand á meðan önnur eiga við annað. Eitt skáldið er ljóðrænt, annað er meistari hrynjandinnar og svo framvegis. Það sem maður fær útúr Bordeauxvíni er kraftur, léttleiki og fágun en úr Búrgúndarvíni fær maður gjöf- ulleika, ljúffengi og fágun. Ég legg rosalega mikið upp úr þokka vínanna, þokki og jafnvægi eru það sem mestu máli skipta.” Hvernig skilgreinast þessi hugtök? „Þau skilgreinast af jafnvægi vínsins og bragð- gæðum. Það er dálítið erfitt að skilgreina bragð- gæði en mörg vín sem vinna keppni sigra gjarnan á hávaða. Þetta eru ávaxtadrifnir boltar sem eru áhrifamiklir við fyrstu smökkun en svo langar mann ekki í meira. Þá er líklegra að maður spyrji eftir hógværa bragðinu, þessu víni sem syngur svo fallega. Það er með vínin einsog söngkeppnina í Llanchollen í Wales að sá sem sigrar þar er sá sem hefur hæst en er ekki endilega sá sem syngur fal- legast. En maður deilir ekki um smekk manna.” Hefur smekkur þinn breyst í áranna rás? „Nei, ég er enn fastur í Bordeaux og Búrgúnd- arvínum.” Hvað þykir þér um vín frá öðrum heimshlutum, eins og Ástralíu, Kaliforníu og Suður-Afríku? „Áströlsku vínin eru hvað samkvæmust sjálfum sér. Þau eru nokkuð bragðgóð og það er talsvert mikil mynta í rauðvínunum. Þeir hafa haldið því. Aðrar þjóðir eru dálítið að gera vín undir kjörorð- inu: Ég líka. Ætli það verði ekki teljast árangur af hnattvæðingunni að verið er að framleiða vín sem eiga að falla í smekkinn alls staðar. Hafa engin sér- einkenni en geta gengið hvar sem er. Ég er ánægð- ur með Kaliforníuvín því þó þau séu berjarík og vanti stundum þokkann þá eru þau bragðgóð. Annar vandi sem vínræktendur í heiminum eiga við að etja stafar af gróðurhúsaáhrifunum. Með hækkandi hitastigi eykst alkóhólmagn vínanna vegna vaxandi sykurinnihalds berjanna. Vín sem voru 12-12,5% eru nú orðin allt að 14%. Þau verða þyngri. Vín eins og Beaujolais verða ekk- ert skemmtileg þegar þau eru komin uppfyrir sitt kjöralkóhólmagn. Maður finnur jafnvel alkóhólið í bragðinu. Það truflar.” En hvernig notar þú vín. Daglega og þá alltaf með mat eða bara við hátíðleg tœkifœri? „Það er allur gangur á því. Stundum bragða ég vín daglega en síðan líða kannski einhverjir dagar á milli án þess. Maður verður að taka tillit til lifr- arinnar. Hún vinnur úr 7 grömmum af alkóhóli á klukkutíma og það er ekkert hægt að reka á eftir henni. Lifrin er eins og kona í biðröð. Hún tekur sinn tíma alveg sama hvað margir bíða. Gallinn við flestar flöskur er þó sá að vínið geymist stutt eftir að búið er að opna þær. Það er þó allt í lagi að setja opnaða flösku í kæliskápinn í nokkra daga. Það gerir víninu lítið til, sérstaklega hvítvíni. En ég hef ekki vanið mig á að drekka vín með öllum mat. Oárennilegur fiskur sem ég hef eldað sjálfur kallar alls ekki á vín.” En er ekki talsvert af þessu umstangi í kringum vín óttalegt húmbúkk? „Það verður það til dæmis þegar menn tala um að vín séu ónýt vegna slæmrar geymslu. Ég reyni að nota heilbrigða skynsemi í minni umgengni við vín. Það er til dæmis yfirleitt út í hött að lykta af tappanum. Því þó að tappinn sé grunsamlegur þá verður maður að smakka á víninu til að ganga úr skugga um að það sé drykkjarhæft. Geymsla á víni er heldur ekki jafn mikilvægt atriði og margir halda. Ég geymdi fínustu flöskurnar mínar uppi í klæðaskáp lengi vel og það hefur ekki haft nein áhrif á innihaldið.” Hefurðu fengið ónýtt vín? „Já, bæði á veitingastöðum og einnig í ríkinu. Og þá skila ég því bara. Flestar skemmdir stafa frá tappanum og margir vilja meina að korktappinn sé alls ekki heppilegur tappi á vínflöskur." llvað með aldur vína? Gildir reglan því eldri því betri? „Nei, það er nú ekki svo einfalt.Til að vín eldist vel þurfa þau að vera fín í tauinu í upphafi.Tau er Læknir óskast í hlutastarf á Grund Má vera notaður. Nánari upplýsingar hjá yfirlækni ÁrnaTómasi Ragnarssyni í síma 530 6100 Læknablaðið 2006/92 881
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.