Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / OFFITA ingarátak undanfarinna ára hafi ekki skilað sér til þjóðarinnar segir Ludvig málið talsvert flókið og margbrotið en það megi nánast skipta þjóðinni í tvo hópa varðandi þetta. „Annars vegar er sá hluti sem er mjög meðvitaður um hvað hann lætur ofan í sig og stundar hreyfingu reglulega og er kannski að verða hraustari og sprækari en nokkru sinni fyrr, en svo hins vegar sá hluti sem ekki er meðvit- aður og þyngist stöðugt.” Erlendar kannanir sýna fram á að þessi skipting fer að talsverðu leyti eftir efnahag og þjóðfélags- stöðu. Þeir sem betur standa eru meðvitaðri og hinir verða offitunni að bráð. „Við höfum ekki séð svona skýra skiptingu hér á Islandi. Við þyrft- um reyndar miklu betri rannsóknir á þessu en þær upplýsingar sem við höfum benda til þess að offitan gangi þvert á efnahags- og þjóðfélagslega stöðu.” Ludvig segir tölurnar tala sínu máli um hversu alvarlegur vandi offitan sé okkur Islendingum. „Sextíu prósent þjóðarinnar eru of þung eða of feit. Það svarar í raun spurningunni. Við vitum einnig hvaða aðrir sjúkdómar fylgja í kjölfar offitu og hversu hátt hlutfall þeirra er. Sá sem er kominn með þyngdarstuðul 40 eða yfir skerðir ævilíkur sínar um 15 ár eða meira, fyrir utan hversu mikla lífsgæðaskerðingu offitan hefur í för með sér. Offita snertir alla þætti tilverunnar og viðkomandi þjáist bæði líkamlega, andlega og félagslega, enda hefur offita mikil áhrif á möguleika fólks til að stunda vinnu eða nám, tómstundir, barneignir og hvaðeina sem telst til eðlilegs lífs.” Ætti að vera rútínurannsókn Heimilislæknar koma yfirleitt fyrstir auga á offitu- vandann vegna tengsla sinna við sjúklinginn og Ludvig segir að meðal þeirra sé vaxandi meðvit- und um samspil offitu og almenns heilsufars. „Eg hef lagt til að mat á holdafari sjúklings verði gert að rútínurannsókn hjá heimilislæknum til að hægt sé að fylgjast með hvert sjúklingur stefnir í þessu efni. Hér á Reykjalundi er þetta hluti af almennri læknisskoðun allra sem hingað koma, alveg burt- séð frá hvers vegna þeir koma hingað. Við höfum séð mjög mikla aukningu til hins verra frá því við hófum þessar skoðanir 1994. Þá voru 27% þeirra sem hingað komu of feitir en í fyrra voru það 49% og þá eru ekki taldir með þeir sem komu hingað beinlínis vegna offitu. Á öllum sviðum heilbrigð- isþjónustu eru verulega vaxandi áhyggjur vegna þyngdaraukningar fólks sem þangað leitar. Þetta er til stórvandræða á öllum skurðdeildum þar sem offita hefur verulega aukna áhættu í för með sér við allar aðgerðir. Fæðingarlæknar eru í öngum sínum þar sem meðgöngur og fæðingar eru miklu erfiðari hjá konum sem eru of feitar. Ein afleið- ing offitu er reyndar ófrjósemi sem hefur ýmsan vanda í för með sér. Árangur af bæklunarlækn- ingum verður umtalsvert minni hjá of þungu fólki og sjúkdómar tengdir offitu sem lyflæknisfræðin þarf að takast á við eru vel þekktir og líklega er enginn áhættuþáttur jafn áberandi og sykursýki hjá þeim sem eru of feitir. Hjartalæknar þurfa að takast á við hjartasjúkdóma sem afleiðingu offitu og þannig mætti áfram telja.” Það er því varla nokkur tilviljun að Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin WHO skuli telja offitu einn stærsta heilbrigðisvanda sem mannkynið stendur frammi fyrir á 21. öldinni og hvetur allar þjóðir heims til að taka höndum saman í aðgerð- um gegn offitu og sjúkdómum henni tengdum. Ludvig segir mælanlegan árangur af offitumeð- ferð á Reykjalundi vera að koma í ljós en boðið hefur verið uppá atferlismeðferð frá árinu 2003 þar sem sjúklingi er leiðbeint um breytingar á lífsstíl og mataræði og fylgst með honum í tvö ár. Þá er einnig hægt að fara í aðgerð til magaminnk- unar og garnastyttingar. „Áætlað þyngdartap eftir atferlismeðferð eingöngu er 15%, eða tæp 30% af svokallaðri umframþyngd (þyngd yfir BMI 25), en eftir atferlismeðferð og magahjáveituaðgerðir er árangur, þyngdartap, um 80% af umframþyngd. Mat á langtímaárangri vantar, meðal annars vegna þess að stutt er liðið frá því þessi meðferð hófst. Það hefur einnig sýnt sig að þeir sem eru vel undir- búnir fyrir aðgerðir og hafa náð að tileinka sér lífsstílsbreytingar eru líklegastir til að ná árangri. Offita er fyrst og fremst lífsstílssjúkdómur og meðferðin byggist á því að leiðbeina fólki um að breyta lífsstíl sínum, mataræði og öllu daglegu lífi svo það nái langtíma árangri við að létta sig,” segir Ludvig Á. Guðmundsson. Yfirlýsing WMA um offituvandann Ársþing Alþjóðalæknasamtakanna WMA sem frarn fór í Sun City í Suður- Afríku um miðjan október ályktaði sérstaklega um offituvandann. í álykt- uninni segir að það sé áhyggjuefni að of mikið áhorf á sjónvarp og ástund- un tölvuleikja dragi úr líkamlegri hreyfingu barna og unglinga í mörgum löndum. Ennfremur segir að offita sé einn alvarlegasti heilsufarsvandinn sem steðji að heimsbyggðinni, hafi áhrif í öllum löndum og á öll hagkerfi, og dragi til sín verulegan hluta af úrræðum heilbrigðiskerfa. Þingið hvetur lækna til að halda á lofti þeirri skoðun að minnkandi offita eigi að vera forgangsmál. Læknablaðið 2006/92 873
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.