Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR /SAGNFRÆÐI ingum er rím Þórðar Þorlákssonar biskups, CALENDARIUM PERPETUUM Ævarandi Tijmatal, Edur Rijm lislendskt til að vita hvad Arsins Tijdum lijdur, prentað í Skálholti 1692. Þar er sagt frá blóðtökum, sem var algeng lækningaðferð fyrr á öldum og hefur m.a. að geyma mynd af æðamanninum (7, 8). Það er síðan um miðja 18. öld að útgáfa hefst á öðrum textum, t.d. fæðingarhjálp. .S'/\ NIJE YFERSETVKVENNA Skoole, EDUR Stutt UNDERVIJSUN um Yfersetu Kvenna Konstena eftir Baltazar Johann de Buchwald prentaður á Hólum 1749” ... „Þá var einnig önnur bók í fæðingarhjálp eftir Matthias Saxtorph, Stutt Agrip af Yfirsetu-quenna frœdum, prentuð í Kaupmannahöfn 1749. Fyrsta eiginlega lækningabókin er kom út á prenti var Ediis-útmálun Manneskjunnar eftir Joannes Florentinus Martinet og var prentuð í Leirárgörðum 1798. Fyrsta heildstæða lækningabókin eftir íslending kom út á prenti að honum látnum árið 1834, en það var Lœkníngabók fyrir almúga eftir Jón Pétursson. Hún hafði áður gengið á milli manna í handritum og í prentaðri útgáfu hennar er aðeins helmingurinn prentaður. Hlutinn sem ekki var prentaður var um heilsuástand íslensku þjóðarinnar, og væri þarft verk að gefa hann út... (5) Lækningabók Jóns Magnússonar Örn Hrafnkelsson segir einnig: Einn höfundur lækningabókar er fulltrúi þeirrar hefðar að texti hans er aðeins varðveittur í „útgefnu” handriti sem komst aldr- ei undir pressuna. Jón Magnússon, bróðir Árna Magnússonar handritasafnara og prófessors í Kaupmannahöfn, tók saman árið 1725 lækningabók eða bækling, sem hefur ekki varðveist í eiginhandriti. Elsta handritið er frá 1752 og það yngsta frá 1830. Samtals eru varðveitt fimm handrit af texta Jóns á hand- ritadeild Landsbókasafns. Titill bæklingsins er Praxis Medica úr hálærðra bókum samantekinn (6), og það sem einkennir texta Jóns hvað varðar innihald er að hann er öðru vísi en allt annað bæði eldra og yngra. Höfundurinn hefir verið annarrar skoðunar en aðrir sem tóku saman lækningabækur. Læknisráð hans bera einkenni raunlækninga - þar er ekki að finna með sama hætti kreddur og hindurvitni eins og í lækningabókum alþýðunnar, þar sem meðölin voru t.d. gall, saur og hland bæði manna og dýra. Lækningabók Jóns ber þess merki að hann hefur ætlað henni að komast í dreifingu. í formála eða inn- gangskafla ávarpar hann bæði lærða og leika, afsakar ýmislegt og áréttar hvað er rétt eða röng aðferð við lækningar. Jón fellir líka dóma um samtíma sinn og hefur skoðanir á því hvernig komið er fyrir löndum sínum og helst gagnrýnir hann læknis- ráð og greiningu samtímamanna sinna á orsökum sjúkdóma. Á sama hátt verður að teljast merkilegt, að Jón hefur sótt sér þekkingu í rit erlendra manna og nefnir erlenda lækna máli sínu til stuðnings, og eru þeir fulltrúar nýrra aðferða í lækning- um. Þessir læknar eru meðal annarra Steven Blankaart sem var læknir í Amsterdam og samkvæmt bókaskrám gaf hann út bók sem heitir Praxeos Medicae Nova (7,8) og spurningin er hvort hér sé ekki komin fyrirmyndin að lækningabæklingi Jóns, Praxis Medica - titlarnir eru að minnsta kosti nokkuð líkir... (5). Um Stephanus Blancardus og rit hans Skal nú nánar vikið að Blankaart þessum sem síra Jón Steingrímsson vísar einnig á. Steven Blankaart (Stephanus Blancardus) var fæddur í Middelburg í Hollandi árið 1650. Blankaart lærði lyfjafræði í apóteki í Amsterdam og eftir að hann lauk lækn- isprófi árið 1674 stundaði hann lækningar þar í borg til dauðadags árið 1702. Eftir hann liggur fjöldi bóka sem oft komu út í mörgum útgáfum (9). Bezta verk Blankaarts er talið Lexicon medic- um greaco-latinum, sem út kom 1679 (7, 10) árið 1779 var ritið endurútgefið í Leipzig. Af þessu riti eru varðveittar 20 útgáfur á þýzku, frönsku og ensku. I Anatomica practica rationalis (1688) greinir Blankaart frá tvö hundruð krufningum þar sem jafnframt er greint frá sjúkrasögum hinna látnu. Heildarverk hans komu út í Leyden ári áður en hann lézt (9). Þá gaf hann á árunum 1680-1690 út tímaritið Collectana medico-physica (7,11). Ritið sem Jón Steingrímsson mun vitna til kom út í Amsterdam árið 1683 (De Kartesiaanse Academie; ofte, Institutie der medicyne ...) (7, 12). Þýzk þýðing kom út í Leipzig tíu árum síðar (Cartesianische Academie; oder Grundlehre der Arzney-Kunst ...) (7, 13) og það rit er 896 síður, eins og síra Jón tilfærir. Þá er ógetið Praxeos medicinae idea nova (7, 8) sem Örn Hrafnkelsson vísar til og bendir allt til þess að tilgáta hans um þýðingu Jóns Magnússonar sé rétt. Lækningar eftir stafrófinu Hreinskrifað handrit síra Jóns Steingrímssonar af þýðingu síra Eyjólfs Teitssonar á Blankaart er væntanlega að eilífu glatað, en í handritadeild Þjóðarbókhlöðu er til hliðstætt efni sem gæti gefið vísbendingar um hvers konar rit þarna var í smíð- um. Um það farast Erni Hrafnkelssyni svofelld orð: Árið 1776 kom kommgleg tilskipim um garðahleðslu á jörðum. Árið eftir var sr. Jón Sleingrímsson verðlaunaður afkonungi meðal annars fyrir garða- hleðslu á ábýlisjörð sinni, Felli í Mýrdal. „Pótti þetta, sem og var, ein sú mesta æra, því þessar medalliur og skenkingar voru þœr fyrstu, sem hingað voru gefnar, því þar eftirfóru margir að vinna sér þvílíkt inn með ýmsu móti. “ Hann hélt uppteknum hœtti við jarðabœtur á Prestbakka og á myndinni sést hluti afhinum hundr- að faðma langa túngarði er hann hlóð þar. „Kemur nú það grjót og bygging- arstritfram við mig, með útlimalúa og braki, en út- reiðarnar á hinn veginn" (Ævisagan). Eitt er það sem einkennir handritahefðina á Islandi hvað varðar lækningarnar, og má vera að það eigi við margt annað handritakyns: Textar eru þýddir af erlendum tungumálum yfir á íslenzku og er þá getið þess eftir hvern þeir eru og hvar frum- ritið kom út, og hver þýddi.” ... „Þannig gengur það í nokkum tíma en svo kemur að því að höfundur fellur í dá gleymsku, og jafnvel líka þýðandinn og í umferð eða útgáfu eru textar sem eru höfundarlausir. Merkilegast er þó þegar þýðandi textans er á endanum orðinn aðalhöfundur og hins upprunalega höf- Læknablaðið 2006/92 889
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.