Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 34
UMRÆÐA & FRETTIR / OFFITA Lyfjameðferð David Hasslam leggur jafnmikla áherslu á forvarn- ir og meöferð. „Lyf eru nauðsynleg í meðhöndlun offitu, en ekki sem fyrsti kostur. Fyrsti kostur skyldi ávallt vera næringarstjórnun, hreyfing, atferl- ismeðferð og þess háttar. Lyfjameðferð við offitu er örugg og áhrifarík. Með henni er ekki einungis tekið á mittismáli og þyngdartapi. Lyfjameðferð lækkar blóðfitu, dregur úr blóðþrýstingi og bætir blóðsykursstjórn. Sjúklingur með sykursýki sem á í erfiðleikum með að léttast nær tvöfalt betri árangri með lyfjum en lífsstílsleiðbeiningum. Hví skyldum við þá ekki nota lyfin?” Susan Jebb telur engu að síður að heimilislækn- ar séu að bregðast sjúklingum sínum. „Það er deginum ljósara að flestir sjúklingar sem þarfnast meðhöndlunar vegna offitu sinnar fá hana ekki. Við bregðumst sjúklingum sem þurfa á lífsstílsleið- beiningum að halda og við bregðumst sjúklingum sem þurfa á lyfjameðferð að halda.” Matvælaiðnaðurinn Sívaxandi kröfur eru nú gerðar til matvælaiðn- aðarins um upplýsingaskyldu til neytenda og mun Evrópusambandið hafa lagt mikla vinnu í að samræma innihaldslýsingar svo þær merki í raun það sama hver sem framleiðandinn er. Neytandinn á að geta treyst því að einföld setning eins og „lítil fita” þýði það sama hvar sem varan er keypt eða hún er framleidd. Matvælaiðnaðurinn innan Evrópusambandsins hefur gríðarlega sterk ítök og nýtur mikillar verndar með niðurgreiðslum og styrkjum. Hefur verið bent á að venjuleg mjólk- urkú innan sambandsins fær meiri styrki á hverju ári en nemur þjóðarframleiðslu á mann í löndum á borð við Indland eða Úkraínu. í matvælageiranum óttast menn mjög afleiðingar þess ef allur þorri almennings snýr baki við fituríkum matvælum eins og frönskum kartöflum og hamborgurum. Læknarnir á ráðstefnunni voru sammála um að án samstarfs við matvælaiðnaðinn yrði seint komið böndum á offituvandann. „Markaðssetn- ing og auglýsingar um matvæli eru að miklu Ieyti í höndum matvælaiðnaðarins. Okkar hlutverk er að knýja matvælaframleiðendur til að sýna miklu meiri ábyrgð og taka mun heilsutengdari afstöðu en þeir hafa gert til þessa.” Þyngdarstuðull ekki áreiðanlegur mælikvarðí Enginn vafi leikur á því að offita eykur áhættu á hjartasjúkdómum. Á hinn bóg- inn hefur ekki tekist að skýra með afger- andi hætti hvaða áhrif offita hefur á þá sem þjást af hjartasjúkdómum því rann- sóknir hafa skilað mótsagnakenndum niðurstöðum. Ný rannsókn frá Mayo-sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum bendir ennfremur til þess að þyngdarstuðullinn BMl (Body Mass Index), sem almennt er notaður til að ákvarða hvort einstaklingur er of feitur eða ekki, sé ekki áreiðanlegur mælikvarði á niðurstöður fyrir sjúklinga sem þjást af hjartasjúkdómum þar sem BMI sé ekki áreiðanlegur mælikvarði á offitu. Rannsóknin var viðamikil og sameinaði upplýsingar frá 40 rannsóknum og náði til 250 þúsund manns með hjartasjúkdóma; eftirfylgni var að meðtali fjögur ár. Flestar rannsóknirnar studdust við BMI sem mælikvarða á offitu. Rannsóknin leiddi í ljós að sjúklingar með lágan þyngdarstuðul áttu frekar á hættu að deyja en þeir sem voru með eðlilegan þyngdarstuðul. Of þungir sjúklingar höfðu meiri lífslíkur og færri vandamál frá hjarta en þeir með eðlilegan stuðul. Of feitt fólk sem hafði gengist undir hjáveituaðgerð var í meiri hættu en þeir sem höfðu eðlilegan stuðul, en verulega of feitir einstaklingar voru í mestri hættu að deyja úr hjartasjúk- dómum fremur en af öðrum sjúkdómum. Höfundar rannsóknarinnar telja að skýringarnar á því hvers vegna of feitt fólk komi svo vel út geti stafað af því að vöðvamassi þess er meiri en þeirra sem eru í eðlilegri þyngd. Ályktun þeirra af rannsókninni er því sú að þyngdarstuðull- inn geti ekki greint á milli líkamsfitu og vöðva. „Niðurstöðurnar staðfesta að betri mælieiningar er þörf til að greina þá sem raunverulega hafa of mikla líkamsfitu frá þeim sem hafa háan þyngdarstuðul vegna mikils vöðvamassa,” er haft eftir Lopes- Jiminez í 4. tölublaði European Hospital. I áliti á niðurstöðum rannsóknarinnar sem birt var í Lancet segir Maria Grazia Franzosi frá Mario Negri stofnuninni í Mílanó að „þyngdarstuðulinn BMI megi leggja til hliðar sem áreiðanlegan klínísk- an og faraldursfræðilegan mælikvarða við áhættumat á hjartasjúkdómum.” Hún varar hins vegar við því að „óvissa um besta mælikvarðann á offitu snúist upp í óvissu um þörfina fyrir forvarnar- stefnu gegn offitu sem verður að reka af hörku.“ 870 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.