Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGNFRÆÐI Prestbakki á Síðu þar sem sr. Jón Steingrímsson bjó á árunum 1778 til dánardags, 1791. Nœst er Búrhylur í Geirlandsá en í hann œtlaði sr. Jón í örvœnt- ingu sinni að drekkja sér árið 1786: „ og nœr eg var að þeim syðra kominn ífullum ásetningi til þess, var sem mér vœri kippt til baka og við mig sagt: „ Pú hefur nógan tíma tilþessa‘(, og þar með sneri ég til baka og lofaði guð“ (Ævisagan). undar er að hvergi getið.” ... „Þetta virðist vera raunin með lækningabók danska læknisins Hinriks Smith, en hann var þekktur í Danmörku og kom lækningabók hans út í nokkrum prentunum eftir miðja 16. öld og á þeirri næstu.” ... [Hún] „var þýdd á íslensku að því talið er af [síra] Vigfúsi Guðbrandssyni [1673 - 1707] ...” og „... varðveitt er handrit af lækningabók Vigfúsar - hugsanlega eiginhandarrit - og þar er Henrik Smith horfinn úr sögunni og kominn nýr höfundur í staðinn, þýðand- inn Vigfús (5). Þaö var einmitt þetta sem þeir ætluðu að gera prófasturinn og landþingskrifarinn: „að setja til í hana öll specifica og recept af innlendum með- ulum, sem við vissum, við mundi eiga” (1). Nú vill svo til að í handritadeild Þjóðarbókhlöðu er varðveitt eiginhandarrit síra Jóns Steingríms- sonar (JS 647 4to) sem ber yfirskriftina: Lœkningar eftir stafrófinu. Síðan koma atriðisorð með útlistunum: Augnveiki; augnakyle; augnaglya eður ský; andarteppa, dyspnooea eða stuttur and- ardráttur og aftast eru þvagteppa, ischuria, kold- pissan, stranguria og að lokum á blaðsíðu 81 er þvagrennsle um of, Incontinentia urinae. Næsta síða er mjög máð, en á fjórum öftustu síðunum má greina nöfn á ýmsum lækningajurtum og jurta- hlutum. Þetta handrit bíður frekari skoðunar, en Örn Hrafnkelsson hefir þegar afritað hluta þess. En ljóst er að þessu handriti svipar mjög til þess sem hann sagði um handrit síra Vigfúsar hér næst á undan. Það sem þyrfti að gera væri að kanna hvort hliðstæðu er að finna, líklegast í Cartesianische Academie; oder Grundlehre der Arzney-Kunst (7, 12) eða jafnvel í Lexicon medicum greaco-latinum eða þýzkri þýðingu þess verks (7, 13). Ekki hefir orðið af því ennþá þar sem ekkert rita Blankaarts er til hér á landi. Fyrstu kynni Jóns Steingrímssonar af lækningum munu hafa verið, þegar hann fótbrotnaði annan dag páska, rúmlega tíu ára gamall. Var bartskeri sóttur „að setja fótinn í stand og láta við hann hundsmör og spilkur.” ... „Fótleggurinn settist vel saman, svo eg komst fyrst á fætur, þó við staf, á uppstigningardag ...” (1). það er eftir hálfa sjöttu viku. Síra Jón segir frá því að tæpum tuttugu árum síðar (1757) hafi prófasturinn komið að vísitera kirkjur í Mýrdalnum: „Hann reið frá Reynir yfir þverar mýrar, en þá hann var kominn út fyrir Háaskjól, þar sló hestur mannsins, sem undan honum reið, hann svo framan á fótlegginn, að hann brotnaði. Var að vörmu spori sent eftir mér, sem þó var til sjós kominn. Batt eg þar spilkur við fótinn, setti prófast á bak, gekk svo með hesti hans og hélt undir fótinn yfir allar þær torfærur og flutti hann heim til mín og lagði hann þar upp í stofu- rúm, hvar hann var í sex vikur.” (1) I ævisögunni er einu sinni vikið að skurðlækn- ingum: „Um morguninn fór eg burt að skera æxli af manni.” (1) A öðrum stað nefnir síra Jón, að hafi margsinnis látið stinga sér æðar í veikindum sínum, Lækningar og lækningaferðir 890 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.