Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR /SAGNFRÆÐI en nefnir ekki hvort hann hafi beitt blóðtökum á eigin sjúklinga. Um lækningaferðir sínar segir Jón Steingríms- son: Frá því fyrsta, eg var kominn til vits og menningarára, haföi eg af guði inngefna sterka lyst til læknisdómakonstar, sem eg í leynd stúderaði þó upp á, og byrjaðist það með litlu tiiefni, þá eg var í Hellum. En þar mér tók strax að farsælast þetta verk, fékk eg stóra aðsókn af nauðlíðandi, sjúkum og van- heilum mönnum. Nú þá eg var prestur orðinn og kominn að Felli, var skjaldan sjúklingalaust á mínu heimili, stundum tveir og þrír. Oft var eg sóttur til veikra, bæði héðan úr sýslu og Rangárvallasýslu. Vor og haust, þá eg fór til minna búsútrétt- inga, safnaðist mér mikill fjöldi, ei alleinasta úr Rangárvalla-, heldur Árnes- og Gullbringusýslu, að eg man ei í þau 17 ár, sem eg iðkaði þetta helzt, væru minna en 50 - 60 manns, er eg læknaði í hverri ferð, í hverju verki guð gaf mér þá heppni, að flestir höfðu þar af með guðs hjálp heilsubót, en slétt eng- inn skaða, svo eg kann án allrar sjálfhælnis og sem fyrir guðs augliti að saman reikna yfir 2000 manns, já enn frekara, sem lækningar og léttir fengu fyrir mín verk og ráð, hvar til sá hálærði landphysicus Bjarni sálugi Pálsson, sem aldrei sleit tryggð við mig, lagði mér til verkfæri, meðöl öll, ráð og dáð, því hann var útgefinn til þess, að sem flestir hefðu gagn af sér og hans kunnáttu. Blessuð veri sú hans minning! Eg fann og upp af hyggjuviti margt, sem í vanefnum varð að lukku þar í. Þó eg væri stundum fyrir vestan, stundum hér eystra vikum saman að því verki, passaði eg þó svo upp á mín embættisverk, að þau skyldu ei forsómast þar við, og lagði á mig harðar reiðir til þess og fleira, að enginn gat þar um klagað. Guð fór og svo að því að ekkert féll til í sóknum mínum, meðan eg var þanninn í burtu, skaðlegt, sem mér gat orðið að hneisu. Sumir af þeim, er eg læknaði, borguðu mér ærlega; aðrir þar á móti vildu ei, og flestir af aumingjunum gátu það ekki. Nú svo sem guð, sem rannsakar hjartalag og verk allra manna, vissi, að eg gerði mér ei þetta til hróss eða ávinnings, heldur af frómu hjartalagi honum til dýrðar og gagns mínum nauð- líðandi náunga, hvar til eg ætíð ákallaði hann og bað hann hjálpa mér til þess, svo hagaði hann því svo vísdómslega til, án míns undirlags við nokkurn mann, að fregn þessi barst út til Kaupenhöfn, svo hans kóngleg majestet Kristján 7. sendi mér 20 rdr. m[e]dallíu með sínu eigin aftrekki, 20 þá nýslegnar danskar specíur með náðugu bréfi og befaling, að eg skyldi fá ríkara prestakall en það, eg við væri. Þanninn álítur guð kærleikans verk, sem gerð eru í hans nafni af hreinu hjarta. Þanninn heyrir hann bænir sinna nauðlíðandi barna og launað það, sem þeim er gert (1). Erlend ummæli um Jón Steingrímsson í riti um lofsverðar gjörðir þegna Danakonungs segir árið 1810: Prófasturinn Jon Steingrimsen í Vestur-Skaptafellssýslu hefir sýnt býlinu Felli í Mýrdal lofsverða rækt. Árið 1761 tók hann við því í mikilli niðurníðslu og hefir síðan komið því í frábært horf. Hann hefir, auk varnargarða úr torfi, látið hlaða 500 faðma af traustum steingörðum umhverfis tún og bæjarhús. Hann hefir með um það bil 2000 álnum skurða og ræsa að hluta leitt burt það vatn, sem áður flæddi yfir landið og bar með sér möl og sand, [og] að hluta veitt því á aðra staði, þar sem hann taldi að þess væri þörf. Með þessari skipan hefir hann gert mikið land nýtanlegt, það er áður var í órækt. Hann hefir við bæinn reist rétt fyrir 40 hesta, og í klett þar rétt hjá látið höggva út mjög hentugt vetrarskýli [og] með mikilli fyrirhöfn og erfiði komið þar fyrir fjárhúsi fyrir 200 fjár. Hann hefir látið reisa öll húsin á bænum af nýju, setja á þakið flata flögusteina, og steinleggja flötina umhverfis þau; við gerð húsanna, við steinlögnina og hleðslu steingarðanna hefir hann notað sleða [og] þannig kynnt þeim not þeirra, sem ekki þekktu þau áður. Það sem hér er athyglisverðast, er að býlið sem þessi kapp- gjami maður hefir varið svo mikilli vinnu og kostnaði, er ekki í hans eigu, heldur tilheyrir það Hans Hátign Konunginum og [prófasturinn] er þar aðeins landseti; og til reksturs hefir hann 26 ríksdali á ári, sem er allt er hann hefir í embættistekjur. Verðleikar þessa manns eru að auki þessir: Að hann með góðri innsýn í guðfræðina, sameinaðri staðgóðri þekkingu á jurtafræðum og lækningakúnst, og að honum tekst skynsam- lega að beita þessari þekkingu í héraði sínu, þar sem hennar er stórlega þörf, því á íslandi skipaður Landsphysicus býr um það bil þrjátíu mílur [300 km] frá þessum stað. Ekki einasta í hans eigin prófastsdæmi, heldur og í aðliggjandi svæðum á báða vegu, og fer hann fúslega til allra, jafnvel hinna fátæk- ustu, og gefur þeim skynsamleg ráð, þá er þess er óskað; í þessu skyni fer hann oft í erfiðar ferðir á eigin kostnað og með eigin reiðskjóta; fyrir þetta lætur hann ekki einasta vera að taka greiðslu, en þar fyrir utan gefur hann fátækum meðul án gjaldtöku. Velvild Hans Hátignar Konungsins og athygli hins Konunglega Landbúnaðarfélags hefir einnig beinzt að íslandi. Félagið hefir þar útdeilt bæði verðlaunum og virðingartákn- um. Hans Hátign Konungurinn lét árið 1777 kunngera ... Prófasti Steingrimsen sinn mikla velvilja, og þar við látið senda Prófastinum: Indfpds-Rettens Medallie (14). Tóft kirkjunnar á Kirkjubœjarklaustri. Hér flutti sr. Jón Eldmessuna þann 20. júlí árið 1783: „embœttaði eg íkirkjunni, sem öll var í hristingu og skjálfta afógnum þeim, er að ofan komu. En svo var eg óskelfdur, og eg œtla allir þeir; eð í kirkjunni voru, að vér vorum Ijúfir og reiðubúnir að taka á móti því, sem guð vildi. Var þá guð heitt og í alvöru ákallaður...” (Ævisagan). Með þessum gerningi veitti Christian 7. prófasti ríkisborgararétt í Danmörku og þar með rétt til embætta þar (15). Heimildaskrá fylgir síðari hluta þessarar greinar í næsta tölublaði. Læknablaðið 2006/92 891
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.