Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 51
UMRÆÐA & FRETTIR / SAGNFRÆÐI eður ei geta lært út, eftir sem hún forleggur ...” (1) Þessa fjárhagsábyrgð tóku á sig Einar Jónsson ráðsmaður á stóljörðinni Viðvík í Hjaltadal og kona hans Helga, dóttir Steins Jónssonar er verið hafði biskup á Hólurn (1712-1739). Það syrti því í álinn þegar skriffæri og hálstrefill hurfu í skólanum á fyrsta námsári Jóns. Var þeirra leitað af umsjónarmönnum (notariis) og fundust skriffærin í kistli Jóns, en trefillinn í rúminu. Jóni segist svo frá: Eg var aðspurður, hvort eg hefði þetta tekið, hverju eg neitaði, hvort nokkrum hefði lykil að kistlinum í hendur fengið, hverju eg og neitaði. Þá eigi ávannst með þessu, var eg flengdur, bar- inn og laminn til að meðganga, og þó eg neyddist til að játa, bar eg þá aftur á móti því, að þeir komust í standandi vandræði með mig, en samvizka mín var hrein og frí, hvaða pyndingar sem eg leið. Pá er öll viðleitni varð forgefins um nokkra játun, þá eg í frelsi kominn, hefst Bjarni sálugi Pálsson landsphysicus, sem þá var einn af notariis, með þessi orð: Eg sé að þessi dreng- ur er aldeilis saklaus ... (1) Ályktar Bjarni að einhver kunni að hafa reynt að koma sök á Jón og lætur kanna hvort annar lyk- ill gangi að kistlinum. Fór svo að lykill er að gekk fannst hjá öðrum pilli. Um Bjarna Pálsson segir Jón að hann hafi verið í allri raun og veru einn sá hjartabezti maður við aumingja og nauðþrengda, komst við í hjarta, hversu með mig hafði verið farið, og varð mér sá allra bezti maður þaðan í frá, tryggasti og trúfastasti vinur allt til dauðadags. Ber eg þess góðar menjar í lækniskonstinni, hvar til hann fræddi og styrkti mig með orði og verki mörgum til liðs. (1) Djákninn, bóndinn og þýzkunámið Jón varð stúdent frá Hólum árið 1750 og árið eftir er hann kallaður til djáknaembættis við stað- arklaustur Reyniness í Skagafirði. Fór hann heim að Hólum þar sem biskup yfirheyrði hann með ex- amine theologico, tók hann í eið og meðdeildi síðan innsiglað djáknabréf, svo notuð séu orð Jóns. Á Reynistað var Jón til ársins 1753 og síðan á Frostastöðum þar til að hann flutti að Hellum í Reynishverfi ásamt Þorsteini bróður sínum haust- ið 1755. Þórunn eiginkona hans varð eftir nyrðra urn stund, enda barnshafandi. Á leiðinni verða þeir bræður vitni að upphafi Kötlugossins: Frá Hamarsholti héldum við að Núpi... Var það laugardaginn síðastan í sumri er Katla spjó; sáust þangað þá eldglæringar úr henni.” ... „Þá er eg nú eftir veturnætur 1755 settist að í Hellum fékk [umboðsmaður minn] mér til íveru skemmukofa fyrir vestan bæjardyrnar. Hún var höggvin í bergið, en eg bjó hana svo stóra inn lengra í bergið, að eg kom þar fyrir rúmi mínu, borðkorni og bekk og öllu því, er þar meðferðis hafði, og vorum við þar bræður báðir um veturinn, og áttum þar það bezta og rólegasta líf. Aska hafði svo mikil fallið yfir Austur- Mýrdalinn, að vetrarhagar voru því nær öngvir, og mátti ætla öllum skepnum hey. (1) í sóknalýsingu frá 1840 segir: „Hellur sem nú kallast, hafa lfklega öndverðlega heitið Hellrar, af þeim mörgu hellrum, sem verið hafa á hálsinum er bærinn stendur á og nú skagar vestur í Dyrhólaós •••”(2) I riti um manngerða hella segir: „I hellinum stúderaði Jón þýzka tungu og þar kviknaði áhugi hans á eldgosum og eldfjallasögu. Um sama leyti og þeir bræður voru að koma sér þar fyrir varð mikið gos í Kötlu og jökulhlaup á Mýrdalssandi. Jón skrifaði ágæta greinargerð um þetta eldgos sem hann byggði á skýrslu Jóns Sigurðssonar sýslumanns en endurbætti mikið. Má segja að þetta hafi verið fyrsta eldrit Jóns Steingrímssonar en örlögin höguðu því svo til að hann átti eftir að semja þau eldrit sem verða í hávegum höfð svo lengi sem jarðfræði verður stunduð á þessum hnetti. Jón var síðan bóndi á Hellum 1756-1761 eða þar til hann hlaut prestsembætti og fluttist að Felli í Mýrdal” (2). Minningarlcapella sr. Jóns Steingrímssonar á Kirkjubœjarklaustri var vígð 1974. Arkitektar voru Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir. Ljósmyndir: Haukur Valdimarsson. Læknablaðið 2006/92 887
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.