Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 41
UMRÆÐA & FRETTIR / FRÆÐSLUMYND anlegt að sum greiningarskilmerkin fyrir ADHD, sérstaklega hvað einkenni um athyglisbrest snertir, gætu í raun skýrst af skertum málskilningi. Lélegur málskilningur getur farið mjög leynt og kemur oft ekki í ljós fyrr en barnið er prófað forntlega. Málþroskaröskun samhliða ADHD gæti hugsan- lega skýrt hvers vegna meðferð með örvandi lyfj- um, sem er algengasta meðferðarform við ADHD, virðist ekki bæta námsárangur eða félagslega færni barnanna. Niðurstöður rannsókna í þessari ritgerð vekja þá spurningu hvort athyglisbrestseinkennin í ADHD stafi í raun af skertum málskilningi. Það er þörf á frekari rannsóknum til að athuga hvort svo geti verið,” segir Sólveig. Fjórða rannsóknin sýnir fram á að meðferð með TENS (taugaraförvun gegnum húð) hafði jákvæð áhrif á vitsmunastarf, hegðun og svefn- mynstur barna með ADHD. Þær niðurstöður sem sýndu að marktækt dró úr hreyfivirkni barnanna í svefni segir Sólveig vera sérstaklega áhugaverðar í ljósi þess að svefntruflanir eru algengt vandamál barna sem eru með ADHD. „Niðurstöður okkar sem sýna að TENS með- ferð dregur úr hreyfivirkni í svefni gætu bent til þess að börnin eyði meiri tíma í REM (rapid eye movement) svefni, en meðan á því svefnstigi stendur eru engar vöðvahreyfingar til staðar og líkaminn er sem lamaður. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að börn með ADHD eyða minni tíma í REM svefni en önnur börn. REM svefn tengist fram- leiðslu á taugaverjandi þáttum (BDNF) og kann þannig til dæmis að hafa jákvæð áhrif á minni og nám. Niðurstöður okkar geta hugsanlega verið vísbending um að TENS meðferð hafi jákvæð áhrif á svefn barna með ADHD og hafi um leið jákvæð áhrif á hegðunarmynstur þeirra og vits- munastarf. Þessar niðurstöður gætu einnig verið klínískt mikilvægar í ljósi rannsókna sem sýnt hafa fram á auknar svefntruflanir hjá börnunt með ADHD sem eru á meðferð örvandi lyfja. Frekari rannsókna er þörf til að kanna þetta betur.” Sólveig segir meginniðurstöðu doktorsrann- sóknar sinnar vera þá að „þegar greining á ADHD fer fram sé það grundvallaratriði að skimað sé fyrir öðrum hugsanlegum röskunum sem valdið geti einkennum eins og til dæmis málþroskarösk- un og svefntruflunum svo tryggt sé að börnin fái viðeigandi meðferð.” Leikin fræðslumynd um heílabilun Hugarhvarf - lífið heldur áfram með heilabilun Fyrr á árinu var gefin út á mynd- diski fræðslumyndin Hugarhvarf - lífið heldur áfram með heilabilun. Höfundar handrits myndarinnar eru þær Berglind Magnúsdóttir sálfræð- ingur á öldrunarsviði Landspítala, Guðrún Hildur Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og kennslustjóri sjúkraliðaskóla heilbrigðisskóla FÁ og Þórunn Bára Björnsdóttir sjúkra- þjálfari á öldrunarsviði Landspítala. Leikarar í myndinni eru Krist- björg Kjeld og Gísli Alfreðsson, leikstjóri Lárus Ýmir Óskarsson, kvikmyndatöku önnuðust Friðþjóf- ur Helgason og Jón Karl Helgason og framleiðandi er Kvik. Myndin er 55 mínútur að lengd og fjöldi fyr- irtækja, stofnana og félagasamtaka styrkti gerð hennar og gáfu allir vinnu sína sem komu að gerð mynd- til að auka skilning á umönnun heilabilaðra, styrkja þá og gefa hugmynd um góð og árangursrík samskipti við ástvin sinn eða skjól- stæðing.” Pálmi V. Jónsson sviðstjóri lækn- inga á öldrunardeild Landspítala segir meðal annars um myndina: „Myndin er í senn raunsönn, fagleg og listræn. Hún sýnir glögglega að bæði sjúklingar og aðstandendur geta sótt margvíslegan stuðning en hún höfðar einnig til starfsfólks. Myndin getur hjálpað starfsfólki að leiðrétta fyrirfram gefnar hugmynd- ir og gefur ýmis ráð um það hvernig best er að vinna nteð sjúklingum svo að báðum líði vel. Allir þeir sem hafa unnið að gerð þessarar myndar eiga þakkir skildar fyrir frábært framlag.” arinnar. í kynningu með myndinni segir að fræðsla til ættingja og umönn- unaraðila sé mikilvæg til að þess að viðhalda lífsgæðum þeirra sem greinasl með heilabilun. „Aukin þekking minnkar fordóma og eykur hæfni fólks til þess að sinna heilabil- uðum. Myndin er ætluð bæði leikum og lærðum Læknablaðið 2006/92 877
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.