Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / ENDURLÍFGUN NÝBURA Mynd 1. Millistykki til að soga barnabik úr barka nýbura Mynd 2. Andað fyrir nýbura með belg og maska. í gegnum barkarennu. Apgar Ástand nýbura er metið við einnar og fimm mín- útna aldur með svokallaðri Apgarstigun (tafla II). Apgar við eina mínútu gefur einkum til kynna það inngrip sem barnið þarf strax eftir fæðingu. Hins vegar hefur Apgar við fimm mínútur betra for- spárgildi um langtímahorfur barna sem orðið hafa fyrir fósturköfnun (10). Barnabik í legvatni Barnabik (meconium) er til staðar í legvatni við fæðingu 2,5-14% fullburða barna og eykst tíðnin með vaxandi meðgöngulengd (11). Getur það verið til marks um streitu hjá fóstrinu, til dæmis vegna fósturköfnunar. Ef barnabik berst ofan í lungun getur það valdið alvarlegum öndunarörð- ugleikum hjá barninu, þar sem það lokar minnstu loftvegunum og gerir spennuleysi lungna (pulmon- ary surfactant) óvirkan. Jafnframt eru þessi börn í aukinni hættu að fá lungnaháþrýsting. Ef fósturköfnun verður í fæðingu eða fyrir hana getur það valdið svo kröftugum öndunarhreyfing- um hjá fóstrinu að það nái að soga barnabik ofan í lungun. Einnig getur barnabik borist ofan í lungun við fyrsta andardrátt barnsins sé það til staðar í vitum þess (5,6). Þegar legvatn er litað barnabiki skal soga vel úr vitum barnsins þegar eftir fæðinguna. Ef barnið er slappt er mælt með að soga jafnframt fyrir neðan raddbönd þess (5,6). Best er að gera það í gegnum barkarennu sem á er fest þar til gert millistykki sem tengt er við sog (sjá mynd 1). Ekki er talin þörf á að soga fyrir neðan raddbönd hjá börnum sem eru kröftug strax eftir fæðinguna og því lítill grunur um að ásvelging (aspiration) hafi átt sér stað (12, 13). Einnig benda niðurstöður nýlegrar rannsóknar til þess að enginn ávinningur sé af því að soga úr vitum barnanna strax eftir að höfuðið hefur fæðst, það er á spönginni (14). Öndunaraðstoð (B: breathing) Ef barnið andar ekki skal soga vel úr vitum þess og veita því öndunaraðstoð tafarlaust. Einnig þarf að veita öndunaraðstoð þeim börnum sem hafa öndunarörðugleika og miðlægan bláma þrátt fyrir súrefnisgjöf. Ef veita þarf nýbura öndunaraðstoð nægir í flestum tilvikum að nota belg og maska. Best er að halda um maskann með svokölluðu „CE-gripi”, þar sem þumalfingur og vísifingur mynda „C” og hinir þrír fingurnir mynda „E” (mynd 2). Með fyrstu tveimur fingrunum er maskanum haldið þétt að andliti barnsins en gripið er undir kjálkann með hinum þremur. Þegar andað er fyrir barnið skal gefinn nægileg- ur þýstingur til að brjóstkassinn lyftist sýnilega við öndun. Þó skal gæta þess að nota ekki hærri þrýst- ing en þarf til að barnið fái eðlilegan hjartslátt og litarhátt. Góð vinnuregla er að nota þrýstingsmæli, einkum þegar fyrirburum er veitt öndunaraðstoð þar sem of hár innöndunarþrýstingur getur valdið skemmdum á vanþroska lungum (15,16). Sá þrýst- ingur sem yfirleitt þarf til að opna lungu fullburða barna er 30-40 cm H20 (17), en 20-25 cm H20 þegar um fyrirbura er að ræða (18, 19). Eftir að lungun hafa verið opnuð er yfirleitt hægt að anda fyrir barnið með lægri þrýstingi (15-20 cm H,0). Með því að viðhalda þrýstingi í útöndun (positive end-expiratory pressure, PEEP) fást yfirleitt betri loftskipti ef barnið hefur lungnasjúkdóm, til dæmis hjá fyrirbura með vanþroskuð lungu (20). Hæfileg öndunartíðni er 40-60 x á mínútu. Langoftast nægir öndunaraðstoð ein og sér til þess að hjartsláttur komi upp og haldist eðlilegur. Læknablaðið 2006/92 861
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.