Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 24

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 24
FRÆÐIGREINAR /ENDURLÍFGUN NÝBURA Tafla II. Apgar stigun. APGAR 0 1 2 Hjartsláttur Enginn Minna 100 Meira en 100 Öndun Engin Hæg og óregluleg Góð Vöövaspenna Slök Smáhreyfingar Góöar hreyfingar Litarháttur Fölur eöa blár Búkur rauður Rauöur Svar viö ertingu Ekkert Grátur Kröftugur grátur 1 mínúta 5 mínútur lungnaæðarnar (perivascular space) og þaðan inn í blóðrásina. Eftir því sem öndunartilburðir barnsins eru betri, þeim mun hraðar berst vökvinn úr loft- vegunum og loftskipti verða betri. Þan lungnanna stuðlar einnig að því að viðnám í lungnaslagæðum minnkar og lungnablóðflæði eykst. Blóðrás Á fósturskeiði fara loftskipti fram í fylgju milli blóðrásar móður og fósturs. Blóðflæði gegnum lungu fóstursins er þá mjög lítið vegna mikils við- náms í lungnaslagæðum. Súrefnisríkt blóð sem kemur frá fylgju fer að mestu fram hjá lungunum í gegnum sporgatið (foramen ovale) og fósturslag- rás (ductus arteriosus). Eftir fæðingu fellur viðnám í lungnaslagæðum og blóðflæði um lungun eykst við það að barnið fer að anda og hlutþrýstingur súrefnis í blóði hækkar. Á sama tíma hækkar blóðþrýstingur í slagæðakerfi barnsins þegar lokað er fyrir blóðrás til fylgjunnar þar sem viðnám í æðum var lítið. Við það hættir rennsli framhjá lungum yfir í slagæða- kerfi barnsins undir eðlilegum kringumstæðum. Ef öndun barnsins er hins vegar ófullnægjandi og hlutþrýstingur súrefnis í blóði þess lágur er hætta á að viðnám í lungnaslagæðum verið áfram svo hátt að súrefnissnautt blóð fari framhjá lungunum yfir í slagæðakerfi þess. Við það getur myndast víta- hringur sem aðeins verður rofinn með markvissri öndunaraðstoð og súrefnisgjöf. Almennt um endurlífgun nýbura Við aðhlynningu og endurlífgun nýbura er mik- ilvægt að ganga skipulega til verks, líkt og við endurlífgun á eldri einstaklingum. Því hefur svo- kallað ABCD-kerfi verið þróað í þeim tilgangi að auðvelda mat á ástandi sjúklingsins og rétt inngrip. Hér á eftir verður stuðst við það kerfi. Almenn aðhlynning og fyrsta mat (A: asessment) í flestum tilvikum grætur barnið kröftuglega þegar eftir fæðinguna, hreyfir sig vel og fær fljótt góðan litarhátt. í þeim tilvikum er yfirleitt nóg að hreinsa lítillega úr vitum þess og færa það síðan móð- urinni, þar sem breitt er yfir barnið og það þurrk- að. Yfirleitt þarf ekki að soga úr koki barnsins og hafa ber í huga að slíkt getur hægt á hjartslætti og valdið öndunarstoppi á fyrstu mínútunum eftir fæðinguna (9). Þurfi barnið á aðstoð að halda skal það lagt á hitaborð þar sem ástand þess er metið og því veitt viðeigandi aðhlynning. Höfuð barnsins skal snúa að þeim sem annast það. Best er að fyrirbyggja hitatap með því að þurrka barnið vel. Einkum eru það fyrirburar og vaxtarskert börn sem eiga á hættu að kólna um of. Öndun Öndun barnsins þarf að vera nægilega góð til að hjartsláttur þess haldist eðlilegur og það fái góðan litarhátt. Barn sem andar illa en hefur góðan hjart- slátt tekur oftast við sér og fer að anda betur fái það viðeigandi örvun. í þeim tilgangi er best að þurrka barnið eða nudda bak þess. Ef barnið andar ekki eða tekur aðeins andköf og hefur hægan hjartslátt skal veita því öndunaraðstoð tafarlaust. Hjartsláttur Best er að meta hjartslátt með því að hlusta yfir brjóstkassanum eða með því að þreifa eftir púlsi í naflastrengsstúfnum. Finnist ekki púls í naflasteng skal hlusta eftir hjartslætti. Eðlileg hjartsláttartíðni hjá nýfæddu barni er >100/mínútu. Litarháttur Undir eðlilegum kringumstæðum fær barnið eðlilegan litarhátt fljótlega eftir fæðinguna án þess að þurfa súrefnisgjöf. Blámi á andliti, bol og slímhúðum (miðlægur blámi) er óeðlilegur og gefur til kynna lága súrefnismettun blóðrauða í slagæðablóði. Hins vegar telst eðlilegt að nýfædd börn hafi bláar hendur og fætur fyrsta sólarhring- inn eftir fæðingu (acrocyanosis), svo framarlega sem miðlægur litarháttur sé eðlilegur. Ef barnið andar sjálft en hefur miðlægan bláma þarf að gefa því súrefni. Ef það fær þá eðlilegan lit- arhátt og hefur ekki öndunarörðugleika er rétt að draga smám saman úr súrefnisgjöf með því að færa súrefnisgjafann frá vitum þess og hætta henni ef litarháttur helst áfram góður. Barn með öndunar- örðugleika (stunur, inndrætti og nasavængjablakt) sem ekki fær eðlilegan litarhátt við súrefnisgjöf þarf tafarlaust viðeigandi öndunaraðstoð. Grunur vaknar um meðfæddan hjartasjúkdóm hjá barni sem ekki hefur öndunarörðugleika en hefur áfram miðlægan bláma þrátt fyrir að því sé gefið 100% súrefni. 860 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.